Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2025 11:40 Kristrún óskaði eftir sparnaðarráður frá þjóðinni og Einar Örn Ólafsson og félagar í Play svöruðu kallinu. Vísir Sparnaðarráð til handa nýrri ríkisstjórn halda áfram að hrúgast inn í samráðsgátt stjórnvald og telja nú vel á þriðja þúsund. Meðal þeirra sem ráðleggja ríkisstjórninni er flugfélagið Play, sem telur ríkið geta sparað sér verulega fjármuni með því að skipta heldur við Play en Icelandair. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra gerði það einu af sínum fyrstu verkefnum í embætti forsætisráðherra að óska eftir sparnaðarráðum frá þjóðinni. Þjóðin hefur ekki setið á sér og tillögurnar eru nú orðnar 2772. Ýmissa grasa kennir í tillögunum. Nokkuð algengt er að fólk leggi til að ÁTVR verði lögð niður og ýmsar stofnanir sameinaðar. Þá leggur einn til að Ísland segi sig úr NATO og leigi bandalaginu aðstöðu hér á landi fyrir litla eitt hundrað milljarða á ári. Ríkið kaupi alltaf ódýrasta miðann Flugfélagið Play hefur nú skilað inn tvíþættri tillögu að aukinni ráðdeild í ríkisrekstri. Fyrri liðurinn er einfaldur, að ríkisstofnanir kaupi alltaf ódýrasta flugmiðann fyrir starfsmenn sem ferðast til og frá Íslandi vegna vinnu. Síðari liðurinn snýr að vildarpunktafríðindum opinberra starfsmanna, sem hafa áður komið til umræðu. Augljósir hagsmunir fyrir hendi Í tillögu Play segir að Icelandair bjóði viðskiptavinum sínum upp á að safna vildarpunktum þegar ferðir eru bókaðar með flugfélaginu. Play bjóði ekki upp á sömu þjónustu en bjóði aftur á móti hagstæðara verð fyrir sömu þjónustu. Þegar ríkið kaupir flug fyrir opinbera starfsmenn með Icelandair fái starfsmennirnir persónulega vildarpunkta til einkanota. „Þannig hafa opinberir starfsmenn mikla hagsmuni af því að ferðin sé frekar bókuð með Icelandair en Play. Þá má hins vegar fullyrða að flug með PLAY sé í langflestum tilvikum ódýrar en Icelandair. Margar aðrar ástæður geta legið að baki því að velja eitt flugfélag umfram önnur, t.d. brottfarartími, en persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati og leiðir til þess að ríkið greiðir mun hærri upphæð fyrir flugferðir opinberra starfsmanna en þörf krefur.“ Alþingi keypti fjörutíu sinnum meira af Icelandair en Play Skýrt dæmi um að ríkisstarfsmenn velji dýrari kostinn séu flugferðir Alþingismanna árið 2023. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins hafi Alþingi keypt flugmiða af Icelandair fyrir 20,9 milljónir króna það árið en einungis fyrir 500 þúsund krónur af Play. Munurinn þar á milli er rúmlega fjörutíufaldur. Ekki sé hægt að rökstyðja að verð, áfangastaðir eða flugtími Play réttlæti slíkan mun. Play fljúgi til þeirra borga í Evrópu sem Alþingismenn ferðast mest til. Brottfarartímar Play til Evrópu séu að jafnaði um klukkustund fyrr á morgnanna, sem ætti ekki að réttlæta dýrara val á flugsæti, sérstaklega ekki þegar farið er með fé skattborgara. „Farmiðakaup Alþingismanna eru aðeins brot af heildarinnkaupum ríkisins á flugmiðum. Play telur ríkið geta sparað að minnsta kosti tugi milljóna á ári með því að hætta að greiða einkaáskrift opinberra starfsmanna að óþarflega dýru vildarkerfi.“ Play Icelandair Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra gerði það einu af sínum fyrstu verkefnum í embætti forsætisráðherra að óska eftir sparnaðarráðum frá þjóðinni. Þjóðin hefur ekki setið á sér og tillögurnar eru nú orðnar 2772. Ýmissa grasa kennir í tillögunum. Nokkuð algengt er að fólk leggi til að ÁTVR verði lögð niður og ýmsar stofnanir sameinaðar. Þá leggur einn til að Ísland segi sig úr NATO og leigi bandalaginu aðstöðu hér á landi fyrir litla eitt hundrað milljarða á ári. Ríkið kaupi alltaf ódýrasta miðann Flugfélagið Play hefur nú skilað inn tvíþættri tillögu að aukinni ráðdeild í ríkisrekstri. Fyrri liðurinn er einfaldur, að ríkisstofnanir kaupi alltaf ódýrasta flugmiðann fyrir starfsmenn sem ferðast til og frá Íslandi vegna vinnu. Síðari liðurinn snýr að vildarpunktafríðindum opinberra starfsmanna, sem hafa áður komið til umræðu. Augljósir hagsmunir fyrir hendi Í tillögu Play segir að Icelandair bjóði viðskiptavinum sínum upp á að safna vildarpunktum þegar ferðir eru bókaðar með flugfélaginu. Play bjóði ekki upp á sömu þjónustu en bjóði aftur á móti hagstæðara verð fyrir sömu þjónustu. Þegar ríkið kaupir flug fyrir opinbera starfsmenn með Icelandair fái starfsmennirnir persónulega vildarpunkta til einkanota. „Þannig hafa opinberir starfsmenn mikla hagsmuni af því að ferðin sé frekar bókuð með Icelandair en Play. Þá má hins vegar fullyrða að flug með PLAY sé í langflestum tilvikum ódýrar en Icelandair. Margar aðrar ástæður geta legið að baki því að velja eitt flugfélag umfram önnur, t.d. brottfarartími, en persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati og leiðir til þess að ríkið greiðir mun hærri upphæð fyrir flugferðir opinberra starfsmanna en þörf krefur.“ Alþingi keypti fjörutíu sinnum meira af Icelandair en Play Skýrt dæmi um að ríkisstarfsmenn velji dýrari kostinn séu flugferðir Alþingismanna árið 2023. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins hafi Alþingi keypt flugmiða af Icelandair fyrir 20,9 milljónir króna það árið en einungis fyrir 500 þúsund krónur af Play. Munurinn þar á milli er rúmlega fjörutíufaldur. Ekki sé hægt að rökstyðja að verð, áfangastaðir eða flugtími Play réttlæti slíkan mun. Play fljúgi til þeirra borga í Evrópu sem Alþingismenn ferðast mest til. Brottfarartímar Play til Evrópu séu að jafnaði um klukkustund fyrr á morgnanna, sem ætti ekki að réttlæta dýrara val á flugsæti, sérstaklega ekki þegar farið er með fé skattborgara. „Farmiðakaup Alþingismanna eru aðeins brot af heildarinnkaupum ríkisins á flugmiðum. Play telur ríkið geta sparað að minnsta kosti tugi milljóna á ári með því að hætta að greiða einkaáskrift opinberra starfsmanna að óþarflega dýru vildarkerfi.“
Play Icelandair Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira