Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2025 08:26 Tvær konur virða fyrir sér myndir af gíslum sem munu enn vera í haldi Hamas. AP/Oded Balilty Ríkisstjórn Ísrael samþykkti seint í gærkvöldi vopnahléstillögu við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Útlit er því fyrir að vopnahléið muni taka gildi á sunnudaginn og að fyrstu gíslunum verði sleppt úr haldi strax þann dag. 24 ráðherrar eru sagðir hafa samþykkt vopnahléið en átta munu hafa greitt atkvæði gegn því. Ríkisstjórnarfundurinn stóð yfir í rúmar sex klukkustundir og í kjölfarið sendi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, út stutta yfirlýsingu um að vopnahlé hefði verið samþykkt og að það tæki gildi á sunnudaginn. Tekur gildi í fyrramálið Nánar tiltekið mun vopnahléið taka gildi snemma á sunnudagsmorgun og er búist við því að þremur konum verði sleppt úr haldi Hamas seinna á morgun. Talið er að um hundrað manns séu enn í haldi Hamas, af þeim 250 sem teknir voru í gíslingu þann 7. október 2023, en að þriðjungur þeirra sé dáinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fjölmörgum Palestínumönnum úr fangelsum og þar á meðal dæmda hryðjuverkamenn. Ísraelskir hermenn eiga einnig að hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar á þessu tímabili. Sjá einnig: Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Á meðan á fyrsta fasanum stendur eiga að fara fram frekari viðræður um að sleppa þeim 65 gíslum sem enn eru í haldi Hamas-liða en að minnsta kosti 36 þeirra eru taldir látnir. Í frétt Kan í Ísrael segir að Bezalel Smotrich, leiðtogi Trúarlegs síonístaflokks Ísrael, hafi gert það að skilyrði fyrir því að flokkur hans sliti ekki stjórnarsamstarfinu að stríðsrekstri muni halda áfram að fyrsta fasanum loknum og að Ísraelar myndu halda stjórn á flæði neyðaraðstoðar til Gasa. Netanjahú er sagður hafa samþykkt þessi skilyrði. Trump sagður hafa heitið fullum stuðning Í frétt Times of Israel er vitnað í aðra ísraelska fjölmiðla um að Netanjahú hafi heitið því á ríkisstjórnarfundinum að Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á mánudaginn, hafi heitið Ísrael fullum stuðningi verði brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Því hefur einnig verið haldið fram að Netanjahú hafi tilkynnt að Trump myndi hefja aftur vopnasendingar til Ísrael sem Biden stöðvaði. Það sé gífurlega mikilvægt því ef samkomulagið nái ekki á annan fasa muni Ísraelar hafa nægt vopn á höndum. Kannanir sýna að Ísraelar eru flestir hlynnti því að fylgja samkomulaginu eftir að öðrum fasa en margir efast um að það muni ganga eftir. Frá því erindrekar Ísrael og pólitískir leiðtogar Hamas samþykktu vopnahléstillögur hafa Ísraelar gert umfangsmiklar loftárásir á Gasaströndina. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að minnsta kosti 46 þúsund manns liggja í valnum eftir árásir Ísraela undanfarna fimmtán mánuði. Aðstæður þar eru sagðar verulega slæmar en eftir að vopnahléið tekur gildi er búist við því að flæði neyðaraðstoðar inná Gasaströndina muni aukast til muna. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47 Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Vopnahléið á Gasa mun hefjast á sunnudag þótt svo að viðsemjendur þurfi að hnýta í lausa enda á síðustu stundu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að samkomulagði stæðist og tæki gildi á sunnudag. 16. janúar 2025 21:26 Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Ísrael og Hamas hafa komist að samkomulagi um vopnahlé sem á að binda á enda á fimmtán mánaða átök á Gasa. Vopnahléið á að hefjast formlega á sunnudag. 15. janúar 2025 17:37 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
24 ráðherrar eru sagðir hafa samþykkt vopnahléið en átta munu hafa greitt atkvæði gegn því. Ríkisstjórnarfundurinn stóð yfir í rúmar sex klukkustundir og í kjölfarið sendi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, út stutta yfirlýsingu um að vopnahlé hefði verið samþykkt og að það tæki gildi á sunnudaginn. Tekur gildi í fyrramálið Nánar tiltekið mun vopnahléið taka gildi snemma á sunnudagsmorgun og er búist við því að þremur konum verði sleppt úr haldi Hamas seinna á morgun. Talið er að um hundrað manns séu enn í haldi Hamas, af þeim 250 sem teknir voru í gíslingu þann 7. október 2023, en að þriðjungur þeirra sé dáinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fjölmörgum Palestínumönnum úr fangelsum og þar á meðal dæmda hryðjuverkamenn. Ísraelskir hermenn eiga einnig að hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar á þessu tímabili. Sjá einnig: Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Á meðan á fyrsta fasanum stendur eiga að fara fram frekari viðræður um að sleppa þeim 65 gíslum sem enn eru í haldi Hamas-liða en að minnsta kosti 36 þeirra eru taldir látnir. Í frétt Kan í Ísrael segir að Bezalel Smotrich, leiðtogi Trúarlegs síonístaflokks Ísrael, hafi gert það að skilyrði fyrir því að flokkur hans sliti ekki stjórnarsamstarfinu að stríðsrekstri muni halda áfram að fyrsta fasanum loknum og að Ísraelar myndu halda stjórn á flæði neyðaraðstoðar til Gasa. Netanjahú er sagður hafa samþykkt þessi skilyrði. Trump sagður hafa heitið fullum stuðning Í frétt Times of Israel er vitnað í aðra ísraelska fjölmiðla um að Netanjahú hafi heitið því á ríkisstjórnarfundinum að Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á mánudaginn, hafi heitið Ísrael fullum stuðningi verði brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Því hefur einnig verið haldið fram að Netanjahú hafi tilkynnt að Trump myndi hefja aftur vopnasendingar til Ísrael sem Biden stöðvaði. Það sé gífurlega mikilvægt því ef samkomulagið nái ekki á annan fasa muni Ísraelar hafa nægt vopn á höndum. Kannanir sýna að Ísraelar eru flestir hlynnti því að fylgja samkomulaginu eftir að öðrum fasa en margir efast um að það muni ganga eftir. Frá því erindrekar Ísrael og pólitískir leiðtogar Hamas samþykktu vopnahléstillögur hafa Ísraelar gert umfangsmiklar loftárásir á Gasaströndina. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að minnsta kosti 46 þúsund manns liggja í valnum eftir árásir Ísraela undanfarna fimmtán mánuði. Aðstæður þar eru sagðar verulega slæmar en eftir að vopnahléið tekur gildi er búist við því að flæði neyðaraðstoðar inná Gasaströndina muni aukast til muna.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47 Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Vopnahléið á Gasa mun hefjast á sunnudag þótt svo að viðsemjendur þurfi að hnýta í lausa enda á síðustu stundu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að samkomulagði stæðist og tæki gildi á sunnudag. 16. janúar 2025 21:26 Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Ísrael og Hamas hafa komist að samkomulagi um vopnahlé sem á að binda á enda á fimmtán mánaða átök á Gasa. Vopnahléið á að hefjast formlega á sunnudag. 15. janúar 2025 17:37 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47
Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Vopnahléið á Gasa mun hefjast á sunnudag þótt svo að viðsemjendur þurfi að hnýta í lausa enda á síðustu stundu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að samkomulagði stæðist og tæki gildi á sunnudag. 16. janúar 2025 21:26
Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Ísrael og Hamas hafa komist að samkomulagi um vopnahlé sem á að binda á enda á fimmtán mánaða átök á Gasa. Vopnahléið á að hefjast formlega á sunnudag. 15. janúar 2025 17:37