Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2025 11:54 Frá þorrablóti Hvatar í Grímsnes- og Grafningshreppi síðastliðið föstudagskvöld. Guðrún Erlingsdóttir Hátt í tvö hundruð manns hafa tilkynnt um veikindi eftir að hafa sótt þorrablót á Suðurlandi um helgina. Sama veisluþjónusta kom að báðum þorrablótum, en sýni úr matvælum eru enn til rannsóknar. Þorrablót ungmennafélagsins Hvatar í Grímsnes- og Grafningshreppi fór fram síðastliðinn föstudag. Tæplega 200 gestir sóttu blótið. Daginn eftir fór annað þorrablót fram, þá í Þorlákshöfn, sem um 160 manns sóttu. Hljómsveitin Allt í einu hélt uppi mikilli stemmningu á þorrablótinu í Þorlákshöfn. Því miður urðu sumir veislugestir veikir eftir blótið.Allt í einu Fyrst var greint frá veikindum í kjölfar þorrablóts Hvatar í gær en nú liggur fyrir að tugir gesta á seinna blótinu hafi einnig tilkynnt um veikindi. Samskipti við veisluþjónustuna prýðileg Formaður þorrablótsnefndar Hvatar segir fyrsta viðbragð hafa verið að leiðbeina fólki um að tilkynna veikindi sín. „Við tilkynntum þetta til heilbrigðiseftirlits Suðurlands og höfum verið að vinna með þeim og verið að veita upplýsingar eins og þarf,“ segir Birgir Leó Ólafsson, formaður þorrablótsnefndar Hvatar. Þungt hljóð sé í fólki í samfélaginu vegna málsins. „Þeir sem lenda í þessu, að veikjast, eru auðvitað ekki ánægðir og líður bara ekki vel.“ Grunur er um matarborna sýkingu, en sama veisluþjónusta sá um bæði blót. Þó liggur ekki fyrir hvort um matvælaborna sýkingu var að ræða. Birgir segir viðbrögð veisluþjónustunnar hafa verið til fyrirmyndar. „Samskiptin sem hafa farið fram hingað til hafa verið mjög opin og mér finnst þeirra viðbragð hafa verið mjög gott.“ Enn að átta sig á umfanginu Rannsókn málsins er nýhafin en sóttvarnalæknir, heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna og Matvælastofnun koma að henni. Forstjóri MAST hvetur fólk sem var á þorrablótunum til að tilkynna um veikindi ef þau koma upp. Greining á sýnum úr matvælum liggi ekki fyrir. Hrönn Ólína Jörundsdóttir er forstjóri Matvælastofnunar.vísir/egill „Við getum í raun og veru ekki svarað núna hvaða orsakavaldur er fyrir þessari sýkingu,“ segir Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST. „Ég held að tilkynningar séu að detta í 200 manns, en við erum ennþá að ná utan um umfangið.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Ölfus Þorrablót Þorramatur Matur Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Þorrablót ungmennafélagsins Hvatar í Grímsnes- og Grafningshreppi fór fram síðastliðinn föstudag. Tæplega 200 gestir sóttu blótið. Daginn eftir fór annað þorrablót fram, þá í Þorlákshöfn, sem um 160 manns sóttu. Hljómsveitin Allt í einu hélt uppi mikilli stemmningu á þorrablótinu í Þorlákshöfn. Því miður urðu sumir veislugestir veikir eftir blótið.Allt í einu Fyrst var greint frá veikindum í kjölfar þorrablóts Hvatar í gær en nú liggur fyrir að tugir gesta á seinna blótinu hafi einnig tilkynnt um veikindi. Samskipti við veisluþjónustuna prýðileg Formaður þorrablótsnefndar Hvatar segir fyrsta viðbragð hafa verið að leiðbeina fólki um að tilkynna veikindi sín. „Við tilkynntum þetta til heilbrigðiseftirlits Suðurlands og höfum verið að vinna með þeim og verið að veita upplýsingar eins og þarf,“ segir Birgir Leó Ólafsson, formaður þorrablótsnefndar Hvatar. Þungt hljóð sé í fólki í samfélaginu vegna málsins. „Þeir sem lenda í þessu, að veikjast, eru auðvitað ekki ánægðir og líður bara ekki vel.“ Grunur er um matarborna sýkingu, en sama veisluþjónusta sá um bæði blót. Þó liggur ekki fyrir hvort um matvælaborna sýkingu var að ræða. Birgir segir viðbrögð veisluþjónustunnar hafa verið til fyrirmyndar. „Samskiptin sem hafa farið fram hingað til hafa verið mjög opin og mér finnst þeirra viðbragð hafa verið mjög gott.“ Enn að átta sig á umfanginu Rannsókn málsins er nýhafin en sóttvarnalæknir, heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna og Matvælastofnun koma að henni. Forstjóri MAST hvetur fólk sem var á þorrablótunum til að tilkynna um veikindi ef þau koma upp. Greining á sýnum úr matvælum liggi ekki fyrir. Hrönn Ólína Jörundsdóttir er forstjóri Matvælastofnunar.vísir/egill „Við getum í raun og veru ekki svarað núna hvaða orsakavaldur er fyrir þessari sýkingu,“ segir Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST. „Ég held að tilkynningar séu að detta í 200 manns, en við erum ennþá að ná utan um umfangið.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Ölfus Þorrablót Þorramatur Matur Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira