Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2025 12:17 Brot af plagati fyrir þáttinn Fjallið það öskar og þá Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir sem telur verk að vinna fyrir nýjan forseta, að veita þeim sérstaka viðurkenningu sem stóðu í stórræðum við björgunarstörf fyrir vestan. Um þessar mundir eru þrjátíu ár síðan snjóflóðin féllu á Súðavík og harmur lagðist yfir þjóðina. vísir/vilhelm Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, deildarforseti og prófessor við Háskólann í Bifröst, telur einsýnt að þeir sem komu að björgunarstörfum í tengslum við snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri fyrir þrjátíu árum verði heiðraðir sérstaklega fyrir framgöngu sína. Ólína telur vert að þessara atburða verði minnst með myndarlegum hætti á þessu „afmælisári“ þegar þrjátíu ár eru liðin frá snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri. „Þetta var svo ótrúlega víðtækt áfall“ segir Ólína. Björgunarfólkið sjálft varð fyrir djúpstæðu áfalli Hún segist ekki hafa komið að björgunarstörfum sjálf en þekki til og fyrir liggi að margir sem í þeim stóðu jafni sig aldrei til fulls. „Mér fyndist við hæfi að veitt yrði einhver viðurkenning, til dæmis sameiginleg þakkarstund til allra þeirra sem komu að aðgerðum í Súðavík og á Flateyri, og líka á Neskaupsstað fyrir fimmtíu árum. Það mætti heiðra þetta fólk með orðu, viðurkenningarskjali eða einhverjum sambærilegum hætti. Það vill stundum gleymast að margt af því fólki sem kom að björgun og hjálparstarfi vegna þessara náttúruhamfara lagði líf sitt og heilsu í hættu. Þetta fólk varð sjálft fyrir áfalli og sumir hafa aldrei náð sér“. Ólína segir að þessi hluti hafi eðlilega fallið í skuggann vegna þess mikla harms sem gekk yfir og hefur þurft sinn tíma til að vinna úr, er varðar missi ástvina og varð gríðarlegt högg. En þetta hafi „fallið í skuggann“. Ágætt verkefni fyrir nýjan forseta Vigdís Finnbogadóttir forseti hafi komið og faðmað fólkið og gott hún gerði það. Og aðrir forsetar hafa minnst þessara atburða í ræðum. „Einhverjir formenn björgunarsveita fengu fálkaorðu. Snorri Hermannsson til dæmis fékk Fálkaorðu, en hvort það var út af þessu tiltekna björgunarstarfi eða fyrir ævistarfið veit ég ekki. En við erum að tala um hundruð manna sem komu að,“ segir Ólína. Ólína segir þetta, að veita þeim viðurkenningar sem stóðu í fararbrotti við björgunarstörf, verðugt viðfangsefni fyrir Höllu Tómasdóttur nýjan forseta Íslands. vísir/vilhelm Hún nefnir sérstaklega til sögunnar Hjalta Hjaltason skipstjóra á Fagranesinu sem sigldi skipi sínu í kolvitlausu veðri frá Ísafirði til Súðavíkur. Það skipti sköpum. „Það var kapphlaup við tímann að koma fyrstu björgum á staðinn, björgunarfólki, læknum og búnaði. Hin skipin komu seinna. Honum hefur aldrei verið veitt nein viðurkenning fyrir framgöngu sína sem þó væri verðugt. Nú er hann orðinn gamall maður.“ Ólína segir þetta ágætt verkefni fyrir nýjan forseta. „Ég vona að hún taki þetta verkefni að sér og noti þetta ár til að hugsa það. Þetta er ekki neitt sem þarf að gera í flýti.“ Ólína ritaði pistil á Facebook-síðu sína þar sem hún viðrar þessa hugmynd og hefur fengið miklar undirtektir við þessum hugmyndum sínum. Fólkinu verður aldrei fullþakkað Þá tjáir Hafsteinn Númason, sem er meðal þeirra sem eru í brennidepli í „Fjallið það öskrar“, en hann var fastur á skipi sínu úti fyrir Súðavík og þrjú börn hans öll týnd í snjóflóðinu, sig á Facebook: „Það kemur alltaf betur i ljós hvað þetta reyndi ofboðslega mikið a björgunarsveitarmennina. Ókey, hvað við eigum öflugt fólk þar og þeim verður aldrei fullþakkað og það væri nær að veita þessu fólki Fálkaorðu frekar en fólki sem fær hana bara fyrir að nenna að mæta í vinnuna. Kærar þakkir til þeirra sem lögðu líf sitt að veði þarna.“ Bubbi Morthens samdi lag um þennan voðaatburð, eitt hans allra besta. Titill umrædds þáttar - Fjallið það öskar - er einmitt fengið úr þeim texta. Í samtali við Vísi segir Bubbi að hann hafi ekki, árum saman, getað flutt þetta lag fyrir vestan. Það ýfði upp of erfiðar tilfinningar. Snjóflóð á Íslandi Snjóflóðin í Súðavík Snjóflóð í Neskaupstað Björgunarsveitir Fálkaorðan Forseti Íslands Súðavíkurhreppur Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Ólína telur vert að þessara atburða verði minnst með myndarlegum hætti á þessu „afmælisári“ þegar þrjátíu ár eru liðin frá snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri. „Þetta var svo ótrúlega víðtækt áfall“ segir Ólína. Björgunarfólkið sjálft varð fyrir djúpstæðu áfalli Hún segist ekki hafa komið að björgunarstörfum sjálf en þekki til og fyrir liggi að margir sem í þeim stóðu jafni sig aldrei til fulls. „Mér fyndist við hæfi að veitt yrði einhver viðurkenning, til dæmis sameiginleg þakkarstund til allra þeirra sem komu að aðgerðum í Súðavík og á Flateyri, og líka á Neskaupsstað fyrir fimmtíu árum. Það mætti heiðra þetta fólk með orðu, viðurkenningarskjali eða einhverjum sambærilegum hætti. Það vill stundum gleymast að margt af því fólki sem kom að björgun og hjálparstarfi vegna þessara náttúruhamfara lagði líf sitt og heilsu í hættu. Þetta fólk varð sjálft fyrir áfalli og sumir hafa aldrei náð sér“. Ólína segir að þessi hluti hafi eðlilega fallið í skuggann vegna þess mikla harms sem gekk yfir og hefur þurft sinn tíma til að vinna úr, er varðar missi ástvina og varð gríðarlegt högg. En þetta hafi „fallið í skuggann“. Ágætt verkefni fyrir nýjan forseta Vigdís Finnbogadóttir forseti hafi komið og faðmað fólkið og gott hún gerði það. Og aðrir forsetar hafa minnst þessara atburða í ræðum. „Einhverjir formenn björgunarsveita fengu fálkaorðu. Snorri Hermannsson til dæmis fékk Fálkaorðu, en hvort það var út af þessu tiltekna björgunarstarfi eða fyrir ævistarfið veit ég ekki. En við erum að tala um hundruð manna sem komu að,“ segir Ólína. Ólína segir þetta, að veita þeim viðurkenningar sem stóðu í fararbrotti við björgunarstörf, verðugt viðfangsefni fyrir Höllu Tómasdóttur nýjan forseta Íslands. vísir/vilhelm Hún nefnir sérstaklega til sögunnar Hjalta Hjaltason skipstjóra á Fagranesinu sem sigldi skipi sínu í kolvitlausu veðri frá Ísafirði til Súðavíkur. Það skipti sköpum. „Það var kapphlaup við tímann að koma fyrstu björgum á staðinn, björgunarfólki, læknum og búnaði. Hin skipin komu seinna. Honum hefur aldrei verið veitt nein viðurkenning fyrir framgöngu sína sem þó væri verðugt. Nú er hann orðinn gamall maður.“ Ólína segir þetta ágætt verkefni fyrir nýjan forseta. „Ég vona að hún taki þetta verkefni að sér og noti þetta ár til að hugsa það. Þetta er ekki neitt sem þarf að gera í flýti.“ Ólína ritaði pistil á Facebook-síðu sína þar sem hún viðrar þessa hugmynd og hefur fengið miklar undirtektir við þessum hugmyndum sínum. Fólkinu verður aldrei fullþakkað Þá tjáir Hafsteinn Númason, sem er meðal þeirra sem eru í brennidepli í „Fjallið það öskrar“, en hann var fastur á skipi sínu úti fyrir Súðavík og þrjú börn hans öll týnd í snjóflóðinu, sig á Facebook: „Það kemur alltaf betur i ljós hvað þetta reyndi ofboðslega mikið a björgunarsveitarmennina. Ókey, hvað við eigum öflugt fólk þar og þeim verður aldrei fullþakkað og það væri nær að veita þessu fólki Fálkaorðu frekar en fólki sem fær hana bara fyrir að nenna að mæta í vinnuna. Kærar þakkir til þeirra sem lögðu líf sitt að veði þarna.“ Bubbi Morthens samdi lag um þennan voðaatburð, eitt hans allra besta. Titill umrædds þáttar - Fjallið það öskar - er einmitt fengið úr þeim texta. Í samtali við Vísi segir Bubbi að hann hafi ekki, árum saman, getað flutt þetta lag fyrir vestan. Það ýfði upp of erfiðar tilfinningar.
Snjóflóð á Íslandi Snjóflóðin í Súðavík Snjóflóð í Neskaupstað Björgunarsveitir Fálkaorðan Forseti Íslands Súðavíkurhreppur Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira