Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2025 11:32 Ástandið er grafalvarlegt í Kaliforníu vegna eldanna. Tiffany Rose/Getty Images Úrslitakeppnin í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hefst á morgun. Eldarnir sem geisa í Kaliforní hafa sín áhrif á leik Los Angeles Rams. LA Rams leika síðasta leikinn í umspilsumferðinni sem fram fer um helgina. Þeir mæta Minnesota Vikings, en sá leikur átti að fara fram á SoFi-vellinum í Inglewood suðvestur af Los Angeles. Tekin hefur verið ákvörðun um að færa þann leik, í samráði við opinbera aðila, félögin sem við eiga og leikmannasamtök. Hann fer því fram á heimavelli Arizona Cardinals, State Farm-vellinum í Glendale, en Cardinals komust ekki í úrslitakeppnina. Los Angeles Chargers, hitt NFL-liðið í borginni, á útileik við Houston Texans í úrslitakeppninni um helgina. Allir sex leikir helgarinnar verða í beinni á Stöð 2 Sport 2. Eldarnir sem geisa í Kaliforníu hafa dregið tíu manns til dauða og neytt hundruði þúsunda íbúa af heimilum sínum. Tugir þúsunda híbýla hafa orðið eldinum að bráð. Í gærkvöld var leik Los Angeles Lakers við Charlotte Hornets frestað, en þau lið áttu að mætast í Crypto.com-höllinni í miðbæ Los Angeles. JJ Redick, þjálfari Lakers, er á meðal þeirra sem glataði húsi sínu til eldanna. Söguleg tilfærsla Þetta er aðeins í annað sinn sem leikur er færður í sögu NFL-deildinnar. Fyrra skiptið var fyrir 89 árum síðan. Árið 1936 var leikur Boston Redskins og Green Bay Packers fluttur frá Boston til New York. Eigandi Boston-liðs þess tíma, George Preston Marshall, færði þann leik. Það var við heldur óalvarlegri aðstæður, þar sem honum þótti fólk í Boston ekki styðja liðið nægilega. Ekki gekk betur í New York þó, þar sem Redskins töpuðu leiknum 21-6. Þetta lagði þó grunninn að því að Marshall flutti Redskins-liðið búferlum til heimaborgar sinnar, Washington D.C. Þar hafa Redskins verið síðan, en nafninu þó verið breytt í Washington Commanders. Commanders-liðið mætir Tampa Bay Buccaneers aðfaranótt mánudags. Leikir helgarinnar í NFL-deildinni Laugardagur 11. janúar 21:30 Houston Texans - Los Angeles Chargers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Baltimore Ravens - Pittsburgh Steelers (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur 12. janúar 18:00 Buffalo Bills - Denver Broncos (Stöð 2 Sport 2) 21:30 Philadelphia Eagles - Green Bay Packers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Tampa Bay Buccaneers - Washington Commanders (Stöð 2 Sport 2) Mánudagur 13. janúar 01:00 Los Angeles Rams - Minnesota Vikings (Stöð 2 Sport 2) Þriðjudagur 14. janúar 20:00 Lokasóknin (Stöð 2 Sport 2) NFL Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Tengdar fréttir Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39 Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
LA Rams leika síðasta leikinn í umspilsumferðinni sem fram fer um helgina. Þeir mæta Minnesota Vikings, en sá leikur átti að fara fram á SoFi-vellinum í Inglewood suðvestur af Los Angeles. Tekin hefur verið ákvörðun um að færa þann leik, í samráði við opinbera aðila, félögin sem við eiga og leikmannasamtök. Hann fer því fram á heimavelli Arizona Cardinals, State Farm-vellinum í Glendale, en Cardinals komust ekki í úrslitakeppnina. Los Angeles Chargers, hitt NFL-liðið í borginni, á útileik við Houston Texans í úrslitakeppninni um helgina. Allir sex leikir helgarinnar verða í beinni á Stöð 2 Sport 2. Eldarnir sem geisa í Kaliforníu hafa dregið tíu manns til dauða og neytt hundruði þúsunda íbúa af heimilum sínum. Tugir þúsunda híbýla hafa orðið eldinum að bráð. Í gærkvöld var leik Los Angeles Lakers við Charlotte Hornets frestað, en þau lið áttu að mætast í Crypto.com-höllinni í miðbæ Los Angeles. JJ Redick, þjálfari Lakers, er á meðal þeirra sem glataði húsi sínu til eldanna. Söguleg tilfærsla Þetta er aðeins í annað sinn sem leikur er færður í sögu NFL-deildinnar. Fyrra skiptið var fyrir 89 árum síðan. Árið 1936 var leikur Boston Redskins og Green Bay Packers fluttur frá Boston til New York. Eigandi Boston-liðs þess tíma, George Preston Marshall, færði þann leik. Það var við heldur óalvarlegri aðstæður, þar sem honum þótti fólk í Boston ekki styðja liðið nægilega. Ekki gekk betur í New York þó, þar sem Redskins töpuðu leiknum 21-6. Þetta lagði þó grunninn að því að Marshall flutti Redskins-liðið búferlum til heimaborgar sinnar, Washington D.C. Þar hafa Redskins verið síðan, en nafninu þó verið breytt í Washington Commanders. Commanders-liðið mætir Tampa Bay Buccaneers aðfaranótt mánudags. Leikir helgarinnar í NFL-deildinni Laugardagur 11. janúar 21:30 Houston Texans - Los Angeles Chargers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Baltimore Ravens - Pittsburgh Steelers (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur 12. janúar 18:00 Buffalo Bills - Denver Broncos (Stöð 2 Sport 2) 21:30 Philadelphia Eagles - Green Bay Packers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Tampa Bay Buccaneers - Washington Commanders (Stöð 2 Sport 2) Mánudagur 13. janúar 01:00 Los Angeles Rams - Minnesota Vikings (Stöð 2 Sport 2) Þriðjudagur 14. janúar 20:00 Lokasóknin (Stöð 2 Sport 2)
Leikir helgarinnar í NFL-deildinni Laugardagur 11. janúar 21:30 Houston Texans - Los Angeles Chargers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Baltimore Ravens - Pittsburgh Steelers (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur 12. janúar 18:00 Buffalo Bills - Denver Broncos (Stöð 2 Sport 2) 21:30 Philadelphia Eagles - Green Bay Packers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Tampa Bay Buccaneers - Washington Commanders (Stöð 2 Sport 2) Mánudagur 13. janúar 01:00 Los Angeles Rams - Minnesota Vikings (Stöð 2 Sport 2) Þriðjudagur 14. janúar 20:00 Lokasóknin (Stöð 2 Sport 2)
NFL Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Tengdar fréttir Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39 Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39
Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50