Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2025 12:01 Eldur sem kviknaði eftir drónaárás í Rússlandi í nótt. Skjáskot Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar dróna og eldflaugaárásir á skotmörk í nokkrum héruðum Rússlands í nótt. Í sumum tilfellum voru skotmörk Úkraínumanna hundruð kílómetra frá Úkraínu og loga miklir eldar eftir árásirnar. Rússar segja mikinn fjölda dróna hafa verið notaða til árásanna og sömuleiðis hafi Úkraínumenn notað vestrænar stýriflaugar. Ef marka má rússneska herbloggara voru árásir gerðar á skotmörk víðsvegar um Rússland með um það bil tvö hundruð drónum. Flestar árásirnar virðast hafa beinst að hergagnaverksmiðjum, vöruskemmum og olíu- og gasvinnsluinnviðum. Rússar hafa birt fjölmörg myndbönd af sprengingum og stærðarinnar bálum eftir árásir næturinnar, þrátt fyrir að bloggarar hafi haldið því fram að flestum drónanna og stýriflauganna hafi verið grandað. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur enn sem komið er lítið sagt um árásirnar, annað en að sex ATACMS eldflaugar og sex Storm Shadow stýriflaugar hafi verið skotnar niður yfir Bryansk-héraði. Hversu miklum skaða árásirnar ollu er óljóst, að svo stöddu. Overnight, more than 100 drones attacked Russia, with explosions reported in 12 regions. Fires broke out at the Orgsintez plant in Kazan and an oil depot in Engels, while explosions were heard in Tambov, Voronezh, Tula, Orel, and Rostov regions. Airports in four cities were… pic.twitter.com/by36E0B5lg— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) January 14, 2025 Ríkisstjóri Saratov-héraðs í Rússlandi sagði frá því í morgun að árásir hefðu verið gerðar á borgirnar Saratov og Engels, sem liggja vil Volgu. Fjölmargir drónar hafi verið notaðir og að árásirnar hafi valdið skaða á tveimur verksmiðjum. Skólum í borginni var lokað í morgun vegna elda sem loga þar, samkvæmt frétt Reuters. Sambærileg árás Úkraínumanna á Engels í síðustu viku kveikti eld í olíugeymslustöð sem tók fimm daga að slökkva. Varnarmálaráðuneyti Úkraínumanna segir árásir meðal annars hafa verið gerðar á olíugeymslu í Engels, efnaverksmiðju í Seltso sem notuð er til að framleiða sprengiefni og annað og tvær olíuvinnslur. On January 14, Ukraine's Defense Forces carried out the largest attack on russian military facilities, targeting locations 200 to 1,100 km deep inside russia.@GeneralStaffUA reports on the aftermath of this operation. The targets were hit in the Bryansk, Saratov, and Tula… pic.twitter.com/N4Wdzmpn8R— Defense of Ukraine (@DefenceU) January 14, 2025 Uppfært: Yfirlýsingu Úkraínumanna hefur verið bætt við fréttina. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir hermenn sína hafa handsamað tvo norður-kóreska hermenn í Kursk-héraði. 11. janúar 2025 13:35 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Rússar segja mikinn fjölda dróna hafa verið notaða til árásanna og sömuleiðis hafi Úkraínumenn notað vestrænar stýriflaugar. Ef marka má rússneska herbloggara voru árásir gerðar á skotmörk víðsvegar um Rússland með um það bil tvö hundruð drónum. Flestar árásirnar virðast hafa beinst að hergagnaverksmiðjum, vöruskemmum og olíu- og gasvinnsluinnviðum. Rússar hafa birt fjölmörg myndbönd af sprengingum og stærðarinnar bálum eftir árásir næturinnar, þrátt fyrir að bloggarar hafi haldið því fram að flestum drónanna og stýriflauganna hafi verið grandað. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur enn sem komið er lítið sagt um árásirnar, annað en að sex ATACMS eldflaugar og sex Storm Shadow stýriflaugar hafi verið skotnar niður yfir Bryansk-héraði. Hversu miklum skaða árásirnar ollu er óljóst, að svo stöddu. Overnight, more than 100 drones attacked Russia, with explosions reported in 12 regions. Fires broke out at the Orgsintez plant in Kazan and an oil depot in Engels, while explosions were heard in Tambov, Voronezh, Tula, Orel, and Rostov regions. Airports in four cities were… pic.twitter.com/by36E0B5lg— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) January 14, 2025 Ríkisstjóri Saratov-héraðs í Rússlandi sagði frá því í morgun að árásir hefðu verið gerðar á borgirnar Saratov og Engels, sem liggja vil Volgu. Fjölmargir drónar hafi verið notaðir og að árásirnar hafi valdið skaða á tveimur verksmiðjum. Skólum í borginni var lokað í morgun vegna elda sem loga þar, samkvæmt frétt Reuters. Sambærileg árás Úkraínumanna á Engels í síðustu viku kveikti eld í olíugeymslustöð sem tók fimm daga að slökkva. Varnarmálaráðuneyti Úkraínumanna segir árásir meðal annars hafa verið gerðar á olíugeymslu í Engels, efnaverksmiðju í Seltso sem notuð er til að framleiða sprengiefni og annað og tvær olíuvinnslur. On January 14, Ukraine's Defense Forces carried out the largest attack on russian military facilities, targeting locations 200 to 1,100 km deep inside russia.@GeneralStaffUA reports on the aftermath of this operation. The targets were hit in the Bryansk, Saratov, and Tula… pic.twitter.com/N4Wdzmpn8R— Defense of Ukraine (@DefenceU) January 14, 2025 Uppfært: Yfirlýsingu Úkraínumanna hefur verið bætt við fréttina.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir hermenn sína hafa handsamað tvo norður-kóreska hermenn í Kursk-héraði. 11. janúar 2025 13:35 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir hermenn sína hafa handsamað tvo norður-kóreska hermenn í Kursk-héraði. 11. janúar 2025 13:35
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31