Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Árni Sæberg skrifar 21. janúar 2025 12:03 Birkir er einn dáðasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann varði lengst af mark Fram og íslenska landsliðsins. vísir/gva Íslenska ríkið var í dag sýknað af öllum kröfum Birkis Kristinssonar, fyrrverandi knattspyrnumanns og viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis, í BK-44 málinu svokallaða fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, fer hins vegar ekki tómhentur frá Strassborg. Málið sneri að sakfellingu Birkis og Jóhannesar, auk tveggja annarra, í Hæstarétti árið 2015. Birkir hlaut fjögurra ára fangelsisdóm og Jóhannes þriggja ára. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða króna lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Töldu málsmeðferðina ekki hafa verið réttláta Í reifun ritara dómstólsins segir að Jóhannes og Birkir hafi skotið málinu til dómstólsins vegna meintra brota á rétti þeirra til réttlátrar málmeðferðar í skilningi Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu. Þeir hafi helst byggt kröfur sínar á því að þrír af fimm dómurum Hæstaréttar sem kváðu upp dóm í málinu hafi átt og tapað hlutabréfaeign í Glitni. Þeirra á meðal var Markús Sigurbjörnsson, forseti réttarins á sínum tíma. Ítarlega hefur verið fjallað um hlutabréfaeign hans á árunum fyrir hrun og þá staðreynd að hann vék ekki sæti í svokölluðum Hrunmálum. Niðurstaða dómsins var sú að hlutabréfaeign dómaranna þriggja hafi ekki verið þess eðlis eða umfangs að hlutrænn skynsamlegur vafi væri uppi um hlutlægni þeirra við úrlausn máls Jóhannesar og Birkis. Því var ríkið sýknað af kröfum beggja hvað það varðar. Þurftu ekki að hlýða á vitnisburð Þá segir að Jóhannes hafi talið brotið gegn réttinum til réttlátrar málsmeðferðar með því að Hæstiréttur hafi ekki hlýtt á munnlegan vitnisburð í málinu. Hann hafi haldið því fram að taka hefði skýrslur af honum og vitnum að nýju, sér í lagi vegna þess að ný gögn hefðu komið fram í málinu. Niðurstaða dómsins var sú að í ljósi þess að Jóhannes hafi ekki óskað eftir því á sínum tíma að leiða vitni fyrir Hæstarétt hafi ekki verið brotið gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar. Hefðu átt að taka mark á efasemdum um sannsögli regluvarðarins Í dóminum segir að Jóhannes hafi talið hafa verið brotið á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar með því að hvorki héraðsdómur né Hæstiréttur hafi tekið tillit til athugasemda hans um meintan skort á sannsögli regluvarðar Glitnis, sem hafi leitt til sakfellingar hans. Í niðurstöðum dómstólsins segir að í ljósi þess að Hæstiréttur hafi vísað til forsendna héraðsdóms og sömuleiðis sakfellt Jóhannes á grundvelli vitnisburðar regluvarðarins fyrir markaðsmisnotkun, hefði þurft að taka tillit til athugasemda Jóhannesar á báðum dómstigum. Með vísan til þeirrar niðurstöðu var íslenska ríkinu gert að greiða Jóhannesi 4.000 evrur í miskabætur og 8.000 evrur í málskostnað. Það gerir alls um 1,8 milljónir króna. Sakborningur, svo vitni og loks sakborningur aftur Þá segir að Birkir hafi talið hafa verið brotið á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar þar sem hann hafi fyrst haft réttarstöðu sakbornings, svo vitnis og loks sakbornings aftur á meðan málið var rannsakað. Dómurinn taldi að ekki hafi verið brotið gegn rétti Birkis þar sem Hæstiréttur hafi ákveðið að taka ekki tillit til vitnisburðar hans á meðan hann hafði réttarstöðu vitnis í málinu. Um þetta atriði skilaði einn dómari við réttinn sératkvæði. Það gerði einn dómara Hæstaréttar einnig á sínum tíma og taldi að vísa hefði átt ákæru á hendur Birki frá dómi. Dómurinn vísaði frá málsástæðu Birkis um að hann hefði verið ákærður tvisvar í sama máli, sem er bannað. Loks taldi dómurinn málmeðferð hvað Birki varðaði ekki hafa verið of langa og sýknaði ríkið því af kröfu hans þess efnis. Hrunið Mannréttindadómstóll Evrópu Frakkland Evrópusambandið Fjármálafyrirtæki Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Málið sneri að sakfellingu Birkis og Jóhannesar, auk tveggja annarra, í Hæstarétti árið 2015. Birkir hlaut fjögurra ára fangelsisdóm og Jóhannes þriggja ára. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða króna lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Töldu málsmeðferðina ekki hafa verið réttláta Í reifun ritara dómstólsins segir að Jóhannes og Birkir hafi skotið málinu til dómstólsins vegna meintra brota á rétti þeirra til réttlátrar málmeðferðar í skilningi Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu. Þeir hafi helst byggt kröfur sínar á því að þrír af fimm dómurum Hæstaréttar sem kváðu upp dóm í málinu hafi átt og tapað hlutabréfaeign í Glitni. Þeirra á meðal var Markús Sigurbjörnsson, forseti réttarins á sínum tíma. Ítarlega hefur verið fjallað um hlutabréfaeign hans á árunum fyrir hrun og þá staðreynd að hann vék ekki sæti í svokölluðum Hrunmálum. Niðurstaða dómsins var sú að hlutabréfaeign dómaranna þriggja hafi ekki verið þess eðlis eða umfangs að hlutrænn skynsamlegur vafi væri uppi um hlutlægni þeirra við úrlausn máls Jóhannesar og Birkis. Því var ríkið sýknað af kröfum beggja hvað það varðar. Þurftu ekki að hlýða á vitnisburð Þá segir að Jóhannes hafi talið brotið gegn réttinum til réttlátrar málsmeðferðar með því að Hæstiréttur hafi ekki hlýtt á munnlegan vitnisburð í málinu. Hann hafi haldið því fram að taka hefði skýrslur af honum og vitnum að nýju, sér í lagi vegna þess að ný gögn hefðu komið fram í málinu. Niðurstaða dómsins var sú að í ljósi þess að Jóhannes hafi ekki óskað eftir því á sínum tíma að leiða vitni fyrir Hæstarétt hafi ekki verið brotið gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar. Hefðu átt að taka mark á efasemdum um sannsögli regluvarðarins Í dóminum segir að Jóhannes hafi talið hafa verið brotið á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar með því að hvorki héraðsdómur né Hæstiréttur hafi tekið tillit til athugasemda hans um meintan skort á sannsögli regluvarðar Glitnis, sem hafi leitt til sakfellingar hans. Í niðurstöðum dómstólsins segir að í ljósi þess að Hæstiréttur hafi vísað til forsendna héraðsdóms og sömuleiðis sakfellt Jóhannes á grundvelli vitnisburðar regluvarðarins fyrir markaðsmisnotkun, hefði þurft að taka tillit til athugasemda Jóhannesar á báðum dómstigum. Með vísan til þeirrar niðurstöðu var íslenska ríkinu gert að greiða Jóhannesi 4.000 evrur í miskabætur og 8.000 evrur í málskostnað. Það gerir alls um 1,8 milljónir króna. Sakborningur, svo vitni og loks sakborningur aftur Þá segir að Birkir hafi talið hafa verið brotið á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar þar sem hann hafi fyrst haft réttarstöðu sakbornings, svo vitnis og loks sakbornings aftur á meðan málið var rannsakað. Dómurinn taldi að ekki hafi verið brotið gegn rétti Birkis þar sem Hæstiréttur hafi ákveðið að taka ekki tillit til vitnisburðar hans á meðan hann hafði réttarstöðu vitnis í málinu. Um þetta atriði skilaði einn dómari við réttinn sératkvæði. Það gerði einn dómara Hæstaréttar einnig á sínum tíma og taldi að vísa hefði átt ákæru á hendur Birki frá dómi. Dómurinn vísaði frá málsástæðu Birkis um að hann hefði verið ákærður tvisvar í sama máli, sem er bannað. Loks taldi dómurinn málmeðferð hvað Birki varðaði ekki hafa verið of langa og sýknaði ríkið því af kröfu hans þess efnis.
Hrunið Mannréttindadómstóll Evrópu Frakkland Evrópusambandið Fjármálafyrirtæki Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira