Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 15. janúar 2025 12:30 Í upphafi hvers árs er mikið um að vera hjá ferðaþjónustufólki sem kemur saman til að ráðfæra sig við hvert annað, finna nýjar hugmyndir og skapa verðmæti. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er haldið í Kópavogi og samhliða því er heil vika af spennandi viðburðum með mismunandi áherslum. Þar er meðal annars rætt um tækniþróun, ráðstefnur, sjálfbærni og auðvitað markaðssetningu. Nú eru liðin 11 ár frá því að hugmyndin um Mannamót varð til í einu af mörgum samtölum Markaðsstofanna um hvernig mætti efla íslenska ferðaþjónustu og vinna að dreifingu ferðafólks um landið. Þessi hugmynd um að skapa vettvang fyrir landsbyggðarfyrirtækin til að koma saman í höfuðborginni og eiga þar fundi með ferðaþjónustunni er nú orðin að stærsta kynningarviðburði ferðaþjónustunnar og farin að vekja áhuga erlendra ferðaskrifstofa. Markaðssetning til lengri tíma er mikilvæg. Til þess að efla ferðaþjónustuna í verðmætasköpun þarf að tala saman, vinna í sömu átt og segja frá Íslandi. Náttúran er okkar stóra aðdráttarafl og hefur náðst að kynna vel hversu stórfengleg hún er á öllum tímum ársins. Þjónusta er að byggjast upp jafnt og þétt til að taka á móti ferðafólkinu og er jákvætt að sjá í nýjustu tölum um fjölda ferðamanna hvernig vetrarferðaþjónustan er að sækja í sig veðrið enda er næg þjónusta í boði á þeim árstíma og mikil tækifæri til að nýta fjárfestinguna betur og skapa heilsársstörf. Ferðaþjónustan er byggð upp af öflugu fólki, frumkvöðlum sem hafa sýnt af sér mikla þrautseigju og hugmyndaauðgi. Þessi hópur sem kemur úr öllum áttum er grunnurinn að stærstu atvinnugrein landsins þegar horft er til landsframleiðslu. Þessi atvinnugrein skilar ekki eingöngu verðmætum inn í landið heldur byggir upp mikil lífsgæði fyrir íbúa með uppbyggingu þjónustu um allt land. Það er ekki sjálfgefið að ná þeim árangri sem Ísland hefur náð undanfarin ár í þróun og markaðssetningu ferðaþjónustunnar. Fagmennska, menntun, stöðug þróun og öflug markaðssetning er lykillinn að árangri og þessu fögnum við saman á Mannamótum og í ferðaþjónustuvikunni. Höfundur er talsmaður Markaðsstofa landshlutanna og framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Arnheiður Jóhannsdóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi hvers árs er mikið um að vera hjá ferðaþjónustufólki sem kemur saman til að ráðfæra sig við hvert annað, finna nýjar hugmyndir og skapa verðmæti. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er haldið í Kópavogi og samhliða því er heil vika af spennandi viðburðum með mismunandi áherslum. Þar er meðal annars rætt um tækniþróun, ráðstefnur, sjálfbærni og auðvitað markaðssetningu. Nú eru liðin 11 ár frá því að hugmyndin um Mannamót varð til í einu af mörgum samtölum Markaðsstofanna um hvernig mætti efla íslenska ferðaþjónustu og vinna að dreifingu ferðafólks um landið. Þessi hugmynd um að skapa vettvang fyrir landsbyggðarfyrirtækin til að koma saman í höfuðborginni og eiga þar fundi með ferðaþjónustunni er nú orðin að stærsta kynningarviðburði ferðaþjónustunnar og farin að vekja áhuga erlendra ferðaskrifstofa. Markaðssetning til lengri tíma er mikilvæg. Til þess að efla ferðaþjónustuna í verðmætasköpun þarf að tala saman, vinna í sömu átt og segja frá Íslandi. Náttúran er okkar stóra aðdráttarafl og hefur náðst að kynna vel hversu stórfengleg hún er á öllum tímum ársins. Þjónusta er að byggjast upp jafnt og þétt til að taka á móti ferðafólkinu og er jákvætt að sjá í nýjustu tölum um fjölda ferðamanna hvernig vetrarferðaþjónustan er að sækja í sig veðrið enda er næg þjónusta í boði á þeim árstíma og mikil tækifæri til að nýta fjárfestinguna betur og skapa heilsársstörf. Ferðaþjónustan er byggð upp af öflugu fólki, frumkvöðlum sem hafa sýnt af sér mikla þrautseigju og hugmyndaauðgi. Þessi hópur sem kemur úr öllum áttum er grunnurinn að stærstu atvinnugrein landsins þegar horft er til landsframleiðslu. Þessi atvinnugrein skilar ekki eingöngu verðmætum inn í landið heldur byggir upp mikil lífsgæði fyrir íbúa með uppbyggingu þjónustu um allt land. Það er ekki sjálfgefið að ná þeim árangri sem Ísland hefur náð undanfarin ár í þróun og markaðssetningu ferðaþjónustunnar. Fagmennska, menntun, stöðug þróun og öflug markaðssetning er lykillinn að árangri og þessu fögnum við saman á Mannamótum og í ferðaþjónustuvikunni. Höfundur er talsmaður Markaðsstofa landshlutanna og framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun