Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga Jón Þór Stefánsson skrifar 29. janúar 2025 15:41 Konan sagðist hafa sent tölvupóstinn í mikilli geðshræringu. Myndin er úr safni. Getty Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli konu sem árið 2020 deildi nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og annarri konu. Hún var dæmd í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness sýknað konuna. Konan var ákærð fyrir lostugt athæfi, sem var útskýrt með eftirfarandi hætti í dómi Landsréttar: „Með „lostugu athæfi“ í skilningi ákvæðisins er átt við athöfn sem er af kynferðislegum toga og sem stjórnast af kynhneigð manna, en gengur skemmra en samræði og önnur kynferðismök.“ Dómurinn féll í Hæstarétti í dag.Vísir/Vilhelm Konan játaði að hafa aflað sér myndanna og sent þær, en héraðsdómur féllst ekki á að um lostugt athæfi væri að ræða. Málsvörn konunnar gekk út á það að verknaður hennar hafi ekki verið af kynferðislegum toga, heldur hafi reiði hennar verið eini aflvakinn. Landsréttur var á öðru á máli og vildi meina að háttsemi hennar hafi verið lostug. Í dómi Landsréttar sagði að hvaða hvatir liggja að baki háttseminni, líkt og mikil reiði, breyti ekki eðli eða saknæmi verknaðarins. Í dómi Hæstaréttar var komist að því að myndasendingarnar hafi verið að kynferðislegum toga. Þá komst dómurinn að sömu niðurstöðu og Landsréttur um sakfellingu og ákvörðun refsingar. Valdi níu blaðsíður af hundrað Málið varðar tölvupóst sem var sendur í ágústmánuði 2020 og bar yfirskriftina „Þú ert viðbjóður“. Konan sendi hann á þáverandi eiginmann sinn og tvær konur, en ekki liggur fyrir hvernig þær tvær tengjast málinu. Í póstinum deildi hún nektarmyndum. Annars vegar mynd af getnaðarlimi mannsins og hins vegar tveimur myndum sem sýndu brjóst annarrar konu. Konan komst yfir myndirnar með því að fara í tölvu sem maðurinn hafði umráð yfir á sameiginlegum vinnustað þeirra. Hún fór yfir einkasamskipti mannsins og annarrar konu á Messenger, og sagði að henni hefði blöskrað þegar hún sá að þar ræddu þau um syni þeirra hjóna. Konan prentaði um hundrað blaðsíður af samskiptum mannsins og hinnar konunnar. Og sendi síðan umræddan póst sem innihélt níu blaðsíður sem sýndu samskipti þeirra, en þar á meðal voru áðurnefndar nektarmyndir. Ákvörðunin af kynferðislegum toga Í dómi Hæstaréttar segir að á þessum níu blaðsíðum hafi verið samskipti milli mannsins og konunnar sem höfðu enga tengingu við persónu eiginkonunnar eða syni þeirra fyrrverandi hjóna. Hæstiréttur segir að þó að fallist sé á með eiginkonunni að gjörðir hennar hafi stjórnast af reiði og geðshræringu vegna þess hvernig maðurinn ræddi um syni þeirra við konuna, verði að líta til þess að hún valdi sérstaklega þessar níu blaðsíður af hundrað til að senda í tölvupósti. Vegna þess að pósturinn sem eiginkonan sendi innihélt engar tilvísanir til hennar sjálfrar eða sonanna er það niðurstaða Hæstaréttar að ástæðurnar sem konan bar fyrir sig skýri ekki ákvörðun hennar. Því þykir Hæstarétti einsýnt að ákvörðunin hafi verið að kynferðislegum toga. Hæstiréttur komst því að þeirri niðurstöðu að háttsemi eiginkonunnar hafi verið „lostug“. Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness sýknað konuna. Konan var ákærð fyrir lostugt athæfi, sem var útskýrt með eftirfarandi hætti í dómi Landsréttar: „Með „lostugu athæfi“ í skilningi ákvæðisins er átt við athöfn sem er af kynferðislegum toga og sem stjórnast af kynhneigð manna, en gengur skemmra en samræði og önnur kynferðismök.“ Dómurinn féll í Hæstarétti í dag.Vísir/Vilhelm Konan játaði að hafa aflað sér myndanna og sent þær, en héraðsdómur féllst ekki á að um lostugt athæfi væri að ræða. Málsvörn konunnar gekk út á það að verknaður hennar hafi ekki verið af kynferðislegum toga, heldur hafi reiði hennar verið eini aflvakinn. Landsréttur var á öðru á máli og vildi meina að háttsemi hennar hafi verið lostug. Í dómi Landsréttar sagði að hvaða hvatir liggja að baki háttseminni, líkt og mikil reiði, breyti ekki eðli eða saknæmi verknaðarins. Í dómi Hæstaréttar var komist að því að myndasendingarnar hafi verið að kynferðislegum toga. Þá komst dómurinn að sömu niðurstöðu og Landsréttur um sakfellingu og ákvörðun refsingar. Valdi níu blaðsíður af hundrað Málið varðar tölvupóst sem var sendur í ágústmánuði 2020 og bar yfirskriftina „Þú ert viðbjóður“. Konan sendi hann á þáverandi eiginmann sinn og tvær konur, en ekki liggur fyrir hvernig þær tvær tengjast málinu. Í póstinum deildi hún nektarmyndum. Annars vegar mynd af getnaðarlimi mannsins og hins vegar tveimur myndum sem sýndu brjóst annarrar konu. Konan komst yfir myndirnar með því að fara í tölvu sem maðurinn hafði umráð yfir á sameiginlegum vinnustað þeirra. Hún fór yfir einkasamskipti mannsins og annarrar konu á Messenger, og sagði að henni hefði blöskrað þegar hún sá að þar ræddu þau um syni þeirra hjóna. Konan prentaði um hundrað blaðsíður af samskiptum mannsins og hinnar konunnar. Og sendi síðan umræddan póst sem innihélt níu blaðsíður sem sýndu samskipti þeirra, en þar á meðal voru áðurnefndar nektarmyndir. Ákvörðunin af kynferðislegum toga Í dómi Hæstaréttar segir að á þessum níu blaðsíðum hafi verið samskipti milli mannsins og konunnar sem höfðu enga tengingu við persónu eiginkonunnar eða syni þeirra fyrrverandi hjóna. Hæstiréttur segir að þó að fallist sé á með eiginkonunni að gjörðir hennar hafi stjórnast af reiði og geðshræringu vegna þess hvernig maðurinn ræddi um syni þeirra við konuna, verði að líta til þess að hún valdi sérstaklega þessar níu blaðsíður af hundrað til að senda í tölvupósti. Vegna þess að pósturinn sem eiginkonan sendi innihélt engar tilvísanir til hennar sjálfrar eða sonanna er það niðurstaða Hæstaréttar að ástæðurnar sem konan bar fyrir sig skýri ekki ákvörðun hennar. Því þykir Hæstarétti einsýnt að ákvörðunin hafi verið að kynferðislegum toga. Hæstiréttur komst því að þeirri niðurstöðu að háttsemi eiginkonunnar hafi verið „lostug“.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira