Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. janúar 2025 09:08 Það virðast litlar líkur á því að Pútín og Selenskí mætist við samningaborðið. Getty Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist útiloka að koma sjálfur að viðræðum við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta, sem hann segir „ólögmætan“. Pútín sagði í viðtali við Rossiya 1 í gær að ef Selenskí vildi eiga aðkomu að viðræðum um vopnahlé í Úkraínu myndi hann, Pútín, gera út menn til að ræða við hann. Selenskí gæti hins vegar ekki undirritað neitt samkomulag, enda væri hann ekki lögmætur leiðtogi Úkraínu. Rússlandsforseti og aðrir andstæðingar Selenskí hafa haldið því fram að í raun og veru sé hann ekki lengur forseti Úkraínu, þar sem kjörtímabil hans rann út 20. maí síðastliðinn. Efna hefði átt til kosninga 31. mars 2024. Flestir stjórnarskrársérfræðingar eru ósammála en deilan snýst um það hvort stjórnarskráin heimili framlengingu kjörtímabilsins þegar herlög ríkja í landinu og kosningar eru bannaðar. Pútín hefur sagst reiðubúinn til að ganga til viðræðna við Donald Trump Bandaríkjaforseta um leiðir til að binda enda á átökin í Úkraínu en Úkraínumenn hafa ítrekað að engar slíkar viðræður geti átt sér stað án aðkomu þeirra. Selenskí sagði í gær að ummæli Pútín væru enn ein staðfesting þess að hann væri hræddur við viðræður, hræddur við sterka leiðtoga, og tilbúinn til að gera allt til að draga átökin á langinn. Pútín hefur sagt að ef Vesturlönd hætta stuðningi við Úkraínumenn myndi stríðinu ljúka á tveimur mánuðum en leiða má líkur að því að sú niðurstaða yrði Úkraínu langt í frá hagfelld. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Sjá meira
Pútín sagði í viðtali við Rossiya 1 í gær að ef Selenskí vildi eiga aðkomu að viðræðum um vopnahlé í Úkraínu myndi hann, Pútín, gera út menn til að ræða við hann. Selenskí gæti hins vegar ekki undirritað neitt samkomulag, enda væri hann ekki lögmætur leiðtogi Úkraínu. Rússlandsforseti og aðrir andstæðingar Selenskí hafa haldið því fram að í raun og veru sé hann ekki lengur forseti Úkraínu, þar sem kjörtímabil hans rann út 20. maí síðastliðinn. Efna hefði átt til kosninga 31. mars 2024. Flestir stjórnarskrársérfræðingar eru ósammála en deilan snýst um það hvort stjórnarskráin heimili framlengingu kjörtímabilsins þegar herlög ríkja í landinu og kosningar eru bannaðar. Pútín hefur sagst reiðubúinn til að ganga til viðræðna við Donald Trump Bandaríkjaforseta um leiðir til að binda enda á átökin í Úkraínu en Úkraínumenn hafa ítrekað að engar slíkar viðræður geti átt sér stað án aðkomu þeirra. Selenskí sagði í gær að ummæli Pútín væru enn ein staðfesting þess að hann væri hræddur við viðræður, hræddur við sterka leiðtoga, og tilbúinn til að gera allt til að draga átökin á langinn. Pútín hefur sagt að ef Vesturlönd hætta stuðningi við Úkraínumenn myndi stríðinu ljúka á tveimur mánuðum en leiða má líkur að því að sú niðurstaða yrði Úkraínu langt í frá hagfelld.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Sjá meira