Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar 22. janúar 2025 10:01 Krabbameinsfélagið hvetur heilbrigðisráðherra til að lækka gjald, sem konur í eftirliti vegna aukinnar áhættu á brjóstakrabbameinum þurfa að greiða fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum, til jafns við gjald fyrir brjóstaskimun. Brjóstaskimun sem býðst öllum konum á Íslandi á aldrinum 40 – 74 ára felst í röntgenmyndatöku. Með röntgenmyndatöku af brjóstum er mögulegt að greina brjóstakrabbamein áður en þau valda einkennum. Það eykur batahorfur og getur lækkað dánartíðni af völdum brjóstakrabbameina meðal kvenna sem eru skimaðar reglulega um 40%. Markmiðið er að þátttaka kvenna sé ekki undir 75%. Til að jafna aðgengi kvenna að skimuninni var gjald fyrir hana lækkað úr rúmlega 6.000 krónum niður í 500 krónur í október síðastliðnum. Rannsóknirnar geta bjargað mannslífum. Sami tilgangur – tveir hópar – ólíkt gjald Sams konar myndatökur, gerðar á sama stað, með sömu tækjum og af sama starfsfólki, eru líka nýttar í skipulögðu eftirliti sem býðst konum sem eru í aukinni áhættu fyrir brjóstakrabbameini, til dæmis vegna stökkbreytinga í BRCA-geni. Eftirlitið sem býðst þessum hlutfallslega litla hópi felst meðal annars í röntgenmyndum af brjóstum einu sinni á ári. Konurnar þurfa að greiða um 12.000 krónur fyrir myndatökuna. Það getur sannarlega verið hindrun fyrir þátttöku. Rannsóknin er sú sama hvort sem um er að ræða lýðgrundaða skimun eða eftirlit með konum í aukinni áhættu, röntgenmyndataka af brjóstum. Tilgangurinn er líka sá sami, að greina brjóstakrabbamein snemma, sem getur bjargað mannslífum. Meðal markmiða Krabbameinsfélagsins er að lækka dánartíðni af völdum krabbameina. Að greina krabbamein snemma er einn liður í því. Krabbameinsfélagið tekur undir með Brakkasamtökunum og hvetur heilbrigðisráðherra til að láta tilganginn helga meðalið og jafna gjald beggja hópa fyrir sömu rannsókn. Kostnaður má ekki koma í veg fyrir þátttöku, því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Krabbameinsfélagið hvetur heilbrigðisráðherra til að lækka gjald, sem konur í eftirliti vegna aukinnar áhættu á brjóstakrabbameinum þurfa að greiða fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum, til jafns við gjald fyrir brjóstaskimun. Brjóstaskimun sem býðst öllum konum á Íslandi á aldrinum 40 – 74 ára felst í röntgenmyndatöku. Með röntgenmyndatöku af brjóstum er mögulegt að greina brjóstakrabbamein áður en þau valda einkennum. Það eykur batahorfur og getur lækkað dánartíðni af völdum brjóstakrabbameina meðal kvenna sem eru skimaðar reglulega um 40%. Markmiðið er að þátttaka kvenna sé ekki undir 75%. Til að jafna aðgengi kvenna að skimuninni var gjald fyrir hana lækkað úr rúmlega 6.000 krónum niður í 500 krónur í október síðastliðnum. Rannsóknirnar geta bjargað mannslífum. Sami tilgangur – tveir hópar – ólíkt gjald Sams konar myndatökur, gerðar á sama stað, með sömu tækjum og af sama starfsfólki, eru líka nýttar í skipulögðu eftirliti sem býðst konum sem eru í aukinni áhættu fyrir brjóstakrabbameini, til dæmis vegna stökkbreytinga í BRCA-geni. Eftirlitið sem býðst þessum hlutfallslega litla hópi felst meðal annars í röntgenmyndum af brjóstum einu sinni á ári. Konurnar þurfa að greiða um 12.000 krónur fyrir myndatökuna. Það getur sannarlega verið hindrun fyrir þátttöku. Rannsóknin er sú sama hvort sem um er að ræða lýðgrundaða skimun eða eftirlit með konum í aukinni áhættu, röntgenmyndataka af brjóstum. Tilgangurinn er líka sá sami, að greina brjóstakrabbamein snemma, sem getur bjargað mannslífum. Meðal markmiða Krabbameinsfélagsins er að lækka dánartíðni af völdum krabbameina. Að greina krabbamein snemma er einn liður í því. Krabbameinsfélagið tekur undir með Brakkasamtökunum og hvetur heilbrigðisráðherra til að láta tilganginn helga meðalið og jafna gjald beggja hópa fyrir sömu rannsókn. Kostnaður má ekki koma í veg fyrir þátttöku, því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun