Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2025 19:07 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi minnisblað um að stöðva tímabundið allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum. Minnisblaðið var gefið út fyrir minna en tveimur sólarhringum og leiddi til mikillar óreiðu og óvissu í Bandaríkjunum. Þegar minnisblaðið var sent út á mánudagskvöldið, af fjármálaskrifstofu Hvíta hússins (OBM), stóðu forsvarsmenn margskonar verkefna, samtaka og stofnana sem reiða sig á stuðning frá ríkinu frammi fyrir því að eiga ekki peninga. Minnisblað þetta byggði á forsetatilskipun Trumps sem segir til um allsherjar endurskoðun á styrkjum alríkisins. Minnisblaðið truflaði einnig starfsemi Medicaid-kerfisins, sem milljónir Bandaríkjamanna reiða á fyrir sjúkratryggingar. Í frétt AP fréttaveitunnar segir einnig að starfsmenn Hvíta hússins hafi lent í miklum vandræðum með að útskýra skipunina og umfang hennar. Óreiðan leiddi til þess að ákveðið var að taka hana til baka. Kenna fjölmiðlum og dómara um Í tilkynningu frá Karoline Leavitt, talskonu Trumps, sem New York Times vitnar í, segir að forsetatilskipun Trumps, sem minnisblaðið byggði á, sé enn í gildi. Leavitt kennir fjölmiðlum og dómaranum sem frestaði gildistöku stöðvunarinnar um óreiðuna sem skipunin olli. Þess vegna hafi verið ákveðið að draga skipunina til baka. Hún sendi síðan í kjölfarið út tíst þar sem hún ítrekaði að forsetastilskipunin væri enn í gildi. Það væri einungis minnisblað OMB sem hefði verið dregin til baka. This is NOT a rescission of the federal funding freeze. It is simply a rescission of the OMB memo.Why? To end any confusion created by the court's injunction.The President's EO's on federal funding remain in full force and effect, and will be rigorously implemented.— Karoline Leavitt (@PressSec) January 29, 2025 Enn ríkir talsverð óvissa vestanhafs um hvað þetta þýðir fyrir áðurnefnd verkefni, samtök og aðra styrkþega. Þingið á að stýra ríkissjóði Þá var einnig óljóst hvort skipun Trumps var yfir höfuð lögleg, þar sem um er að ræða peninga sem þingið hefur þegar samþykkt að eyða. Eins og áður hefur komið fram frestaði dómari gildistöku stöðvunarinnar í gær. Annar dómari setti svo einnig lögbann á tilskipun Trumps í kvöld. Saksóknarar nokkurra ríkja sem höfðuðu mál vegna hennar héldu því fram að tíst Leavitt sýndi að tilskipunin var enn virk og var það eftir að dómarinn sagðist vera að íhuga að fella tímabundinn fyrri úrskurð sinn í gildi. Hann vísaði svo til tísts talskonunnar og sagði að það að fella minnisblaðið úr gildi hefði lítil áhrif á tilskipunina sjálfa og beitti því lögbanni á hana. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna á þingið að stýra ríkissjóði. Þegar þingið samþykkir að eyða peningum er það Hvíta húsið sem á að deila þeim út til ríkja, stofnana og samtaka víðsvegar um Bandaríkin. Það hefur gerst í gegnum árin að forsetar hafa neitað að fylgja eftir fjárútlátum sem þingið hefur samþykkt en eftir miklar deilur milli þings og Richard Nixon á árum áður voru samin sérstök lög. Hann hafði þá reynt að koma í veg fyrir úthlutun margra milljarða dala í ýmis samfélagsverkefni. Samkvæmt þeim lögum á Hvíta húsið að útskýra fyrir þinginu af hverju það eru tafir á úthlutun peninga og þingið þarf að veita töfum til lengri tíma samþykki. AP segir útlit fyrir að áðurnefnd skipun Trumps hefði farið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna, eins og deilurnar í forsetatíð Nixons gerðu. Þá voru allir dómarar sammála um að forsetinn hefð mætti ekki stöðva úthlutun peninga sem þingið hafði samþykkt. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga. 29. janúar 2025 08:12 Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Stjórnvöld vestanhafs hafa boðið um það bil tveimur milljónum alríkisstarfsmanna átta mánaða biðlaun ef þeir segja upp störfum fyrir 6. febrúar næstkomandi. 29. janúar 2025 06:45 Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni. 28. janúar 2025 22:35 Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Bandaríski tæknirisinn Google hyggst breyta nafninu á Mexíkóflóa í Ameríkuflóa hjá bandarískum notendum. Þannig mun nýja nafnið, Ameríkuflói (e. Gulf of America), birtast bandarískum notendum á Google Maps. 28. janúar 2025 07:43 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Þegar minnisblaðið var sent út á mánudagskvöldið, af fjármálaskrifstofu Hvíta hússins (OBM), stóðu forsvarsmenn margskonar verkefna, samtaka og stofnana sem reiða sig á stuðning frá ríkinu frammi fyrir því að eiga ekki peninga. Minnisblað þetta byggði á forsetatilskipun Trumps sem segir til um allsherjar endurskoðun á styrkjum alríkisins. Minnisblaðið truflaði einnig starfsemi Medicaid-kerfisins, sem milljónir Bandaríkjamanna reiða á fyrir sjúkratryggingar. Í frétt AP fréttaveitunnar segir einnig að starfsmenn Hvíta hússins hafi lent í miklum vandræðum með að útskýra skipunina og umfang hennar. Óreiðan leiddi til þess að ákveðið var að taka hana til baka. Kenna fjölmiðlum og dómara um Í tilkynningu frá Karoline Leavitt, talskonu Trumps, sem New York Times vitnar í, segir að forsetatilskipun Trumps, sem minnisblaðið byggði á, sé enn í gildi. Leavitt kennir fjölmiðlum og dómaranum sem frestaði gildistöku stöðvunarinnar um óreiðuna sem skipunin olli. Þess vegna hafi verið ákveðið að draga skipunina til baka. Hún sendi síðan í kjölfarið út tíst þar sem hún ítrekaði að forsetastilskipunin væri enn í gildi. Það væri einungis minnisblað OMB sem hefði verið dregin til baka. This is NOT a rescission of the federal funding freeze. It is simply a rescission of the OMB memo.Why? To end any confusion created by the court's injunction.The President's EO's on federal funding remain in full force and effect, and will be rigorously implemented.— Karoline Leavitt (@PressSec) January 29, 2025 Enn ríkir talsverð óvissa vestanhafs um hvað þetta þýðir fyrir áðurnefnd verkefni, samtök og aðra styrkþega. Þingið á að stýra ríkissjóði Þá var einnig óljóst hvort skipun Trumps var yfir höfuð lögleg, þar sem um er að ræða peninga sem þingið hefur þegar samþykkt að eyða. Eins og áður hefur komið fram frestaði dómari gildistöku stöðvunarinnar í gær. Annar dómari setti svo einnig lögbann á tilskipun Trumps í kvöld. Saksóknarar nokkurra ríkja sem höfðuðu mál vegna hennar héldu því fram að tíst Leavitt sýndi að tilskipunin var enn virk og var það eftir að dómarinn sagðist vera að íhuga að fella tímabundinn fyrri úrskurð sinn í gildi. Hann vísaði svo til tísts talskonunnar og sagði að það að fella minnisblaðið úr gildi hefði lítil áhrif á tilskipunina sjálfa og beitti því lögbanni á hana. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna á þingið að stýra ríkissjóði. Þegar þingið samþykkir að eyða peningum er það Hvíta húsið sem á að deila þeim út til ríkja, stofnana og samtaka víðsvegar um Bandaríkin. Það hefur gerst í gegnum árin að forsetar hafa neitað að fylgja eftir fjárútlátum sem þingið hefur samþykkt en eftir miklar deilur milli þings og Richard Nixon á árum áður voru samin sérstök lög. Hann hafði þá reynt að koma í veg fyrir úthlutun margra milljarða dala í ýmis samfélagsverkefni. Samkvæmt þeim lögum á Hvíta húsið að útskýra fyrir þinginu af hverju það eru tafir á úthlutun peninga og þingið þarf að veita töfum til lengri tíma samþykki. AP segir útlit fyrir að áðurnefnd skipun Trumps hefði farið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna, eins og deilurnar í forsetatíð Nixons gerðu. Þá voru allir dómarar sammála um að forsetinn hefð mætti ekki stöðva úthlutun peninga sem þingið hafði samþykkt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga. 29. janúar 2025 08:12 Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Stjórnvöld vestanhafs hafa boðið um það bil tveimur milljónum alríkisstarfsmanna átta mánaða biðlaun ef þeir segja upp störfum fyrir 6. febrúar næstkomandi. 29. janúar 2025 06:45 Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni. 28. janúar 2025 22:35 Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Bandaríski tæknirisinn Google hyggst breyta nafninu á Mexíkóflóa í Ameríkuflóa hjá bandarískum notendum. Þannig mun nýja nafnið, Ameríkuflói (e. Gulf of America), birtast bandarískum notendum á Google Maps. 28. janúar 2025 07:43 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga. 29. janúar 2025 08:12
Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Stjórnvöld vestanhafs hafa boðið um það bil tveimur milljónum alríkisstarfsmanna átta mánaða biðlaun ef þeir segja upp störfum fyrir 6. febrúar næstkomandi. 29. janúar 2025 06:45
Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni. 28. janúar 2025 22:35
Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Bandaríski tæknirisinn Google hyggst breyta nafninu á Mexíkóflóa í Ameríkuflóa hjá bandarískum notendum. Þannig mun nýja nafnið, Ameríkuflói (e. Gulf of America), birtast bandarískum notendum á Google Maps. 28. janúar 2025 07:43