Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Samúel Karl Ólason og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 19. janúar 2025 07:19 Vopnahléi fagnað á Gasaströndinni. AP/Abdel Kareem Hana Vopnahlé tók gildi á Gasaströndinni í morgun eftir tæplega þriggja tíma töf og umfangsmiklar árásir Ísraela á þeim tíma. Til stendur að sleppa þremur gíslum Hamas úr haldi í dag og í kjölfarið munu Ísraelar sleppa níutíu konum og börnum úr haldi þeirra. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. Vopnahlé tók því gildi klukkan 9:15 að íslenskum tíma í morgun, eftir rúmlega fimmtán mánaða átök sem sögð eru hafa kostað að minnsta kosti 46 þúsund Palestínumenn lífið. Konurnar sem sleppt verður úr haldi Hamas heita Romy Jonin (24), Emily Damary (28) og Doron Shtanbar Khair (31). Til stóð að sleppa þeim um klukkan tvö í dag. Sjá einnig: Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fjölmörgum Palestínumönnum úr fangelsum og þar á meðal dæmda hryðjuverkamenn. Þúsundir Palestínumanna eru í haldi Ísraela. Ísraelskir hermenn eiga einnig að hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar á þessu tímabili og flæði neyðaraðstoðar á að aukast til muna. Þá hefur flæði neyðaraðstoðar til Gasa aukist til muna í morgun. Stórar spurningar eru uppi um hvað gerist eftir þetta sex vikna tímabil en viðræður um það eiga að hefjast tveimur vikum eftir að vopnahléið tekur gildi. Verði 33 gíslum sleppt á næstu sex vikum er talið að um hundrað verði áfram í haldi Hamas og að þriðjungur þeirra sé látinn. Fylgst verður með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. Sjáist hún ekki gæti þurft að endurhlaða síðuna.
Vopnahlé tók því gildi klukkan 9:15 að íslenskum tíma í morgun, eftir rúmlega fimmtán mánaða átök sem sögð eru hafa kostað að minnsta kosti 46 þúsund Palestínumenn lífið. Konurnar sem sleppt verður úr haldi Hamas heita Romy Jonin (24), Emily Damary (28) og Doron Shtanbar Khair (31). Til stóð að sleppa þeim um klukkan tvö í dag. Sjá einnig: Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fjölmörgum Palestínumönnum úr fangelsum og þar á meðal dæmda hryðjuverkamenn. Þúsundir Palestínumanna eru í haldi Ísraela. Ísraelskir hermenn eiga einnig að hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar á þessu tímabili og flæði neyðaraðstoðar á að aukast til muna. Þá hefur flæði neyðaraðstoðar til Gasa aukist til muna í morgun. Stórar spurningar eru uppi um hvað gerist eftir þetta sex vikna tímabil en viðræður um það eiga að hefjast tveimur vikum eftir að vopnahléið tekur gildi. Verði 33 gíslum sleppt á næstu sex vikum er talið að um hundrað verði áfram í haldi Hamas og að þriðjungur þeirra sé látinn. Fylgst verður með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. Sjáist hún ekki gæti þurft að endurhlaða síðuna.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira