Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar 30. janúar 2025 10:01 „Money makes the world go round“ Hvort sem þú ferð út að versla í matinn, notar símann, ferð í bankann, farir í keilu, kaupir fiskbúðing, pizzu eða hamborgara, færð þér kaffi, kokteilsósu, kaupir brauð, farir í apótek, út að skemmta þér, kaupir eldsneyti á bílinn eða gefur húsdýri fóður; þá ertu með beinum eða óbeinum hætti að eiga viðskipti við kvótakónga Uppspretta peninga er verðmætasköpun. Fátt gefur af sér meira af peningum en sjávarauðlindirnar. Og á þeim tímum sem við lifum, ræður ekkert meiru en peningar. Með framsali kvóta gátu „kvótaeigendur“ útleyst gífurlegan hagnað. Þeir seldu kvóta sem þeir fengu gefins til stærri öflugra útgerða. Þannig gátu margir farið hlæjandi í bankann með fullar hendur fjár. Á fáum árum hafa orðið til útgerðarrisar, kvótakóngar, sem hafa hreiðrað um sig um allt hagkerfið. Auðlindin hefur malað þeim gull. Hlutafélögin, einkahlutafélögin og önnur félagsform sem stærstu kvótakóngarnir hafa komið á koppinn eru óteljandi. Ekki besti netagerðarmeistari gæti þrætt sig um netið sem myndað hefur verið. Þannig hefur fjármagni frá auðlindinni verið komið inn í og út úr hagkerfinu. Völd þessara hagsmunaaðila eru slík að pólitíkin fær ekki rönd við reist. Til að flækja málin hafa lífeyrissjóðir landsmanna, bankar og aðrar fjármálastofnanir, tryggingafélög ,lögfræðistofur og endurskoðendur, tekið höndum saman með kvótakóngum. Lífeyrissjóðir eiga orðið hlut í nokkrum af stærstu útgerðarrisunum, og eiga þar með sameiginlega hagsmuni. Gróði kvótakónga er gróði lífeyrissjóða. Hér er sýnishorn af eign lífeyrissjóða í nokkrum stærri félögum landsins: Þó ekki komi fram hér, þá eiga kvótakóngar hluti í bönkunum, tryggingafélögunum og fasteignafélögunum í gegnum allskyns eignarhaldsfélög. Staðreyndavaktin. Það er sorglegt hversu flestum landsmönnum er gjörsamlega sama um sjávarauðlindina. Ef ekki væri fyrir þessa auðlind, væri landið varla í byggð. Hafrannsóknarstofnun (Hafró) er með einkaleyfi á allri ráðgjöf varðandi nýtingu á auðlindinni, án ábyrgðar, án gagnrýni. Eins og forstjóri Hafró sagði; „Hafró bera enga ábyrgð á nýtingu fiskistofnanna“. Ef árangurinn af fiskveiðistjórnunarkerfinu er skoðaður, koma eftirfarandi staðreyndir í ljós: (samkvæmt gögnum Hafró) Þorskstofninn hefur minnkað um 61 þúsund tonn. Meðalþorskaflinn hefur minnkað um nær 50%. Ufsaveiði hefur dregist saman úr 63 þúsund tonnum í 45 þúsund tonn Karfaveiði dregist saman út 110 þúsund tonnum í 35 þúsund tonn. Humarveiði farið úr 2.450 tonnum í 0 tonn. Stofninn hruninn. Rækjuveiði farið úr 24.166 tonnum í 161 tonn. Stofninn hruninn. Lúðuveiðibann frá 2012 . – Frá 1970 til 1990 voru veidd 2300-3000 tonn á ári. Loðnubrestur ár eftir ár. Aflinn fór mest yfir 1.500 þús tonn á ári. 1.500.000 tonn! Ef einhver önnur ríkisstofnun skilaði álíka árangri, yrði hún líklega lögð niður. Ábyrgðina á þessari hörmung, bera fyrrverandi sjávarútvegsráðherrar. Í 40 ár hefur þeim ekki dottið í hug að hugleiða þá staðreynd að ráðgjöf Hafró hefur ekki skilað neinum árangri, þvert á móti. Grundvallarspurningin aldrei lögð fram. “ Þjóðarbúið hefur ekki efni á loðnubresti“, sagði bæjarstjóri Vestmannaeyja. Loðna er undirstöðufæða þorsks og annarra botnfiska, óumdeilanlegt. Talið er að allt að 40% af fæðu botnfiska sé loðna. Samt er ákveðið að ræna þessa verðmætu nytjastofna fæðu sinni, en á sama tíma á að byggja þá upp. Loðnubrestur er nú og hefur verið viðloðandi. Meira segja hjálp gervigreindar, dugir ekki til að finna nægt magn. Hver eru áhrif loðnuveiða á botnfiskstofna? „ Ef ekki er farið varlega í loðnuveiðar, getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þorskstofninn og aðrar fiskitegundir sem eiga mikið undir loðnu sem fæðu.” (ChatGPT) Samfleytt í yfir 30 ár áður en loðnuveiðar voru hafnar, var þorskveiðin 400-550 þús tonn. Nú samfleytt í 40 ár hefur veiðin verið um 50% af því magni. Erlendis er veiði smáfisktegunda eins og loðnu og sardínu í fiskeldisfóður, talin mikið vandamál. Vísindamenn óttast afleiðingarnar fyrir aðra fiskistofna. Fiskeldisfyrirtæki eru því farin að leyta í aðra próteingjafa, t.d. úr plöntu- og skordýraríkinu til fóðurframleiðslu og draga úr veiðum á smáfisktegundum. Hafró segist árlega “skilja eftir” 400 þús tonn árlega, til að viðhalda stofninum og fæða botnfiskistofna. Vísindi sem aðeins Hafró getur útskýrt. Við Nýfundaland er allt gert til að efla loðnustofninn, vegna mikilvægi hennar í vistkerfi sjávar. Hér er ein af mörgum greinum um það málefni: https://oceana.ca/en/reports/capelin-in-crisis/ Þar segir m.a: “More capelin in the water means more capelin in the mouths of northern cod…” Fiskeldisfyrirtæki geta sparað milljarða. Samkvæmt kenning Hafró, hefur það engin áhrif á stærð botnfiskstofna þó þeir séu sviptir um allt að 40% af fæðu sinni(loðnuna) Ekkert tillit er tekið til þess að t.d. þorskurinn er ránfiskur, og ef ekkert annað er í boði; étur þorskur smáþorsk. Það er því borðleggjandi; að fiskeldisfyritækjum ætti að vera óhætt að minnka fóðrun hjá sér um 30-40%, án þess að það hafi áhrif á afkomu eldisfisksins. Þannig ættu fyrirtækin að geta sparað milljarða í fóðurkostnað. Hafró kvittar undir á slíkt. Valkyrjurnar bugta sig og beygja fyrir kvótakóngum. Stjórn breytinga og verka. Valkyrjurnar hneigðu sig strax fyrir kvótakóngunum. Við hróflum ekki við kvótakerfinu. Ný ríkisstjórn, breytinga og verka, sýndi undirgefni sýna strax. Sagan lýgur ekki. Ráðgjöf Hafró hefur verið ein allsherjar hörmungarsaga. Því ekki af háum stalli að falla, að setja sig á sama stall og Hafró. Ríkisstjórnin hefur lofað að rétta við hlut krókaveiðiútgerða. Hún veit bara enn ekki hvernig. Tilflutningur á kvóta er ekki lausnin. Ný stjórn, nýtt kerfi fyrir smábáta. Nú er lag að rétta hlut landsbyggðarinnar, sjávarplássanna. Nýting auðlindarinnar er samfélagsmál. Ríkisstjórnin getur í orði og verki verið stjórn breytinga. Sjálfstæðismenn og framsókn komu kvótakerfinu á, nú geta Valkyrjurnar komið með sitt kerfi. Hætta að hræra í kvótakerfinu og setja krókaveiðiútgerðina í annað kerfi. Kerfi sem væri alfarið ótengt núverandi kvótakerfi, enda eiga smábátar enga samleið með stærri bátum og togurum. Krókaveiðar/handfæraveiðar eru í eðli sínu allt annar veiðiskapur en t.d. togveiðar og netaveiðar. Gefa þyrfti út sér aflamark fyrir smábátana, sem yrði hrein viðbót við aflamarkið í núverandi kerfi. Sú viðbót rúmast vel innan skekkjumarka ráðgjafar Hafró. Það er löngu tímabært að fara í saumana á aðferðarfræði Hafró, fá til þess óháða aðila erlendis frá, rétt eins og Færeyingar gerðu. Það er sjávarútvegsráðherra sem hefur völdin, ekki kvótakóngar, og enn síður sérfræðingar Hafró í ljósi 40 ára hörmungarsögu. Höfundur er útgerðartæknir, fyrrverandi sjómaður og framleiðslustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
„Money makes the world go round“ Hvort sem þú ferð út að versla í matinn, notar símann, ferð í bankann, farir í keilu, kaupir fiskbúðing, pizzu eða hamborgara, færð þér kaffi, kokteilsósu, kaupir brauð, farir í apótek, út að skemmta þér, kaupir eldsneyti á bílinn eða gefur húsdýri fóður; þá ertu með beinum eða óbeinum hætti að eiga viðskipti við kvótakónga Uppspretta peninga er verðmætasköpun. Fátt gefur af sér meira af peningum en sjávarauðlindirnar. Og á þeim tímum sem við lifum, ræður ekkert meiru en peningar. Með framsali kvóta gátu „kvótaeigendur“ útleyst gífurlegan hagnað. Þeir seldu kvóta sem þeir fengu gefins til stærri öflugra útgerða. Þannig gátu margir farið hlæjandi í bankann með fullar hendur fjár. Á fáum árum hafa orðið til útgerðarrisar, kvótakóngar, sem hafa hreiðrað um sig um allt hagkerfið. Auðlindin hefur malað þeim gull. Hlutafélögin, einkahlutafélögin og önnur félagsform sem stærstu kvótakóngarnir hafa komið á koppinn eru óteljandi. Ekki besti netagerðarmeistari gæti þrætt sig um netið sem myndað hefur verið. Þannig hefur fjármagni frá auðlindinni verið komið inn í og út úr hagkerfinu. Völd þessara hagsmunaaðila eru slík að pólitíkin fær ekki rönd við reist. Til að flækja málin hafa lífeyrissjóðir landsmanna, bankar og aðrar fjármálastofnanir, tryggingafélög ,lögfræðistofur og endurskoðendur, tekið höndum saman með kvótakóngum. Lífeyrissjóðir eiga orðið hlut í nokkrum af stærstu útgerðarrisunum, og eiga þar með sameiginlega hagsmuni. Gróði kvótakónga er gróði lífeyrissjóða. Hér er sýnishorn af eign lífeyrissjóða í nokkrum stærri félögum landsins: Þó ekki komi fram hér, þá eiga kvótakóngar hluti í bönkunum, tryggingafélögunum og fasteignafélögunum í gegnum allskyns eignarhaldsfélög. Staðreyndavaktin. Það er sorglegt hversu flestum landsmönnum er gjörsamlega sama um sjávarauðlindina. Ef ekki væri fyrir þessa auðlind, væri landið varla í byggð. Hafrannsóknarstofnun (Hafró) er með einkaleyfi á allri ráðgjöf varðandi nýtingu á auðlindinni, án ábyrgðar, án gagnrýni. Eins og forstjóri Hafró sagði; „Hafró bera enga ábyrgð á nýtingu fiskistofnanna“. Ef árangurinn af fiskveiðistjórnunarkerfinu er skoðaður, koma eftirfarandi staðreyndir í ljós: (samkvæmt gögnum Hafró) Þorskstofninn hefur minnkað um 61 þúsund tonn. Meðalþorskaflinn hefur minnkað um nær 50%. Ufsaveiði hefur dregist saman úr 63 þúsund tonnum í 45 þúsund tonn Karfaveiði dregist saman út 110 þúsund tonnum í 35 þúsund tonn. Humarveiði farið úr 2.450 tonnum í 0 tonn. Stofninn hruninn. Rækjuveiði farið úr 24.166 tonnum í 161 tonn. Stofninn hruninn. Lúðuveiðibann frá 2012 . – Frá 1970 til 1990 voru veidd 2300-3000 tonn á ári. Loðnubrestur ár eftir ár. Aflinn fór mest yfir 1.500 þús tonn á ári. 1.500.000 tonn! Ef einhver önnur ríkisstofnun skilaði álíka árangri, yrði hún líklega lögð niður. Ábyrgðina á þessari hörmung, bera fyrrverandi sjávarútvegsráðherrar. Í 40 ár hefur þeim ekki dottið í hug að hugleiða þá staðreynd að ráðgjöf Hafró hefur ekki skilað neinum árangri, þvert á móti. Grundvallarspurningin aldrei lögð fram. “ Þjóðarbúið hefur ekki efni á loðnubresti“, sagði bæjarstjóri Vestmannaeyja. Loðna er undirstöðufæða þorsks og annarra botnfiska, óumdeilanlegt. Talið er að allt að 40% af fæðu botnfiska sé loðna. Samt er ákveðið að ræna þessa verðmætu nytjastofna fæðu sinni, en á sama tíma á að byggja þá upp. Loðnubrestur er nú og hefur verið viðloðandi. Meira segja hjálp gervigreindar, dugir ekki til að finna nægt magn. Hver eru áhrif loðnuveiða á botnfiskstofna? „ Ef ekki er farið varlega í loðnuveiðar, getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þorskstofninn og aðrar fiskitegundir sem eiga mikið undir loðnu sem fæðu.” (ChatGPT) Samfleytt í yfir 30 ár áður en loðnuveiðar voru hafnar, var þorskveiðin 400-550 þús tonn. Nú samfleytt í 40 ár hefur veiðin verið um 50% af því magni. Erlendis er veiði smáfisktegunda eins og loðnu og sardínu í fiskeldisfóður, talin mikið vandamál. Vísindamenn óttast afleiðingarnar fyrir aðra fiskistofna. Fiskeldisfyrirtæki eru því farin að leyta í aðra próteingjafa, t.d. úr plöntu- og skordýraríkinu til fóðurframleiðslu og draga úr veiðum á smáfisktegundum. Hafró segist árlega “skilja eftir” 400 þús tonn árlega, til að viðhalda stofninum og fæða botnfiskistofna. Vísindi sem aðeins Hafró getur útskýrt. Við Nýfundaland er allt gert til að efla loðnustofninn, vegna mikilvægi hennar í vistkerfi sjávar. Hér er ein af mörgum greinum um það málefni: https://oceana.ca/en/reports/capelin-in-crisis/ Þar segir m.a: “More capelin in the water means more capelin in the mouths of northern cod…” Fiskeldisfyrirtæki geta sparað milljarða. Samkvæmt kenning Hafró, hefur það engin áhrif á stærð botnfiskstofna þó þeir séu sviptir um allt að 40% af fæðu sinni(loðnuna) Ekkert tillit er tekið til þess að t.d. þorskurinn er ránfiskur, og ef ekkert annað er í boði; étur þorskur smáþorsk. Það er því borðleggjandi; að fiskeldisfyritækjum ætti að vera óhætt að minnka fóðrun hjá sér um 30-40%, án þess að það hafi áhrif á afkomu eldisfisksins. Þannig ættu fyrirtækin að geta sparað milljarða í fóðurkostnað. Hafró kvittar undir á slíkt. Valkyrjurnar bugta sig og beygja fyrir kvótakóngum. Stjórn breytinga og verka. Valkyrjurnar hneigðu sig strax fyrir kvótakóngunum. Við hróflum ekki við kvótakerfinu. Ný ríkisstjórn, breytinga og verka, sýndi undirgefni sýna strax. Sagan lýgur ekki. Ráðgjöf Hafró hefur verið ein allsherjar hörmungarsaga. Því ekki af háum stalli að falla, að setja sig á sama stall og Hafró. Ríkisstjórnin hefur lofað að rétta við hlut krókaveiðiútgerða. Hún veit bara enn ekki hvernig. Tilflutningur á kvóta er ekki lausnin. Ný stjórn, nýtt kerfi fyrir smábáta. Nú er lag að rétta hlut landsbyggðarinnar, sjávarplássanna. Nýting auðlindarinnar er samfélagsmál. Ríkisstjórnin getur í orði og verki verið stjórn breytinga. Sjálfstæðismenn og framsókn komu kvótakerfinu á, nú geta Valkyrjurnar komið með sitt kerfi. Hætta að hræra í kvótakerfinu og setja krókaveiðiútgerðina í annað kerfi. Kerfi sem væri alfarið ótengt núverandi kvótakerfi, enda eiga smábátar enga samleið með stærri bátum og togurum. Krókaveiðar/handfæraveiðar eru í eðli sínu allt annar veiðiskapur en t.d. togveiðar og netaveiðar. Gefa þyrfti út sér aflamark fyrir smábátana, sem yrði hrein viðbót við aflamarkið í núverandi kerfi. Sú viðbót rúmast vel innan skekkjumarka ráðgjafar Hafró. Það er löngu tímabært að fara í saumana á aðferðarfræði Hafró, fá til þess óháða aðila erlendis frá, rétt eins og Færeyingar gerðu. Það er sjávarútvegsráðherra sem hefur völdin, ekki kvótakóngar, og enn síður sérfræðingar Hafró í ljósi 40 ára hörmungarsögu. Höfundur er útgerðartæknir, fyrrverandi sjómaður og framleiðslustjóri.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun