Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2025 13:57 Snæbjörn Brynjarsson er leikhússtjóri í Tjarnarbíó. Leikhússtjóri Tjarnarbíós segir Sindra Þór Sigríðarson fyrrverandi framkvæmdastjóra leikhússins grunaðan um fjárdrátt yfir þriggja ára tímabil. Til stendur að kæra málið. Vísir greindi frá því í morgun að Sindri Þór væri grunaður um fjárdrátt. Snæbjörn Brynjarssonar, sem tók við sem leikhússtjóri í október, staðfestir þær fréttir í færslu á Facebook. „Um er að ræða langt tímabil, eða allt frá lok árs 2021 þegar Sindri fékk aðgang að sjóðum Tjarnarbíós þar til ég uppgötvaði misfellur í bókhaldi Tjarnarbíós í byrjun árs,“ segir Snæbjörn. „Það var mikið áfall fyrir starfsfólk Tjarnarbíós, stjórn, listafólk og aðra velunnara þegar ég lýsti fyrir þeim mínum grunsemdum. Það fyrsta sem ég gerði var að leita til sérfræðinga til ráðgjafar, enda aldrei verið í álíka stöðu. Ég get nú upplýst að við höfum safnað töluverðu magni af gögnum um málið sem við munum afhenda lögreglu, en bæði ég og stjórn Menningarfélagsins höfum fullan hug á að kæra.“ Hann segist í málinu fyrst og fremst hafa hugsað um hag þeirra fjölmörgu sem starfi í Tjarnarbíó. „Mörg hundruð manns á ári hverju koma í húsið til að skapa. Nánast hver einasta sýning þessa daganna er fyrir fullu húsi. Ég myndi því vitaskuld frekar vilja segja frá uppistandi, söngleikum, dansverkum og áhrifamiklum einleikjum í fjölmiðlum. En því miður er það þannig að þess í stað verð ég leggja fram kæru og fylgja henni eftir eins vel og ég get.“ Hann segist munu reyna að upplýsa alla fjölmiðla sem óski eftir því eins vel og hann geti án þess að spilla rannsóknarhagsmunum í málinu. „Og bið ykkur um að senda góða strauma til þeirra listamanna sem eru í húsinu frá því snemma morguns, langt fram á nótt að vinna að sinni listsköpun.“ Færsla Snæbjörns í heild að neðan. Því miður get ég staðfest þær fréttir um að fyrrum framkvæmdastjóri Tjarnarbíós sé grunaður um fjárdrátt. Um er að ræða langt tímabil, eða allt frá lok árs 2021 þegar Sindri fékk aðgang að sjóðum Tjarnarbíós þar til ég uppgötvaði misfellur í bókhaldi Tjarnarbíós í byrjun árs. Það var mikið áfall fyrir starfsfólk Tjarnarbíós, stjórn, listafólk og aðra velunnara þegar ég lýsti fyrir þeim mínum grunsemdum. Það fyrsta sem ég gerði var að leita til sérfræðinga til ráðgjafar, enda aldrei verið í álíka stöðu. Ég get nú upplýst að við höfum safnað töluverðu magni af gögnum um málið sem við munum afhenda lögreglu, en bæði ég og stjórn Menningarfélagsins höfum fullan hug á að kæra. Í þessu máli hef ég fyrst og fremst verið að hugsa um hag þeirra fjölmörgu sem starfa í Tjarnarbíó. Mörg hundruð manns á ári hverju koma í húsið til að skapa. Nánast hver einasta sýning þessa daganna er fyrir fullu húsi. Ég myndi því vitaskuld frekar vilja segja frá uppistandi, söngleikum, dansverkum og áhrifamiklum einleikjum í fjölmiðlum. En því miður er það þannig að þess í stað verð ég leggja fram kæru og fylgja henni eftir eins vel og ég get. Ég mun reyna að upplýsa alla fjölmiðla sem óska eftir því eins vel og ég get án þess að spilla rannsóknarhagsmunum í málinu. Og bið ykkur um að senda góða strauma til þeirra listamanna sem eru í húsinu frá því snemma morguns, langt fram á nótt að vinna að sinni listsköpun. Leikhús Reykjavík Lögreglumál Efnahagsbrot Fjárdráttur í Tjarnarbíói Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að Sindri Þór væri grunaður um fjárdrátt. Snæbjörn Brynjarssonar, sem tók við sem leikhússtjóri í október, staðfestir þær fréttir í færslu á Facebook. „Um er að ræða langt tímabil, eða allt frá lok árs 2021 þegar Sindri fékk aðgang að sjóðum Tjarnarbíós þar til ég uppgötvaði misfellur í bókhaldi Tjarnarbíós í byrjun árs,“ segir Snæbjörn. „Það var mikið áfall fyrir starfsfólk Tjarnarbíós, stjórn, listafólk og aðra velunnara þegar ég lýsti fyrir þeim mínum grunsemdum. Það fyrsta sem ég gerði var að leita til sérfræðinga til ráðgjafar, enda aldrei verið í álíka stöðu. Ég get nú upplýst að við höfum safnað töluverðu magni af gögnum um málið sem við munum afhenda lögreglu, en bæði ég og stjórn Menningarfélagsins höfum fullan hug á að kæra.“ Hann segist í málinu fyrst og fremst hafa hugsað um hag þeirra fjölmörgu sem starfi í Tjarnarbíó. „Mörg hundruð manns á ári hverju koma í húsið til að skapa. Nánast hver einasta sýning þessa daganna er fyrir fullu húsi. Ég myndi því vitaskuld frekar vilja segja frá uppistandi, söngleikum, dansverkum og áhrifamiklum einleikjum í fjölmiðlum. En því miður er það þannig að þess í stað verð ég leggja fram kæru og fylgja henni eftir eins vel og ég get.“ Hann segist munu reyna að upplýsa alla fjölmiðla sem óski eftir því eins vel og hann geti án þess að spilla rannsóknarhagsmunum í málinu. „Og bið ykkur um að senda góða strauma til þeirra listamanna sem eru í húsinu frá því snemma morguns, langt fram á nótt að vinna að sinni listsköpun.“ Færsla Snæbjörns í heild að neðan. Því miður get ég staðfest þær fréttir um að fyrrum framkvæmdastjóri Tjarnarbíós sé grunaður um fjárdrátt. Um er að ræða langt tímabil, eða allt frá lok árs 2021 þegar Sindri fékk aðgang að sjóðum Tjarnarbíós þar til ég uppgötvaði misfellur í bókhaldi Tjarnarbíós í byrjun árs. Það var mikið áfall fyrir starfsfólk Tjarnarbíós, stjórn, listafólk og aðra velunnara þegar ég lýsti fyrir þeim mínum grunsemdum. Það fyrsta sem ég gerði var að leita til sérfræðinga til ráðgjafar, enda aldrei verið í álíka stöðu. Ég get nú upplýst að við höfum safnað töluverðu magni af gögnum um málið sem við munum afhenda lögreglu, en bæði ég og stjórn Menningarfélagsins höfum fullan hug á að kæra. Í þessu máli hef ég fyrst og fremst verið að hugsa um hag þeirra fjölmörgu sem starfa í Tjarnarbíó. Mörg hundruð manns á ári hverju koma í húsið til að skapa. Nánast hver einasta sýning þessa daganna er fyrir fullu húsi. Ég myndi því vitaskuld frekar vilja segja frá uppistandi, söngleikum, dansverkum og áhrifamiklum einleikjum í fjölmiðlum. En því miður er það þannig að þess í stað verð ég leggja fram kæru og fylgja henni eftir eins vel og ég get. Ég mun reyna að upplýsa alla fjölmiðla sem óska eftir því eins vel og ég get án þess að spilla rannsóknarhagsmunum í málinu. Og bið ykkur um að senda góða strauma til þeirra listamanna sem eru í húsinu frá því snemma morguns, langt fram á nótt að vinna að sinni listsköpun.
Því miður get ég staðfest þær fréttir um að fyrrum framkvæmdastjóri Tjarnarbíós sé grunaður um fjárdrátt. Um er að ræða langt tímabil, eða allt frá lok árs 2021 þegar Sindri fékk aðgang að sjóðum Tjarnarbíós þar til ég uppgötvaði misfellur í bókhaldi Tjarnarbíós í byrjun árs. Það var mikið áfall fyrir starfsfólk Tjarnarbíós, stjórn, listafólk og aðra velunnara þegar ég lýsti fyrir þeim mínum grunsemdum. Það fyrsta sem ég gerði var að leita til sérfræðinga til ráðgjafar, enda aldrei verið í álíka stöðu. Ég get nú upplýst að við höfum safnað töluverðu magni af gögnum um málið sem við munum afhenda lögreglu, en bæði ég og stjórn Menningarfélagsins höfum fullan hug á að kæra. Í þessu máli hef ég fyrst og fremst verið að hugsa um hag þeirra fjölmörgu sem starfa í Tjarnarbíó. Mörg hundruð manns á ári hverju koma í húsið til að skapa. Nánast hver einasta sýning þessa daganna er fyrir fullu húsi. Ég myndi því vitaskuld frekar vilja segja frá uppistandi, söngleikum, dansverkum og áhrifamiklum einleikjum í fjölmiðlum. En því miður er það þannig að þess í stað verð ég leggja fram kæru og fylgja henni eftir eins vel og ég get. Ég mun reyna að upplýsa alla fjölmiðla sem óska eftir því eins vel og ég get án þess að spilla rannsóknarhagsmunum í málinu. Og bið ykkur um að senda góða strauma til þeirra listamanna sem eru í húsinu frá því snemma morguns, langt fram á nótt að vinna að sinni listsköpun.
Leikhús Reykjavík Lögreglumál Efnahagsbrot Fjárdráttur í Tjarnarbíói Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira