Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar 24. janúar 2025 14:00 Ýmsir aðilar sjá nú ofsjónum yfir frekjunni í kennarastéttinni. Að þær (við erum jú í miklu meiri hluta konur) skuli voga sér! Sumir virðast alls ekki geta skilið um hvað þessi deila snýst. Umræðan á netinu ber vott um slíka vanþekkingu að maður verður alveg orðlaus. Af hverju orði drýpur fyrirlitningin og djúpstætt hatur fólks á kennarastéttinni. Það er jú þjóðaríþrótt Íslendinga að tala niður kennara og skólastarf og nú er veisla! En í tilraun til að setja þessa stöðu í samhengi sem fólk getur hugsanlega skilið skulum við taka dæmi sem er mörgum nærtækt. Fasteignakaup. Gefum okkur að ég (kennarastéttin) búi í 80 fm blokkaríbúð. Þetta er ágæt íbúð, hér er búið að dytta að ýmsu gegnum árin, skipta um parket, setja nýja eldhúsinnréttingu og mála herbergin. Mér hefur oftast liðið vel hérna, þó stundum hafi kyndingin bilað, eða komið upp leki. Mig langar samt alltaf til að kaupa mér einbýlishús. Ég skoða fasteignaauglýsingar og finn hús sem mér líst vel á. Húsið er kannski heldur dýrara en ég hefði viljað en ég vil gjarnan eignast húsið svo ég felst á að greiða uppsett verð. Ég skrifa undir kaupsamning og greiði eiganda hússins (sveitarfélögunum) uppsett verð upp í topp. Við semjum um að ég fái húsið afhent 1. febrúar. En nú er janúarmánuður óðum að klárast og eigandinn sýnir ekkert fararsnið á sér. Hann er ekki einu sinni farinn að pakka! Ég er svolítið farin að ókyrrast svo ég banka upp á hjá honum og spyr, “stendur ekki örugglega til að fái húsið afhent 1. febrúar eins og um var samið?” Í stað þess að fullvissa mig um heiðarleika sinn og lofa að staðið verði við allt saman, bregst eigandinn hinn versti við. Hann sakar mig um frekju og óraunhæfar kröfur. Hver held ég eiginlega að ég sé? Er ég of góð til að búa í blokk? Hvað með alla hina sem búa líka í blokkum? Er mér alveg sama um þau? Það sér það hver heilvita maður að þessi viðbrögð eru óréttlát og algjörlega úr samhengi við “kröfurnar” . Kennarar eru ekki að ætlast til þess að nýr kjarasamningur gefi þeim tugi prósenta í launahækkun. Hér þarf fyrst að standa við gefin loforð, svo er hægt að fara að ræða um nýjan kjarasamning. Samkomulagið um jöfnun launa og lífeyrisréttinda milli markaða var undirritað árið 2016. Það er óumdeilt. Kennarastéttin greiddi sinn hlut, lífeyrisréttindin sín, á rúmu ári. Sveitarfélögin hafa hins vegar ekki staðið við neitt af sínum hluta samkomulagsins og tíminn er að renna út. Við viljum einfaldlega fá húsið okkar afhent á umsömdum tíma. Mér finnst það ekki ósanngjörn krafa. Höfundur er leikskólastjóri og tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Ýmsir aðilar sjá nú ofsjónum yfir frekjunni í kennarastéttinni. Að þær (við erum jú í miklu meiri hluta konur) skuli voga sér! Sumir virðast alls ekki geta skilið um hvað þessi deila snýst. Umræðan á netinu ber vott um slíka vanþekkingu að maður verður alveg orðlaus. Af hverju orði drýpur fyrirlitningin og djúpstætt hatur fólks á kennarastéttinni. Það er jú þjóðaríþrótt Íslendinga að tala niður kennara og skólastarf og nú er veisla! En í tilraun til að setja þessa stöðu í samhengi sem fólk getur hugsanlega skilið skulum við taka dæmi sem er mörgum nærtækt. Fasteignakaup. Gefum okkur að ég (kennarastéttin) búi í 80 fm blokkaríbúð. Þetta er ágæt íbúð, hér er búið að dytta að ýmsu gegnum árin, skipta um parket, setja nýja eldhúsinnréttingu og mála herbergin. Mér hefur oftast liðið vel hérna, þó stundum hafi kyndingin bilað, eða komið upp leki. Mig langar samt alltaf til að kaupa mér einbýlishús. Ég skoða fasteignaauglýsingar og finn hús sem mér líst vel á. Húsið er kannski heldur dýrara en ég hefði viljað en ég vil gjarnan eignast húsið svo ég felst á að greiða uppsett verð. Ég skrifa undir kaupsamning og greiði eiganda hússins (sveitarfélögunum) uppsett verð upp í topp. Við semjum um að ég fái húsið afhent 1. febrúar. En nú er janúarmánuður óðum að klárast og eigandinn sýnir ekkert fararsnið á sér. Hann er ekki einu sinni farinn að pakka! Ég er svolítið farin að ókyrrast svo ég banka upp á hjá honum og spyr, “stendur ekki örugglega til að fái húsið afhent 1. febrúar eins og um var samið?” Í stað þess að fullvissa mig um heiðarleika sinn og lofa að staðið verði við allt saman, bregst eigandinn hinn versti við. Hann sakar mig um frekju og óraunhæfar kröfur. Hver held ég eiginlega að ég sé? Er ég of góð til að búa í blokk? Hvað með alla hina sem búa líka í blokkum? Er mér alveg sama um þau? Það sér það hver heilvita maður að þessi viðbrögð eru óréttlát og algjörlega úr samhengi við “kröfurnar” . Kennarar eru ekki að ætlast til þess að nýr kjarasamningur gefi þeim tugi prósenta í launahækkun. Hér þarf fyrst að standa við gefin loforð, svo er hægt að fara að ræða um nýjan kjarasamning. Samkomulagið um jöfnun launa og lífeyrisréttinda milli markaða var undirritað árið 2016. Það er óumdeilt. Kennarastéttin greiddi sinn hlut, lífeyrisréttindin sín, á rúmu ári. Sveitarfélögin hafa hins vegar ekki staðið við neitt af sínum hluta samkomulagsins og tíminn er að renna út. Við viljum einfaldlega fá húsið okkar afhent á umsömdum tíma. Mér finnst það ekki ósanngjörn krafa. Höfundur er leikskólastjóri og tveggja barna móðir.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun