Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2025 14:00 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni. Tollastríð viti ekki gott. vísir/vilhelm Tollastríð er hafið í Norður-Ameríku eftir að Donald Trump boðaði háa tolla á þrjú af stærstu viðskiptaríkjum Bandaríkjanna. Þetta eru gríðarlega slæmar fréttir að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni. Tollastríð geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsæld og lífskjör á Íslandi. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað tilskipun um álagningu tolla á þrjú stærstu viðskiptaríki Bandaríkjanna, Kína, Mexíkó og Kanada. Í tilfelli Kanada og Mexíkó hyggjast Bandaríkin leggja á 25 prósent toll á nær allar vörur og tíu prósent tollur verður lagður á vörur frá Kína. Lægri tollar eru boðaðir á Kanadískar orkuafurðir. Á móti undirbúa stjórnvöld í Kanada og Mexíkó eigin tolla á Bandaríkin. Þótt umræddir tollar Bandaríkjanna nái að svo stöddu aðeins til Mexíkó, Kanada og Kína hefur Evrópa ekki farið varhluta af hugmyndum Trump um tolla. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir íslenskt viðskiptalíf fylgjast grannt með þróun mála. „Þetta eru náttúrlega ekki góðar fréttir. En kannski rennir stoðum undir það sem ég hef sagt áður um að ég er ekki sammála þeim sem hafa sagst vera bjartsýnir, að heilbrigð skynsemi og viðteknar kenningar í hagfræði hljóti að stoppa Trump af í sinni viðskiptastefnu. Það er því miður að koma á daginn að hann gengur jafn langt og hann sagðist ætla í kosningabaráttunni og það er full ástæða til að óttast að hann haldi áfram,“ segir Ólafur. Má segja að það sé hafið tollastríð? „Já því miður, og hætta á að það breiðist út,“ svarar Ólafur. Í fyrsta lagi verði tollarnir mikill skellur fyrir norður-ameríska hagkerfið, bæði almenning og fyrirtæki, og það muni smita út frá sér inn í alþjóðahagkerfið. „Stóra myndin er áhyggjuefni fyrir lítið land eins og Ísland sem er lítið og opið hagkerfi og mjög háð útflutningi. Frá seinna stríði hefur hin almenna þróun verið sú í heiminum að tollar hafa lækkað og viðskipti hafa orðið frjálsari og það er bara ein af undirstöðunum undir hagsæld Íslendinga og hefur gert okkur kleift að selja okkar útflutningsvörur með hagkvæmari hætti á heimsmarkað. Tollastríð og að pendúllinn sveiflist til baka í þessu það eru ósköp einfaldlega ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga,“ segir Ólafur. Skattar og tollar Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað tilskipun um álagningu tolla á þrjú stærstu viðskiptaríki Bandaríkjanna, Kína, Mexíkó og Kanada. Í tilfelli Kanada og Mexíkó hyggjast Bandaríkin leggja á 25 prósent toll á nær allar vörur og tíu prósent tollur verður lagður á vörur frá Kína. Lægri tollar eru boðaðir á Kanadískar orkuafurðir. Á móti undirbúa stjórnvöld í Kanada og Mexíkó eigin tolla á Bandaríkin. Þótt umræddir tollar Bandaríkjanna nái að svo stöddu aðeins til Mexíkó, Kanada og Kína hefur Evrópa ekki farið varhluta af hugmyndum Trump um tolla. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir íslenskt viðskiptalíf fylgjast grannt með þróun mála. „Þetta eru náttúrlega ekki góðar fréttir. En kannski rennir stoðum undir það sem ég hef sagt áður um að ég er ekki sammála þeim sem hafa sagst vera bjartsýnir, að heilbrigð skynsemi og viðteknar kenningar í hagfræði hljóti að stoppa Trump af í sinni viðskiptastefnu. Það er því miður að koma á daginn að hann gengur jafn langt og hann sagðist ætla í kosningabaráttunni og það er full ástæða til að óttast að hann haldi áfram,“ segir Ólafur. Má segja að það sé hafið tollastríð? „Já því miður, og hætta á að það breiðist út,“ svarar Ólafur. Í fyrsta lagi verði tollarnir mikill skellur fyrir norður-ameríska hagkerfið, bæði almenning og fyrirtæki, og það muni smita út frá sér inn í alþjóðahagkerfið. „Stóra myndin er áhyggjuefni fyrir lítið land eins og Ísland sem er lítið og opið hagkerfi og mjög háð útflutningi. Frá seinna stríði hefur hin almenna þróun verið sú í heiminum að tollar hafa lækkað og viðskipti hafa orðið frjálsari og það er bara ein af undirstöðunum undir hagsæld Íslendinga og hefur gert okkur kleift að selja okkar útflutningsvörur með hagkvæmari hætti á heimsmarkað. Tollastríð og að pendúllinn sveiflist til baka í þessu það eru ósköp einfaldlega ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga,“ segir Ólafur.
Skattar og tollar Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira