Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2025 13:04 Cheney, Milley og Fauci eru meðal þeirra sem Biden hefur náðað fyrirfram en óvinalisti Trump telur fjölda nafna. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur gripið til fordæmalausra aðgerða til að náða fyrirfram einstaklinga sem Donald Trump, verðandi forseti, hefur beint reiði sinni gegn. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna beitir valdi sínu með þessum hætti, það er að segja í forvarnarskyni, en í yfirlýsingu ef haft eftir Biden að um sé að ræða einstakar kringumstæður og hann geti ekki, samvisku sinnar vegna, gert ekki neitt. Meðal þeirra einstaklinga sem Biden hefur náðað eru Anthony S. Fauci, fyrrverandi sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, Mark A. Milley, formaður herráðsins, og Liz Cheney, fyrrverandi þingkona Repúblikanaflokksins fyrir Wyoming. Milley hefur þegar tjáð sig um málið og segist afar þakklátur, enda hafði Trump sagt að hann verðskuldaði að vera tekinn af lífi. Milley’s response, via @PamelaBrownCNN “My family and I are deeply grateful for the President’s action today. After forty-three years of faithful service in uniform to our Nation, protecting and defending the Constitution, I do not wish to spend whatever remaining time the…— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) January 20, 2025 „Staðhæfulausar og pólítiskar rannsóknir eyðileggja líf, öryggi og fjármál einstaklingana sem þær beinast gegn og fjölskyldum þeirra,“ segir forsetinn fráfarandi í yfirlýsingunni. „Jafnvel þegar einstaklingar hafa ekki gert neitt af sér, og raunar gert hið rétta og verða á endanum hreinsaðir af sök, þá getur rannsókn eða saksókn ein og valdið óafturkræfum skaða á orðspori og fjármálum einstaklinga.“ Náðanirnar hafa verið til umræðu í Hvíta húsinu síðustu daga og aðstoðarmenn hans lagt áherslu á að þær þýði ekki að forsetinn telji viðkomandi hafa gerst seka um eitthvað. Hins vegar sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða í ljósi fyrirheita Trump um að leita hefnda gegn andstæðingum sínum. Sumir þeir sem Trump hefur hótað hefndum hafa stigið fram og sagst mótfallnir náðunum í forvarnarskyni. Þeirra á meðal er öldungadeildarþingamaðurinn Adam B. Schiff, sem fór fyrir rannsókn þingsins á Trump í fyrri forsetatíð hans. „Það væri rangt fordæmi að setja,“ sagði Schiff í samtali við CNN fyrr í mánuðinum. „Ég vil ekki sjá alla forseta hér eftir gefa út víðtækar náðanir til samstarfsmanna sinna á leiðinni út um dyrnar.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Mun þetta vera í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna beitir valdi sínu með þessum hætti, það er að segja í forvarnarskyni, en í yfirlýsingu ef haft eftir Biden að um sé að ræða einstakar kringumstæður og hann geti ekki, samvisku sinnar vegna, gert ekki neitt. Meðal þeirra einstaklinga sem Biden hefur náðað eru Anthony S. Fauci, fyrrverandi sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, Mark A. Milley, formaður herráðsins, og Liz Cheney, fyrrverandi þingkona Repúblikanaflokksins fyrir Wyoming. Milley hefur þegar tjáð sig um málið og segist afar þakklátur, enda hafði Trump sagt að hann verðskuldaði að vera tekinn af lífi. Milley’s response, via @PamelaBrownCNN “My family and I are deeply grateful for the President’s action today. After forty-three years of faithful service in uniform to our Nation, protecting and defending the Constitution, I do not wish to spend whatever remaining time the…— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) January 20, 2025 „Staðhæfulausar og pólítiskar rannsóknir eyðileggja líf, öryggi og fjármál einstaklingana sem þær beinast gegn og fjölskyldum þeirra,“ segir forsetinn fráfarandi í yfirlýsingunni. „Jafnvel þegar einstaklingar hafa ekki gert neitt af sér, og raunar gert hið rétta og verða á endanum hreinsaðir af sök, þá getur rannsókn eða saksókn ein og valdið óafturkræfum skaða á orðspori og fjármálum einstaklinga.“ Náðanirnar hafa verið til umræðu í Hvíta húsinu síðustu daga og aðstoðarmenn hans lagt áherslu á að þær þýði ekki að forsetinn telji viðkomandi hafa gerst seka um eitthvað. Hins vegar sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða í ljósi fyrirheita Trump um að leita hefnda gegn andstæðingum sínum. Sumir þeir sem Trump hefur hótað hefndum hafa stigið fram og sagst mótfallnir náðunum í forvarnarskyni. Þeirra á meðal er öldungadeildarþingamaðurinn Adam B. Schiff, sem fór fyrir rannsókn þingsins á Trump í fyrri forsetatíð hans. „Það væri rangt fordæmi að setja,“ sagði Schiff í samtali við CNN fyrr í mánuðinum. „Ég vil ekki sjá alla forseta hér eftir gefa út víðtækar náðanir til samstarfsmanna sinna á leiðinni út um dyrnar.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira