Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. janúar 2025 22:40 Tilnefning Donald Trump á sjónvarpsfréttamanninum Pete Hegseth til varnarmálaráðherra kom mörgum í opna skjöldu en hann er sagður skorta reynslu á sviði varnarmála. AP Pete Hegseth, sjónvarpsmaður og tilvonandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sat fyrir svörum á fundi varnarmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Hann var meðal annars spurður út í áfengisdrykkju sína og ummæli sem hann hefur látið falla um konur í hernaði. Donald Trump greindi frá því skömmu eftir kosningar að hann hefði tilnefnt Hegseth sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Ákvörðun Trump var gagnrýnd harðlega, sér í lagi vegna þess að Hegseth skorti þá áratugareynslu af hermálum sem forsetar hafa venjulega horft til við útnefningar sínar í mikilvæg embætti. Sjá einnig: Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Á fjögurra klukkutíma löngum fundi létu nefndarmeðlimir spurningar dynja á Hegseth. Í framhaldinu mun öldungadeildarþingið greiða atkvæði með eða gegn tilnefningu Hegseth. Hegseth er fyrsti tilvonandi ráðherra Trump til að sitja fyrir svörum öldungadeildar en fleiri slíkir fundir eru fyrirhugaðir í vikunni, að því er kemur fram í frétt BBC. Fréttamaður miðilsins var í þinghúsinu í dag og fjallaði ítarlega um gang fundarins. Orðið vitni að minni kröfum til kvenna Margar spurningar sneru að afstöðu Hegseth gagnvart konum í Bandaríkjaher. Kirsten Gillibrand öldungadeildarþingkona var meðal þeirra sem sóttu fast að honum. „Þú mátt ekki niðurlægja konur, en þú gerir það í yfirlýsingum þínum. Þú segist ekki vilja konur í hernum, sérstaklega á víglínunum. Það eru glötuð ummæli. [...]. Svo segist þú ekki vilja konur í hernum, og sérstaklega ekki mæður. Hvað mislíkar þér við mæður?,“ sagði Gillibrand á fundinum. Hegseth kom sér til varnar með því að segjast hafa unnið með konum áður í hernaði, en hafi orðið vitni að því að minni kröfur hefðu verið gerðar til kvenna en karla. Þau atvik hafi orðið kveikjan að ummælum hans. Þá sagði hann kvenkyns hermenn sem hann hefur unnið með meðal þeirra bestu sem hann þekkti til. Búin að lofa að skilja flöskuna eftir heima Mazie Hirono öldungadeildarþingmaður Demókrata sagðist hafa eftir mörgum heimildum að Hegseth væri iðulega drukkinn í starfi sínu sem sjónvarpsmaður. Hann vísaði ásökununum á bug og sagði þær hluta af rógsherferð gegn honum. Á þingflokksfundum Repúblikana síðustu vikur hefur hann þó haft orð á því að hann ætli ekki að drekka á vinnutíma. BBC segir frá því að talsverðar truflanir hafi orðið á fundinum þegar Hegseth hugðist ávarpa salinn. Lögreglumenn hafi teymt nokkra mótmælendur út úr þingsalnum sem höfðu verið með frammíköll. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Donald Trump greindi frá því skömmu eftir kosningar að hann hefði tilnefnt Hegseth sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Ákvörðun Trump var gagnrýnd harðlega, sér í lagi vegna þess að Hegseth skorti þá áratugareynslu af hermálum sem forsetar hafa venjulega horft til við útnefningar sínar í mikilvæg embætti. Sjá einnig: Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Á fjögurra klukkutíma löngum fundi létu nefndarmeðlimir spurningar dynja á Hegseth. Í framhaldinu mun öldungadeildarþingið greiða atkvæði með eða gegn tilnefningu Hegseth. Hegseth er fyrsti tilvonandi ráðherra Trump til að sitja fyrir svörum öldungadeildar en fleiri slíkir fundir eru fyrirhugaðir í vikunni, að því er kemur fram í frétt BBC. Fréttamaður miðilsins var í þinghúsinu í dag og fjallaði ítarlega um gang fundarins. Orðið vitni að minni kröfum til kvenna Margar spurningar sneru að afstöðu Hegseth gagnvart konum í Bandaríkjaher. Kirsten Gillibrand öldungadeildarþingkona var meðal þeirra sem sóttu fast að honum. „Þú mátt ekki niðurlægja konur, en þú gerir það í yfirlýsingum þínum. Þú segist ekki vilja konur í hernum, sérstaklega á víglínunum. Það eru glötuð ummæli. [...]. Svo segist þú ekki vilja konur í hernum, og sérstaklega ekki mæður. Hvað mislíkar þér við mæður?,“ sagði Gillibrand á fundinum. Hegseth kom sér til varnar með því að segjast hafa unnið með konum áður í hernaði, en hafi orðið vitni að því að minni kröfur hefðu verið gerðar til kvenna en karla. Þau atvik hafi orðið kveikjan að ummælum hans. Þá sagði hann kvenkyns hermenn sem hann hefur unnið með meðal þeirra bestu sem hann þekkti til. Búin að lofa að skilja flöskuna eftir heima Mazie Hirono öldungadeildarþingmaður Demókrata sagðist hafa eftir mörgum heimildum að Hegseth væri iðulega drukkinn í starfi sínu sem sjónvarpsmaður. Hann vísaði ásökununum á bug og sagði þær hluta af rógsherferð gegn honum. Á þingflokksfundum Repúblikana síðustu vikur hefur hann þó haft orð á því að hann ætli ekki að drekka á vinnutíma. BBC segir frá því að talsverðar truflanir hafi orðið á fundinum þegar Hegseth hugðist ávarpa salinn. Lögreglumenn hafi teymt nokkra mótmælendur út úr þingsalnum sem höfðu verið með frammíköll.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira