Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 14. janúar 2025 22:02 Við búum í samfélagi þar sem samábyrgðinni hefur verið skipt út fyrir einstaklingsábyrgð. Í stað þess að búa í samfélagi þar sem allir leggja til út frá getu og grunnþörfum allra er mætt, þá eru skilaboðin þau að við berum ein ábyrgð á okkar stöðu. Ein og sér. Ef staðan þín er slæm, þá er það því þú ert slæm. Dugnaður sé það eina sem komi þér í betri stöðu. Þú getur bara treyst á þig, þannig verður hlutverk hins opinbera að veita hjálp til sjálfshjálpar, eins og það er kallað. Kenna þessum fátæklingum fjármálalæsi, koma þeim í virkni, þá vænkist hagur þeirra. Ráðamenn hafa nýtt sér þessa orðræðu í áratugi til þess að koma ábyrgðinni frá sér, fela að þeir hafi klúðrað því að byggja upp gott og réttlátt samfélag. Ef þú ert heima hjá þér í maski gagnvart því að hafa ekki byrjað að spara fyrr fyrir útborgun á íbúð, að hafa ekki breytt séreignasparnaðinum úr 2% í 4%, að hafa keypt þér tilbúið kaffi með sýrópi, að hafa leyft þér að versla í búðinni sem var næst þér en ekki þeirri ódýrustu og splæst í tannlæknaferð, þá ertu sennilega búin að tileinka þér hugmyndafræðina um að þú ein berir ábyrgð á þinni stöðu. Þú þurfir að standa þig betur. Svamlandi um í samviskubiti gagnvart útgjöldum á munaði líkt og kaffi, mat og viðgerð á skemmdum tönnum, gerir það að verkum að þú ferð ekki að líta á skattleysi fjármagnseigenda sem vandamál, þú ferð ekki að greina skattalækkanir fyrri áratuga á ríkt fólk og stórfyrirtæki sem vandamál. Samviskubitið sannfærir þig um að halda betra bókhald, borða minni mat og sleppa félagslegum viðburðum. Hvernig væri að virkja þennan kraft út á við og skella skuldinni þangað sem hún á raunverulega heima? Á fjárfesta sem sópa til sín íbúðum og þar með ræna fjölskyldum möguleika á að skapa sér gott heimili. Á banka sem græða og græða á vaxtagjöldum sem þú greiðir fyrir að vera ekki nógu hagsýn húsmóðir með himinháa yfirdráttarheimild til að komast í gegnum mánuðinn. Á ójöfnuðinn í samfélaginu þar sem þau sem eiga mest taka sífellt meira til sín á kostnað þeirra sem ekkert eiga. Þú ert nefnilega ekki vandamálið, heldur misskipting auðs og stjórnvöld sem leyfa þeirri misskiptingu að viðgangast. En það er kannski erfitt fyrir ráðamenn með eina og hálfa milljón í laun á mánuði og einkabílstjóra að sjá það? Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Sósíalistaflokkurinn Sanna Magdalena Mörtudóttir Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum í samfélagi þar sem samábyrgðinni hefur verið skipt út fyrir einstaklingsábyrgð. Í stað þess að búa í samfélagi þar sem allir leggja til út frá getu og grunnþörfum allra er mætt, þá eru skilaboðin þau að við berum ein ábyrgð á okkar stöðu. Ein og sér. Ef staðan þín er slæm, þá er það því þú ert slæm. Dugnaður sé það eina sem komi þér í betri stöðu. Þú getur bara treyst á þig, þannig verður hlutverk hins opinbera að veita hjálp til sjálfshjálpar, eins og það er kallað. Kenna þessum fátæklingum fjármálalæsi, koma þeim í virkni, þá vænkist hagur þeirra. Ráðamenn hafa nýtt sér þessa orðræðu í áratugi til þess að koma ábyrgðinni frá sér, fela að þeir hafi klúðrað því að byggja upp gott og réttlátt samfélag. Ef þú ert heima hjá þér í maski gagnvart því að hafa ekki byrjað að spara fyrr fyrir útborgun á íbúð, að hafa ekki breytt séreignasparnaðinum úr 2% í 4%, að hafa keypt þér tilbúið kaffi með sýrópi, að hafa leyft þér að versla í búðinni sem var næst þér en ekki þeirri ódýrustu og splæst í tannlæknaferð, þá ertu sennilega búin að tileinka þér hugmyndafræðina um að þú ein berir ábyrgð á þinni stöðu. Þú þurfir að standa þig betur. Svamlandi um í samviskubiti gagnvart útgjöldum á munaði líkt og kaffi, mat og viðgerð á skemmdum tönnum, gerir það að verkum að þú ferð ekki að líta á skattleysi fjármagnseigenda sem vandamál, þú ferð ekki að greina skattalækkanir fyrri áratuga á ríkt fólk og stórfyrirtæki sem vandamál. Samviskubitið sannfærir þig um að halda betra bókhald, borða minni mat og sleppa félagslegum viðburðum. Hvernig væri að virkja þennan kraft út á við og skella skuldinni þangað sem hún á raunverulega heima? Á fjárfesta sem sópa til sín íbúðum og þar með ræna fjölskyldum möguleika á að skapa sér gott heimili. Á banka sem græða og græða á vaxtagjöldum sem þú greiðir fyrir að vera ekki nógu hagsýn húsmóðir með himinháa yfirdráttarheimild til að komast í gegnum mánuðinn. Á ójöfnuðinn í samfélaginu þar sem þau sem eiga mest taka sífellt meira til sín á kostnað þeirra sem ekkert eiga. Þú ert nefnilega ekki vandamálið, heldur misskipting auðs og stjórnvöld sem leyfa þeirri misskiptingu að viðgangast. En það er kannski erfitt fyrir ráðamenn með eina og hálfa milljón í laun á mánuði og einkabílstjóra að sjá það? Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun