Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2025 06:47 Biden varaði við því í gær að fáveldi væri í uppsiglingu í Bandaríkjunum. Joe Biden Bandaríkjaforseti kvaddi Bandaríkjamenn í síðasta ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær og varaði meðal annars við því að fáveldi (e. oligarchy) væri í uppsiglingu. „Í dag er fáveldi gríðarlegs auðs, valds og áhrifa að verða til í Bandaríkjunum, sem ógnar lýðræðinu, grundvallar réttindum okkar og frelsi og sanngjörnum tækifærum til handa öllum til þess að komast áfram,“ sagði forsetinn. Biden var án efa að vísa til þess að fjöldi auðmanna hefur á síðustu vikum og mánuðum fylkt sér að baki Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta, en NBC greindi til að mynda frá því í gær að Elon Musk, eigandi X og Tesla, Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og Mark Zuckerberg, stofnandi Meta, yrðu viðstaddir innsetningarathöfn Trump og myndu sitja saman, nærri forsetanum. Musk studdi Trump fjárhagslega í kosningabaráttunni og bæði Bezos og Zuckerberg gáfu milljón dollara í sérstakan sjóð til að fjármagna innsetningarathöfnina. Í ávarpi sínu sagði Biden að Bandaríkjamenn væru að fara undir í flóði upplýsingaóreiðu, sem auðveldaði valdhöfum að misnota vald sitt. Forsetinn hvatti þjóðina til að taka þátt í hinu lýðræðislega ferli og láta til sín taka, meðal annars í loftslagsmálum. „Hin áhrifamiklu öfl vilja beita óheftu valdi sínu til að vinda ofan af þeim aðgerðum sem við höfum gripið til til að takast á við loftslagsvandann, til að þjóna þeirra eigin ásókn í völd og hagnað. Við megum ekki láta kúga okkur til þess að fórna framtíðinni, framtíð barnanna okkar og barnabarna. Við verðum að horfa fram á við og ýta fastar.“ Biden kallaði einnig eftir því að forsetaembættinu væru sett mörk og sagði að forsetinn mætti ekki verða ónæmur gagnvart réttlætinu ef hann gerðist brotlegur í starfi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Samfélagsmiðlar Amazon Meta X (Twitter) Elon Musk Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
„Í dag er fáveldi gríðarlegs auðs, valds og áhrifa að verða til í Bandaríkjunum, sem ógnar lýðræðinu, grundvallar réttindum okkar og frelsi og sanngjörnum tækifærum til handa öllum til þess að komast áfram,“ sagði forsetinn. Biden var án efa að vísa til þess að fjöldi auðmanna hefur á síðustu vikum og mánuðum fylkt sér að baki Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta, en NBC greindi til að mynda frá því í gær að Elon Musk, eigandi X og Tesla, Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og Mark Zuckerberg, stofnandi Meta, yrðu viðstaddir innsetningarathöfn Trump og myndu sitja saman, nærri forsetanum. Musk studdi Trump fjárhagslega í kosningabaráttunni og bæði Bezos og Zuckerberg gáfu milljón dollara í sérstakan sjóð til að fjármagna innsetningarathöfnina. Í ávarpi sínu sagði Biden að Bandaríkjamenn væru að fara undir í flóði upplýsingaóreiðu, sem auðveldaði valdhöfum að misnota vald sitt. Forsetinn hvatti þjóðina til að taka þátt í hinu lýðræðislega ferli og láta til sín taka, meðal annars í loftslagsmálum. „Hin áhrifamiklu öfl vilja beita óheftu valdi sínu til að vinda ofan af þeim aðgerðum sem við höfum gripið til til að takast á við loftslagsvandann, til að þjóna þeirra eigin ásókn í völd og hagnað. Við megum ekki láta kúga okkur til þess að fórna framtíðinni, framtíð barnanna okkar og barnabarna. Við verðum að horfa fram á við og ýta fastar.“ Biden kallaði einnig eftir því að forsetaembættinu væru sett mörk og sagði að forsetinn mætti ekki verða ónæmur gagnvart réttlætinu ef hann gerðist brotlegur í starfi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Samfélagsmiðlar Amazon Meta X (Twitter) Elon Musk Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira