Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. janúar 2025 07:46 Mánagarði var lokað í kjölfar sýkingarinnar og leikskólinn þrifinn og sótthreinsaður. Vísir/Einar Matvælastofnun segir að komið hafi í ljós í kjölfar hópsýkingarinnar á leikskólanum Mánagarði í október síðastliðnum að nauðsynlegt væri að skerpa á þekkingu og meðvitund almennings og matvælaframleiðenda um mikilvægi réttar meðhöndlunar á kjöti. Þetta segir í tilkynningu á vef MAST. Allt að 45 börn veiktust í hópsýkingunni og fjöldi var lagður inn á sjúkrahús, þar af fimm á gjörgæslu. Heildarfjöldi þeirra sem veiktust var 49 en meðal smitaðra voru starfsmaður og fjölskyldumeðlimir barns á leikskólanum. Rannsókn leiddi í ljós shigatoxín-myndandi E. coli (STEC) í nautgripa- og lambahakki en hakkið reyndist hafa verið geymt of lengi við stofuhita og ekki eldað í gegn. mánMatvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga (HES) hafa ákveðið að ráðast í tímabundið átaksverkefni til að auka vitund í samfélaginu og áherslu á eftirlit. Verkefnið mun standa yfir í tvö ár. „Við framleiðslu og framreiðslu kjöts bera allir í keðjunni, allt frá bónda til neytanda, ábyrgð á að tryggja matvælaöryggi, þ.m.t. að lágmarka E. coli mengun. Hreinir gripir þurfa að koma frá bónda, matvælaöryggiskerfi sláturhúsa og annarra matvælafyrirtækja þurfa að vera skilvirk og meðferð matvæla við matreiðslu þarf að vera rétt. Til að tryggja að svo sé þarf að vera til staðar fullnægjandi þekking og viðeigandi verkferlar,“ segir í tilkynningu á vef MAST. „Átaksverkefni MAST og HES beinist því að auka þekkingu og stuðla að bættum verkferlum fyrirtækjanna. Meginmarkmiðið með þessu er að minnka líkur á að sjúkdómsvaldandi E. coli (t.d. STEC (shigatoxín myndandi E. coli)) berist með kjöti í fólk, einkum börn og aðra viðkvæma hópa. Verkefnið kallar einnig á gerð og endurskoðun tiltekinna leiðbeininga. Vinna við framkvæmd átaksverkefnisins er hafin.“ E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef MAST. Allt að 45 börn veiktust í hópsýkingunni og fjöldi var lagður inn á sjúkrahús, þar af fimm á gjörgæslu. Heildarfjöldi þeirra sem veiktust var 49 en meðal smitaðra voru starfsmaður og fjölskyldumeðlimir barns á leikskólanum. Rannsókn leiddi í ljós shigatoxín-myndandi E. coli (STEC) í nautgripa- og lambahakki en hakkið reyndist hafa verið geymt of lengi við stofuhita og ekki eldað í gegn. mánMatvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga (HES) hafa ákveðið að ráðast í tímabundið átaksverkefni til að auka vitund í samfélaginu og áherslu á eftirlit. Verkefnið mun standa yfir í tvö ár. „Við framleiðslu og framreiðslu kjöts bera allir í keðjunni, allt frá bónda til neytanda, ábyrgð á að tryggja matvælaöryggi, þ.m.t. að lágmarka E. coli mengun. Hreinir gripir þurfa að koma frá bónda, matvælaöryggiskerfi sláturhúsa og annarra matvælafyrirtækja þurfa að vera skilvirk og meðferð matvæla við matreiðslu þarf að vera rétt. Til að tryggja að svo sé þarf að vera til staðar fullnægjandi þekking og viðeigandi verkferlar,“ segir í tilkynningu á vef MAST. „Átaksverkefni MAST og HES beinist því að auka þekkingu og stuðla að bættum verkferlum fyrirtækjanna. Meginmarkmiðið með þessu er að minnka líkur á að sjúkdómsvaldandi E. coli (t.d. STEC (shigatoxín myndandi E. coli)) berist með kjöti í fólk, einkum börn og aðra viðkvæma hópa. Verkefnið kallar einnig á gerð og endurskoðun tiltekinna leiðbeininga. Vinna við framkvæmd átaksverkefnisins er hafin.“
E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira