„Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2025 20:17 Það er tvöfalt meira að gera hjá Steinari Smára Guðbergssyni í baráttunni við veggjalús en á sama tíma í fyrra. Hann er vel vopnaður gegn óværunni og heldur hér á þurrgufuhitara og hylki með skordýraeitri. Vísir/Bjarni Sífellt fleiri þurfa að leita til meindýraeyðis vegna veggjalúsar í híbýlum sínum. Meindýraeyðir segir að óværunni hafi fjölgað verulega síðustu misseri og býst við frekari aukningu. Veggjalús er um fimm millimetra skordýr sem sýgur blóð úr fórnarlömbum sínum og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Hún kemur sér fyrir í híbýlum fólks og sækir á það á nóttinni. Hún er fljót að breiðast út ef ekki er gripið til ráðstafana. Til að mynda var greint frá veggjalúsafaraldri í París fyrir nokkrum misserum. Umturnaði lífi fólks um tíma Óværan getur valdið miklum óþægindum. Fréttastofa fékk ábendingu frá fólki sem hafði lent illa í veggjalús um tíma í leiguhúsnæði. Fólkið lýsti því að þau hefðu fengið allt að tvö hundruð bit á líkamanum á sama tíma af völdum veggjalúsarinnar og þurft að setja allt innbú í frystigáma eða brennslu. Þá hefði í tvígang þurft að eitra allt í húsnæðinu.Þau hefðu svo endað á því að flýja kvikindið og flytja annað. Veggjalús sígur blóð úr fórnarlömbum sínum og í kjölfarið fá margir útbrot. Hún bítur venjulega þrisvar í röð eins og sést á myndinni.Vísir Stórt vandamál Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir hefur starfað sem slíkur um árabil. Hann segist sjá mikla aukingu veggjalúsatilfella síðustu ár. Þá sé tvöföldun á útköllum hjá sér vegna óværunnar milli ára. „Ég held að þetta sér orðið stórt vandamál og verði stærra vandamál í framtíðinni. Veggjalúsin er orðin ónæm fyrir næstum öllu sem er notað á hana. Hún hristir bara skordýraeitur af sér svo megnið af henni lifir eftir slíka meðhöndlun. Þetta er það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín,“ segir Steinar. Það geti því verið erfitt að losna við óværuna og brýnt að bregðast fljótt við. „Það eru ekki margir meindýraeyðar hér á landi sem berjast við þetta því margir hafa gefist hreinlega upp,“ segir hann. Steinar er hins vegar vel vopnaður í baráttunni við veggjalúsina og notar til dæmis þurrgufuhitara og sérstakt kælisprey. „Þurrgufuhitarinn fer varla ofan í tösku hjá mér þessa dagana,“ segir hann. Húkkar sér far með ferðamönnum Hann segist sjá fjölgun tilvika með auknum ferðalögum milli landa. „Þetta er tengt blessaða ferðamanninum og okkur líka því við erum að ferðast meira en áður. Ef það er veggjalús þar sem þú gistir þá húkkar hún sér far með þér heim. Ég ráðlegg því fólki að geyma í nokkra daga að taka upp úr töskum sínum á ferðalögum. Ef engin bit birtast á líkamanum að tveimur dögum liðnum ætti að vera í lagi að taka upp úr töksunni,“ segir hann. Gátlisti gegn veggjalús Hægt er að nálgast fróðleik og leiðbeiningar til að verjast pöddunni í bæklingi Umhverfisstofnunar á vefnum. Gátlisti vegna veggjalúsar.Frá Umhverfisstofnun Skordýr Húsnæðismál Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir veggjalús komna til að vera á Íslandi. Eins og stendur er hann á ferðalagi um landið til að eyða veggjalús. Hann segir veggjalúsinni hafa fjölgað verulega á Íslandi síðustu misseri. „Puttalangur frá helvíti,“ segir hann samstarfsmann sinn kalla hana. Steinar Smári fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 15. janúar 2025 22:42 Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. 7. október 2023 14:30 Frakkar fárast yfir veggjalúsafaraldri Veggjalúsaplága gengur nú yfir í París og fleiri borgum í Frakklandi en þrátt fyrir að lýsnar séu sannarlega „út um allt“ og frekar ógeðfelldar segja sérfræðingar ógnina þó ýkta á samfélagsmiðlum. 4. október 2023 08:03 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Veggjalús er um fimm millimetra skordýr sem sýgur blóð úr fórnarlömbum sínum og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Hún kemur sér fyrir í híbýlum fólks og sækir á það á nóttinni. Hún er fljót að breiðast út ef ekki er gripið til ráðstafana. Til að mynda var greint frá veggjalúsafaraldri í París fyrir nokkrum misserum. Umturnaði lífi fólks um tíma Óværan getur valdið miklum óþægindum. Fréttastofa fékk ábendingu frá fólki sem hafði lent illa í veggjalús um tíma í leiguhúsnæði. Fólkið lýsti því að þau hefðu fengið allt að tvö hundruð bit á líkamanum á sama tíma af völdum veggjalúsarinnar og þurft að setja allt innbú í frystigáma eða brennslu. Þá hefði í tvígang þurft að eitra allt í húsnæðinu.Þau hefðu svo endað á því að flýja kvikindið og flytja annað. Veggjalús sígur blóð úr fórnarlömbum sínum og í kjölfarið fá margir útbrot. Hún bítur venjulega þrisvar í röð eins og sést á myndinni.Vísir Stórt vandamál Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir hefur starfað sem slíkur um árabil. Hann segist sjá mikla aukingu veggjalúsatilfella síðustu ár. Þá sé tvöföldun á útköllum hjá sér vegna óværunnar milli ára. „Ég held að þetta sér orðið stórt vandamál og verði stærra vandamál í framtíðinni. Veggjalúsin er orðin ónæm fyrir næstum öllu sem er notað á hana. Hún hristir bara skordýraeitur af sér svo megnið af henni lifir eftir slíka meðhöndlun. Þetta er það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín,“ segir Steinar. Það geti því verið erfitt að losna við óværuna og brýnt að bregðast fljótt við. „Það eru ekki margir meindýraeyðar hér á landi sem berjast við þetta því margir hafa gefist hreinlega upp,“ segir hann. Steinar er hins vegar vel vopnaður í baráttunni við veggjalúsina og notar til dæmis þurrgufuhitara og sérstakt kælisprey. „Þurrgufuhitarinn fer varla ofan í tösku hjá mér þessa dagana,“ segir hann. Húkkar sér far með ferðamönnum Hann segist sjá fjölgun tilvika með auknum ferðalögum milli landa. „Þetta er tengt blessaða ferðamanninum og okkur líka því við erum að ferðast meira en áður. Ef það er veggjalús þar sem þú gistir þá húkkar hún sér far með þér heim. Ég ráðlegg því fólki að geyma í nokkra daga að taka upp úr töskum sínum á ferðalögum. Ef engin bit birtast á líkamanum að tveimur dögum liðnum ætti að vera í lagi að taka upp úr töksunni,“ segir hann. Gátlisti gegn veggjalús Hægt er að nálgast fróðleik og leiðbeiningar til að verjast pöddunni í bæklingi Umhverfisstofnunar á vefnum. Gátlisti vegna veggjalúsar.Frá Umhverfisstofnun
Skordýr Húsnæðismál Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir veggjalús komna til að vera á Íslandi. Eins og stendur er hann á ferðalagi um landið til að eyða veggjalús. Hann segir veggjalúsinni hafa fjölgað verulega á Íslandi síðustu misseri. „Puttalangur frá helvíti,“ segir hann samstarfsmann sinn kalla hana. Steinar Smári fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 15. janúar 2025 22:42 Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. 7. október 2023 14:30 Frakkar fárast yfir veggjalúsafaraldri Veggjalúsaplága gengur nú yfir í París og fleiri borgum í Frakklandi en þrátt fyrir að lýsnar séu sannarlega „út um allt“ og frekar ógeðfelldar segja sérfræðingar ógnina þó ýkta á samfélagsmiðlum. 4. október 2023 08:03 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
„Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir veggjalús komna til að vera á Íslandi. Eins og stendur er hann á ferðalagi um landið til að eyða veggjalús. Hann segir veggjalúsinni hafa fjölgað verulega á Íslandi síðustu misseri. „Puttalangur frá helvíti,“ segir hann samstarfsmann sinn kalla hana. Steinar Smári fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 15. janúar 2025 22:42
Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. 7. október 2023 14:30
Frakkar fárast yfir veggjalúsafaraldri Veggjalúsaplága gengur nú yfir í París og fleiri borgum í Frakklandi en þrátt fyrir að lýsnar séu sannarlega „út um allt“ og frekar ógeðfelldar segja sérfræðingar ógnina þó ýkta á samfélagsmiðlum. 4. október 2023 08:03