Heitar umræður um lokun flugbrautar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 21. janúar 2025 21:43 Einar Þorsteinsson og Hildur Björnsdóttir Vísir/Egill Aðalsteinsson Vísír/Ívar Fannar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. „Við óttumst að meirihlutinn hafi verið að láta einhverja flugvallapólitík villa sér sýn. Þarna hefur verið í gangi ákveðin störukeppni á milli borgarstjórnar og ISAVIA og Samgöngustofu. Og hún leiðir auðvitað af sér þessa alvarlegu niðurstöður að Samgöngustofa fer fram á lokun annarrar flugbrautarinnar,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Ég hef nú sagt það að það er alveg sama hvar fólk stendur varðandi flugvöllinn, með eða á móti, hann er í Reykjavík, hann er í Vatnsmýri og verður það næstu árin og á meðan þurfum við að tryggja öryggi flugfarþega og finna einhverja góða lausn á Öskjuhlíðinni samhliða,“ segir Hildur. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, segir þá lykilatriði að flugvöllurinn sé opinn og í rekstri ásamt því að sjúkraflug væri tryggt. Hann kannist ekki við neinn seinagang. „Við í Framsókn höfum mjög skýra afstöðu í því máli og það er stefna borgarinnar og tryggja flugvöllinn á meðan hann er í Vatnsmýrinni,“ segir Einar. „Við fengum bréf frá Samgöngustofu eftir að hafa óskað eftir því að fá skýrt erindi frá Samgöngustofu um hvað við eigum að gera, á hvaða lagagrundvelli þetta byggir og hvaða tré eru þarna undir.“ Samgöngustofa hafi óskað eftir aðgerðaráætlun frá Reykjavíkurborg. Að sögn Einars er Samgöngustofa að fallst á sjónarmið borgarstjórarinnar að ekki þurfi að fella öll trén á fimm hektara svæði í Öskjuhlíðinni. „Mér sýnist það vera komast betri mynd á það hvað þau raunverulega telja nauðsynlegt af því að fyrst voru þetta hátt í þrjú þúsund tré, svo voru þau komin niður í fjórtán hundruð og nú erum við að komast betur til botns í þessu. Aðalatriðið er þetta, að það þarf að passa upp á flugvöllinn og við verðum að passa upp á sjúkraflug,“ segir Einar. Hildur var sammála Einari um að tryggja þurfi rekstur flugvallarins og flugöryggi fólksins sem ferðast um loftið. Miðstöð innanlandsflugs sé í Vatnsmýrinni. „Okkur þykir öllum ofsalega vænt um Öskjuhlíðina en ég held að það sé hægt að finna á þessu farsæla lausn og ég held að borgin hafi dramatíserað kröfur ISAVIA með myndrænni framsetningu á málinu sem er ekki alveg sannleikanum samkvæm. Númer eitt, tvö og þrjú er að tryggja öryggi fólksins okkar sem ferðast í lofti en ég trúi því að við getum fundið á því farsæla lausn sem að tryggir samt Öskjuhlíðina sem þetta öfluga útivistarsvæði,“ sagði Hildur. Aðspurður hvort að flugbrautin væri opin benti Einar á ISAVIA. „Það er akkúrat óreiðan í þessu máli og stjórnsýslan hefur kannski ekki verið alveg upp á tíu og það er það sem við verðum að passa upp á,“ segir Einar. Samkvæmt upplýsinga frá ISAVIA innanlandsflugvöllum þá er ferlinu við lokun brautarinnar ekki lokið en ætti því að ljúka í byrjun næstu viku. Að sögn Gunnars Rúnar Ólafssonar, fulltrúa Miðstjórnar íslenskra sjúkrafluga er búið að banna flug á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar þegar myrkur er. Að sögn Einars gæti einhver lögsótt Reykjavíkurborg ef að öll trén í Öskjuhlíð yrðu felld. Borgarstjórnin þurfi því að gæta sín en á sama tíma bregðast hratt við. „Við erum tilbúin til þess, við höfum sagt það ítrekað á fundum með Samgöngustofu og ISAVIA að við séum tilbúin að leita lausna og gera það hratt og örugglega,“ segir Einar. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður stóð að báðar flugbrautir Reykjavíkurflugvallar væru lokaðar í myrkri en það er einungis önnur. Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Tré Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
„Við óttumst að meirihlutinn hafi verið að láta einhverja flugvallapólitík villa sér sýn. Þarna hefur verið í gangi ákveðin störukeppni á milli borgarstjórnar og ISAVIA og Samgöngustofu. Og hún leiðir auðvitað af sér þessa alvarlegu niðurstöður að Samgöngustofa fer fram á lokun annarrar flugbrautarinnar,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Ég hef nú sagt það að það er alveg sama hvar fólk stendur varðandi flugvöllinn, með eða á móti, hann er í Reykjavík, hann er í Vatnsmýri og verður það næstu árin og á meðan þurfum við að tryggja öryggi flugfarþega og finna einhverja góða lausn á Öskjuhlíðinni samhliða,“ segir Hildur. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, segir þá lykilatriði að flugvöllurinn sé opinn og í rekstri ásamt því að sjúkraflug væri tryggt. Hann kannist ekki við neinn seinagang. „Við í Framsókn höfum mjög skýra afstöðu í því máli og það er stefna borgarinnar og tryggja flugvöllinn á meðan hann er í Vatnsmýrinni,“ segir Einar. „Við fengum bréf frá Samgöngustofu eftir að hafa óskað eftir því að fá skýrt erindi frá Samgöngustofu um hvað við eigum að gera, á hvaða lagagrundvelli þetta byggir og hvaða tré eru þarna undir.“ Samgöngustofa hafi óskað eftir aðgerðaráætlun frá Reykjavíkurborg. Að sögn Einars er Samgöngustofa að fallst á sjónarmið borgarstjórarinnar að ekki þurfi að fella öll trén á fimm hektara svæði í Öskjuhlíðinni. „Mér sýnist það vera komast betri mynd á það hvað þau raunverulega telja nauðsynlegt af því að fyrst voru þetta hátt í þrjú þúsund tré, svo voru þau komin niður í fjórtán hundruð og nú erum við að komast betur til botns í þessu. Aðalatriðið er þetta, að það þarf að passa upp á flugvöllinn og við verðum að passa upp á sjúkraflug,“ segir Einar. Hildur var sammála Einari um að tryggja þurfi rekstur flugvallarins og flugöryggi fólksins sem ferðast um loftið. Miðstöð innanlandsflugs sé í Vatnsmýrinni. „Okkur þykir öllum ofsalega vænt um Öskjuhlíðina en ég held að það sé hægt að finna á þessu farsæla lausn og ég held að borgin hafi dramatíserað kröfur ISAVIA með myndrænni framsetningu á málinu sem er ekki alveg sannleikanum samkvæm. Númer eitt, tvö og þrjú er að tryggja öryggi fólksins okkar sem ferðast í lofti en ég trúi því að við getum fundið á því farsæla lausn sem að tryggir samt Öskjuhlíðina sem þetta öfluga útivistarsvæði,“ sagði Hildur. Aðspurður hvort að flugbrautin væri opin benti Einar á ISAVIA. „Það er akkúrat óreiðan í þessu máli og stjórnsýslan hefur kannski ekki verið alveg upp á tíu og það er það sem við verðum að passa upp á,“ segir Einar. Samkvæmt upplýsinga frá ISAVIA innanlandsflugvöllum þá er ferlinu við lokun brautarinnar ekki lokið en ætti því að ljúka í byrjun næstu viku. Að sögn Gunnars Rúnar Ólafssonar, fulltrúa Miðstjórnar íslenskra sjúkrafluga er búið að banna flug á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar þegar myrkur er. Að sögn Einars gæti einhver lögsótt Reykjavíkurborg ef að öll trén í Öskjuhlíð yrðu felld. Borgarstjórnin þurfi því að gæta sín en á sama tíma bregðast hratt við. „Við erum tilbúin til þess, við höfum sagt það ítrekað á fundum með Samgöngustofu og ISAVIA að við séum tilbúin að leita lausna og gera það hratt og örugglega,“ segir Einar. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður stóð að báðar flugbrautir Reykjavíkurflugvallar væru lokaðar í myrkri en það er einungis önnur.
Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Tré Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira