Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Jón Þór Stefánsson skrifar 27. janúar 2025 08:46 Samúel Jói, og tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin eru ákærðir fyrir vörslu mikils magns af MDMA. Stöð 2 Lykilsönnunargagn í stórfelldu fíknefnamáli er myndefni úr leynilegri upptöku lögreglu. Þetta myndefni var sýnt í aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Í málinu eru þrír menn ákærðir fyrir vörslu mikils magns MDMA sem er samanlagt talið hljóða upp á 25 þúsund neysluskammta. Um er að ræða 2,9 kíló af MDMA-kristöllum og 1781 MDMA-töflur. Efnin voru geymd í skrifstofuhúsnæði í Bæjarlind, Kópavogi, en lögreglan hafði upplýsingar um efnin, skipti þeim út fyrir gerviefni og kom upp leynilegum upptökubúnaði í og við húsnæðið til að fylgjast með gangi mála. Að kvöldi miðvikudagsins 2. október sáust mennirnir sækja gerviefnin í þessari upptöku lögreglu og voru í kjölfarið handteknir. Einn sakborningurinn, Samúel Jói Björgvinsson, segir efnin hafa verið í sinni vörslu, en hann hafi þó ekki átt þau. Eigandi þeirra væri einstaklingur sem væri ekki ákærður í málinu. Hann sagði fyrir dómi að hann hefði verið í neyslu á þessum tíma og verið hræddur við að geyma þau heima hjá sér og því fengið að geyma þau í húsnæðinu sem hinir sakborningarnir, tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin, hefðu umráð yfir. Elías sagðist hafa vitað af því að Samúel væri að geyma efnin. Jónas sagðist hins vegar ekki hafa haft neina vitneskju um þau fyrr en þeir sóttu þau í húsnæðið, kvöldið sem þeir voru handteknir. Karl Ingi Vilbergsson, aðstoðarhéraðssaksóknari, sagði Samúel margsaga í málinu. Hann hefði breytt framburði sínum hjá lögreglu. Hann væri að reyna að taka sökina alfarið á sig. Karl Ingi fór fram á að tvíburarnir yrðu dæmdir í fjögurra ára fangelsi, en Samúel í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Verjendur mannanna sögðu að ef þeir yrðu dæmdir ætti refsingin að vera talsvert vægari. „Þetta er ekki fyndið sko“ Líkt og áður segir er helsta sönnunargagn málsins myndefni úr þessum leynilegu upptökum lögreglu sem hefur verið klippt saman í eitt myndband sem var sýnt fyrir dómi. Þar sést fyrst, frá sjónarhorni sem virðist vera í nokkrum fjarska, hvernig bíl er keyrt upp að húsnæðinu í Bæjarlind og þremenningarnir ganga út. Þar á eftir sést upptaka innan úr húsinu þar sem þeir þrír fara með fram gangi inn í húsinu og svo inn í herbergi. Inni í herberginu má síðan sjá þriðja sjónarhornið, en þar var myndavél falin ofarlega, líklega í sjálfu loftinu eða uppí hillu, og beindi sjónum sínum niður í herbergið sem var heldur tómlegt, fullt af hvítum hillum sem flestar virtust hafa ekkert að geyma. Þar inni sést annar tvíburinn ná í stól og hinn stígur upp á hann og fer að leita að efnunum, sem voru falin í Bónuspoka í lofti herbergisins. Maðurinn þreifar eftir efnunum, og virðist í fyrstu eiga erfitt með að finna þau. „Þetta er ekki fyndið sko. Guð minn góður,“ heyrist einn þeirra þriggja segja. „Er búið að taka þetta?“ virðist annar hafa spurt. Síðan finnur sá sem er uppi á stólnum pokann og þeir virðast skoða hvað sé í honum. „Ég teipaði þetta eins og hálfviti,“ segir einn sakborninganna, og svo annar: „Teipaðir þú þetta?“ Þá virðist Samúel segja að hann þurfi ekki skoða efnin þarna, heldur geti gert það heima. Síðan sjást mennirnir fara úr húsinu og yfirgefa svæðið akandi, en þeir munu hafa verið handteknir skömmu síðar á sitthvorum bílnum. Spjall sakborninganna mikið til umræðu Mikið var fjallað um þetta spjall sakborninganna í aðalmeðferð málsins, en þess má geta að þeir sögðu meira sín á milli en það sem er greint frá hér. Karl Ingi sagði að spjall mannanna sýndi fram á að Samúel hefði verið að sjá efnin í fyrsta skipti. Ljóst væri af myndefninu að bræðurnir hafi vitað um staðsetningu þess í loftinu. Bræðurnir hafi talað um að teipa efnin, og væru því ekki að skoða þau í fyrsta skipti. Hins vegar virtist Samúel vera að veita þeim viðtöku, þar sem hann ætti að taka þau heim og skoða þau betur þar. Var farið að gruna eitthvað Samúel Jói sagði fyrir dómi að þegar þeir hafi verið þarna að sækja efnin að honum hafi byrjað að gruna að eitthvað væri óvenjulegt. Líkt og áður segir var lögreglan þarna búin að skipta efnunum út fyrir gerviefni, og búin að koma efnunum fyrir. „Mér fannst eitthvað skrýtið við þetta,“ sagði hann og bætti við að hann hafi fengið blek á fingurna við það að garfa í efnunum, sem honum þótti sérstakt. „Þess vegna vildi ég skoða þau, sjá hvort þetta væru sömu efnin.“ Lögreglumaður sem stýrði rannsókn málsins sagði að það mætti vel vera að sakborningarnir hefðu tekið eftir því að gerviefnin væru ólík raunverulegu efnunum, þar sem þau væru ekki alveg eins. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Jónasar, taldi þennan grun Samúels sýna fram á að kenning Karls Inga væri ósennileg. Samúel hafi ætlað að skoða efnin því það væri að renna upp fyrir honum að eitthvað væri gruggugt, en ekki af því að hann væri raunverulegur viðtakandi þeirra frá bræðrunum. Ekki hægt að dæma í fangelsi fyrir það sem bróðirinn gerir Enn eitt sem menn veltu fyrir sér í þinghaldinu var: Hver sagði hvað í þessari upptöku? Leifur Runólfsson, verjandi Elíasar, spurði áðurnefndan lögreglumann hvort þeir hefðu gert raddgreiningu á upptökunni. Lögreglumaðurinn sagðist hafa rætt við sérfræðing í raddgreiningu sem hafi greint honum frá því að greining á upptökunum myndi ekki skila niðurstöðum sem myndu geta sagt til um hver sagði hvað með fullri vissu. Það hafi því verið niðurstaða lögreglu að það myndi ekki svara kostnaði að fara með upptökuna í raddgreiningu. Leifur sagði að þar af leiðandi væri ekki hægt að draga ályktanir um hver væri að segja hvað nema þegar hægt væri að sjá varir hreyfast í takt við talið, sem var alls ekki tilfellið alltaf. Sveinn Andri tók í sama streng og sagði lögregluna ekki hafa gert neitt til að sýna fram á hver segði hvað. „Þeir eru vissulega eineggja tvíburar, en samt sitthvor einstaklingurinn. Það er ekki hægt að varpa Elíasi í fangelsi fyrir eitthvað sem Jónas gerði og öfugt. Þessar aðstæður geta mögulega gert sönnunarbyrðina erfiðari, en það verður bara að hafa það. Þeir eiga ekki að gjalda fyrir það að vera eineggja tvíburar,“ sagði Sveinn Andri. Gullið slegið af borðinu Í ákæru málsins krafðist ákæruvaldið upptöku á fíkniefnunum sem málið varðar, vopnum sem lögreglan lagði hald á, og líka ýmsum gull- og skartgripum. Í aðalmeðferðinni féll ákæruvaldið frá þeim hluta ákærunnar. Um var að ræða fimm Rolex-armbandsúr, tvö armbönd úr gulli, tvö hálsmen úr gulli, tvær keðjur úr gulli, tvo hringi úr gulli, tvo peninga úr gulli, fjórar stangir úr gulli. Flestir þessir munir fundust á heimili Jónasar. Ákvörðun saksóknara um að falla frá þessu virtist gleðja sakborningana. Fullt af neysluskömmtum og Mike Tyson Sérfræðingur í lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands gaf skýrslu fyrir dómi. Hann sagði að áætla mætti að úr þeim tæpu þremur kílóum af MDMA-kristölum sem lagt var hald á væri hægt að framleiða um 23 þúsund MDMA-töflur. Þá væri einnig hægt að neyta kristallanna án þess að þeim yrði komið í töfluform. Karl Ingi sagði að því að ef maður myndi leggja saman kristallana og þær tæplega 1800 töflur sem lagt var hald á væri um að ræða um það bil 25 þúsund neysluskammta. Mike Tyson var einn besti hnefaleikakappi heims á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Hans bar óvænt á góma í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku.EPA Jón Egilsson, lögmaður Samúels Jóa, benti á fyrir dómi að viðhorf til ýmissa fíkniefna væru sífellt að breytast. MDMA væri ekki endilega eins hættulegt og áður var talið, og nú væru sumir geðlæknar erlendis farnir að skrifa upp á það í meðferðarskyni, til að mynda við áfallastreituröskun. Í þessum vangaveltum sínum minntist Jón óvænt á Mike Tyson, fyrrverandi hnefaleikakappa. „Mike Tyson boxari framleiðir kannabis og græðir nú meira en nokkru sinni áður. Hver veit nema að hann fari að framleiða MDMA?“ Dómsmál Fíkniefnabrot Kópavogur Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Um er að ræða 2,9 kíló af MDMA-kristöllum og 1781 MDMA-töflur. Efnin voru geymd í skrifstofuhúsnæði í Bæjarlind, Kópavogi, en lögreglan hafði upplýsingar um efnin, skipti þeim út fyrir gerviefni og kom upp leynilegum upptökubúnaði í og við húsnæðið til að fylgjast með gangi mála. Að kvöldi miðvikudagsins 2. október sáust mennirnir sækja gerviefnin í þessari upptöku lögreglu og voru í kjölfarið handteknir. Einn sakborningurinn, Samúel Jói Björgvinsson, segir efnin hafa verið í sinni vörslu, en hann hafi þó ekki átt þau. Eigandi þeirra væri einstaklingur sem væri ekki ákærður í málinu. Hann sagði fyrir dómi að hann hefði verið í neyslu á þessum tíma og verið hræddur við að geyma þau heima hjá sér og því fengið að geyma þau í húsnæðinu sem hinir sakborningarnir, tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin, hefðu umráð yfir. Elías sagðist hafa vitað af því að Samúel væri að geyma efnin. Jónas sagðist hins vegar ekki hafa haft neina vitneskju um þau fyrr en þeir sóttu þau í húsnæðið, kvöldið sem þeir voru handteknir. Karl Ingi Vilbergsson, aðstoðarhéraðssaksóknari, sagði Samúel margsaga í málinu. Hann hefði breytt framburði sínum hjá lögreglu. Hann væri að reyna að taka sökina alfarið á sig. Karl Ingi fór fram á að tvíburarnir yrðu dæmdir í fjögurra ára fangelsi, en Samúel í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Verjendur mannanna sögðu að ef þeir yrðu dæmdir ætti refsingin að vera talsvert vægari. „Þetta er ekki fyndið sko“ Líkt og áður segir er helsta sönnunargagn málsins myndefni úr þessum leynilegu upptökum lögreglu sem hefur verið klippt saman í eitt myndband sem var sýnt fyrir dómi. Þar sést fyrst, frá sjónarhorni sem virðist vera í nokkrum fjarska, hvernig bíl er keyrt upp að húsnæðinu í Bæjarlind og þremenningarnir ganga út. Þar á eftir sést upptaka innan úr húsinu þar sem þeir þrír fara með fram gangi inn í húsinu og svo inn í herbergi. Inni í herberginu má síðan sjá þriðja sjónarhornið, en þar var myndavél falin ofarlega, líklega í sjálfu loftinu eða uppí hillu, og beindi sjónum sínum niður í herbergið sem var heldur tómlegt, fullt af hvítum hillum sem flestar virtust hafa ekkert að geyma. Þar inni sést annar tvíburinn ná í stól og hinn stígur upp á hann og fer að leita að efnunum, sem voru falin í Bónuspoka í lofti herbergisins. Maðurinn þreifar eftir efnunum, og virðist í fyrstu eiga erfitt með að finna þau. „Þetta er ekki fyndið sko. Guð minn góður,“ heyrist einn þeirra þriggja segja. „Er búið að taka þetta?“ virðist annar hafa spurt. Síðan finnur sá sem er uppi á stólnum pokann og þeir virðast skoða hvað sé í honum. „Ég teipaði þetta eins og hálfviti,“ segir einn sakborninganna, og svo annar: „Teipaðir þú þetta?“ Þá virðist Samúel segja að hann þurfi ekki skoða efnin þarna, heldur geti gert það heima. Síðan sjást mennirnir fara úr húsinu og yfirgefa svæðið akandi, en þeir munu hafa verið handteknir skömmu síðar á sitthvorum bílnum. Spjall sakborninganna mikið til umræðu Mikið var fjallað um þetta spjall sakborninganna í aðalmeðferð málsins, en þess má geta að þeir sögðu meira sín á milli en það sem er greint frá hér. Karl Ingi sagði að spjall mannanna sýndi fram á að Samúel hefði verið að sjá efnin í fyrsta skipti. Ljóst væri af myndefninu að bræðurnir hafi vitað um staðsetningu þess í loftinu. Bræðurnir hafi talað um að teipa efnin, og væru því ekki að skoða þau í fyrsta skipti. Hins vegar virtist Samúel vera að veita þeim viðtöku, þar sem hann ætti að taka þau heim og skoða þau betur þar. Var farið að gruna eitthvað Samúel Jói sagði fyrir dómi að þegar þeir hafi verið þarna að sækja efnin að honum hafi byrjað að gruna að eitthvað væri óvenjulegt. Líkt og áður segir var lögreglan þarna búin að skipta efnunum út fyrir gerviefni, og búin að koma efnunum fyrir. „Mér fannst eitthvað skrýtið við þetta,“ sagði hann og bætti við að hann hafi fengið blek á fingurna við það að garfa í efnunum, sem honum þótti sérstakt. „Þess vegna vildi ég skoða þau, sjá hvort þetta væru sömu efnin.“ Lögreglumaður sem stýrði rannsókn málsins sagði að það mætti vel vera að sakborningarnir hefðu tekið eftir því að gerviefnin væru ólík raunverulegu efnunum, þar sem þau væru ekki alveg eins. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Jónasar, taldi þennan grun Samúels sýna fram á að kenning Karls Inga væri ósennileg. Samúel hafi ætlað að skoða efnin því það væri að renna upp fyrir honum að eitthvað væri gruggugt, en ekki af því að hann væri raunverulegur viðtakandi þeirra frá bræðrunum. Ekki hægt að dæma í fangelsi fyrir það sem bróðirinn gerir Enn eitt sem menn veltu fyrir sér í þinghaldinu var: Hver sagði hvað í þessari upptöku? Leifur Runólfsson, verjandi Elíasar, spurði áðurnefndan lögreglumann hvort þeir hefðu gert raddgreiningu á upptökunni. Lögreglumaðurinn sagðist hafa rætt við sérfræðing í raddgreiningu sem hafi greint honum frá því að greining á upptökunum myndi ekki skila niðurstöðum sem myndu geta sagt til um hver sagði hvað með fullri vissu. Það hafi því verið niðurstaða lögreglu að það myndi ekki svara kostnaði að fara með upptökuna í raddgreiningu. Leifur sagði að þar af leiðandi væri ekki hægt að draga ályktanir um hver væri að segja hvað nema þegar hægt væri að sjá varir hreyfast í takt við talið, sem var alls ekki tilfellið alltaf. Sveinn Andri tók í sama streng og sagði lögregluna ekki hafa gert neitt til að sýna fram á hver segði hvað. „Þeir eru vissulega eineggja tvíburar, en samt sitthvor einstaklingurinn. Það er ekki hægt að varpa Elíasi í fangelsi fyrir eitthvað sem Jónas gerði og öfugt. Þessar aðstæður geta mögulega gert sönnunarbyrðina erfiðari, en það verður bara að hafa það. Þeir eiga ekki að gjalda fyrir það að vera eineggja tvíburar,“ sagði Sveinn Andri. Gullið slegið af borðinu Í ákæru málsins krafðist ákæruvaldið upptöku á fíkniefnunum sem málið varðar, vopnum sem lögreglan lagði hald á, og líka ýmsum gull- og skartgripum. Í aðalmeðferðinni féll ákæruvaldið frá þeim hluta ákærunnar. Um var að ræða fimm Rolex-armbandsúr, tvö armbönd úr gulli, tvö hálsmen úr gulli, tvær keðjur úr gulli, tvo hringi úr gulli, tvo peninga úr gulli, fjórar stangir úr gulli. Flestir þessir munir fundust á heimili Jónasar. Ákvörðun saksóknara um að falla frá þessu virtist gleðja sakborningana. Fullt af neysluskömmtum og Mike Tyson Sérfræðingur í lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands gaf skýrslu fyrir dómi. Hann sagði að áætla mætti að úr þeim tæpu þremur kílóum af MDMA-kristölum sem lagt var hald á væri hægt að framleiða um 23 þúsund MDMA-töflur. Þá væri einnig hægt að neyta kristallanna án þess að þeim yrði komið í töfluform. Karl Ingi sagði að því að ef maður myndi leggja saman kristallana og þær tæplega 1800 töflur sem lagt var hald á væri um að ræða um það bil 25 þúsund neysluskammta. Mike Tyson var einn besti hnefaleikakappi heims á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Hans bar óvænt á góma í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku.EPA Jón Egilsson, lögmaður Samúels Jóa, benti á fyrir dómi að viðhorf til ýmissa fíkniefna væru sífellt að breytast. MDMA væri ekki endilega eins hættulegt og áður var talið, og nú væru sumir geðlæknar erlendis farnir að skrifa upp á það í meðferðarskyni, til að mynda við áfallastreituröskun. Í þessum vangaveltum sínum minntist Jón óvænt á Mike Tyson, fyrrverandi hnefaleikakappa. „Mike Tyson boxari framleiðir kannabis og græðir nú meira en nokkru sinni áður. Hver veit nema að hann fari að framleiða MDMA?“
Dómsmál Fíkniefnabrot Kópavogur Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels