Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. janúar 2025 19:02 Trump hefur fullvissað eigendur Tiktok um að nýju lögunum verði ekki framfylgt í dag, og að forsetatilskipun muni fresta gildistöku þeirra strax á morgun. AP Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. Tiktok bann tók formlega gildi í Bandaríkjunum á miðnætti í gærkvöld og milljónir notenda komust ekki inn á forritið í dag. Lögunum var ætlað að þvinga kínverska eigendur Tiktok til að selja starfsemi miðilsins í Bandaríkjunum, annars þyrfti að banna hann. Donald Trump sagði í gær að allar líkur væru á því að hann myndi fresta gildistöku laganna um 90 daga þegar hann tæki við embætti forseta. Joe Biden hafði þá sagt að hann myndi ekkert aðhafast í málinu á sunnudaginn, hans síðasta degi í embætti. Eigendur Tiktok sáu sig eftir sem áður tilneydda til að loka forritinu í dag þegar lögin tóku gildi, en þau sögðu ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki hafa sýnt fram á það með skýrum hætti hvernig þau hyggðust ekki framfylgja lögunum. Vill að helmingur sé í bandarískri eigu Donald Trump sagði í færslu á Truth Social í dag að hann hefði beðið fyrirtæki um að opna aftur fyrir Tiktok. Hann muni gefa út forsetatilskipun strax á morgun sem muni fresta gildistöku laganna. Þannig muni gefast tími til samningagerðar, bandarískra hagsmuna til heilla. Þá sagðist hann vilja að Bandaríkin ættu 50 prósent eignarhluta í Tiktok, í sameiginlegu vekrkefni. „Með því að gera þetta höldum við Tiktok í góðum höndum og leyfum því að starfa áfram. Án samþykkis frá Bandaríkjunum er ekkert Tiktok,“ sagði Trump. Hann greinir frá því að í fyrstu hugmyndum að samningum felist 50 eignarhald Bandaríkjamanna gegn ýmist núverandi eigendum eða nýjum. Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Donald Trump Tengdar fréttir Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Tiktok bann tók formlega gildi í Bandaríkjunum á miðnætti í gærkvöld og milljónir notenda komust ekki inn á forritið í dag. Lögunum var ætlað að þvinga kínverska eigendur Tiktok til að selja starfsemi miðilsins í Bandaríkjunum, annars þyrfti að banna hann. Donald Trump sagði í gær að allar líkur væru á því að hann myndi fresta gildistöku laganna um 90 daga þegar hann tæki við embætti forseta. Joe Biden hafði þá sagt að hann myndi ekkert aðhafast í málinu á sunnudaginn, hans síðasta degi í embætti. Eigendur Tiktok sáu sig eftir sem áður tilneydda til að loka forritinu í dag þegar lögin tóku gildi, en þau sögðu ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki hafa sýnt fram á það með skýrum hætti hvernig þau hyggðust ekki framfylgja lögunum. Vill að helmingur sé í bandarískri eigu Donald Trump sagði í færslu á Truth Social í dag að hann hefði beðið fyrirtæki um að opna aftur fyrir Tiktok. Hann muni gefa út forsetatilskipun strax á morgun sem muni fresta gildistöku laganna. Þannig muni gefast tími til samningagerðar, bandarískra hagsmuna til heilla. Þá sagðist hann vilja að Bandaríkin ættu 50 prósent eignarhluta í Tiktok, í sameiginlegu vekrkefni. „Með því að gera þetta höldum við Tiktok í góðum höndum og leyfum því að starfa áfram. Án samþykkis frá Bandaríkjunum er ekkert Tiktok,“ sagði Trump. Hann greinir frá því að í fyrstu hugmyndum að samningum felist 50 eignarhald Bandaríkjamanna gegn ýmist núverandi eigendum eða nýjum.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Donald Trump Tengdar fréttir Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41