Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar 29. janúar 2025 11:00 Að fylgjast með þeim öldum sem hafa risið upp sem holskeflur gegn Fólki Flokksins og sér í lagi Ingu Sæland er með ólíkindum. Það er allt tínt til, verið að skerða og skaða hennar ímynd sem ráðherra af fullum krafti af hálfu stjórnarandstöðunnar og ákveðinna fréttamiðla. Ég hef eins og flestir aðrir fylgst með skómáli Ingu Sæland. Miklu alvarlegri mál hafa komið upp hjá ákveðnum stjórmálaflokkum í síðustu ríkisstjórn og þeim sem í henni voru en hafa oftar en ekki verið þögguð niður og líftíminn á fréttamiðlum verið afar stuttur. Nú hefur Inga Sæland beðist afsökunar á hvatvísi sinni í skómálinu og vonandi er það mál þar með dautt. Hún sýndi auðmýkt og er stærri manneskja fyrir það. Það gera allir mistök, líka ráðherrar, forsetar og aðrir ráðamenn. Það er enginn einasta manneskja fullkominn á þessari jörð. Það vitum við öll. Það virðist vera að fólk í ákveðnum stjórnmálaflokki og fylgjendur hans, þoli ekki að Inga Sæland hafi komist í ríkisstjórn. Hún er greinilega ógn við þann flokk og það lítur út fyrir að nú eigi að refsa henni með öllum ráðum og dáðum og reyna að bola henni í burtu með því að grafa undan henni. Það segir ýmislegt um það fólk að mínu mati. Ég er spennt og hlakka til að fylgjast með nýju ríkisstjórninni þegar þingið fer af stað.Mig furðar bara á því hve margir lýsa því óspart yfir að nú þegar sé búið að svíkja hin og þessi loforð. Við skulum bara anda djúpt og leyfa hlutunum að gerast. Þetta er rétt að byrja. Mín trú er, að hin nýja ríkisstjórn eigi eftir að koma okkur skemmtilega á óvart. Höfundur starfar við þýðingar og textaritun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Að fylgjast með þeim öldum sem hafa risið upp sem holskeflur gegn Fólki Flokksins og sér í lagi Ingu Sæland er með ólíkindum. Það er allt tínt til, verið að skerða og skaða hennar ímynd sem ráðherra af fullum krafti af hálfu stjórnarandstöðunnar og ákveðinna fréttamiðla. Ég hef eins og flestir aðrir fylgst með skómáli Ingu Sæland. Miklu alvarlegri mál hafa komið upp hjá ákveðnum stjórmálaflokkum í síðustu ríkisstjórn og þeim sem í henni voru en hafa oftar en ekki verið þögguð niður og líftíminn á fréttamiðlum verið afar stuttur. Nú hefur Inga Sæland beðist afsökunar á hvatvísi sinni í skómálinu og vonandi er það mál þar með dautt. Hún sýndi auðmýkt og er stærri manneskja fyrir það. Það gera allir mistök, líka ráðherrar, forsetar og aðrir ráðamenn. Það er enginn einasta manneskja fullkominn á þessari jörð. Það vitum við öll. Það virðist vera að fólk í ákveðnum stjórnmálaflokki og fylgjendur hans, þoli ekki að Inga Sæland hafi komist í ríkisstjórn. Hún er greinilega ógn við þann flokk og það lítur út fyrir að nú eigi að refsa henni með öllum ráðum og dáðum og reyna að bola henni í burtu með því að grafa undan henni. Það segir ýmislegt um það fólk að mínu mati. Ég er spennt og hlakka til að fylgjast með nýju ríkisstjórninni þegar þingið fer af stað.Mig furðar bara á því hve margir lýsa því óspart yfir að nú þegar sé búið að svíkja hin og þessi loforð. Við skulum bara anda djúpt og leyfa hlutunum að gerast. Þetta er rétt að byrja. Mín trú er, að hin nýja ríkisstjórn eigi eftir að koma okkur skemmtilega á óvart. Höfundur starfar við þýðingar og textaritun.
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar