Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Jón Þór Stefánsson skrifar 9. janúar 2025 19:01 Í Langanesbyggð búa alls um 550 manns og eru um 60 nemendur í grunnskólanum sem er sá eini í sveitarfélaginu. Kona sem var á síðasta ári ákærð fyrir fjárdrátt í opinberu starfi þegar hún var skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn er grunuð um að hafa notað peninginn til einkanota, aðallega í greiðslur sem fóru inn á veðmálasíður. Þetta kemur fram í viðbótarskjali við ákæru málsins sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar segir að rannsókn málsins hafi leitt í ljós að greiðslurnar hafi aðallega farið til Betsson og Digimedia. Betsson er fræg veðmálasíða og Digimedia rekur margar leikja- og veðmálasíður á netinu. Bæði Betsson og Digimedia eru starfrækt frá Möltu. Greint var frá máli konunnar í maí á síðasta ári. Þá kom fram að hún væri ákærð fyrir að draga að sér rúmlega 8,6 milljónir króna þegar hún starfaði sem skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn í 74 færslum frá árinu 2016 til 2020. Upphæðirnar komu að mestu leyti frá reikningum skólans, en nokkrar komu af reikningi félagsmiðstöðvar skólans. Í viðbótarskjalinu sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að í sex tilfellum hafi millifærslur konunnar verið vegna kostnaðar sem hún greiddi af reikningi sínum. Vegna þess hefur ákæruvaldið dregið tæplega 2,5 milljónir af upprunalegu ákærufjárhæðinni. Þegar málið kom upp sagði Björn S. Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, að málið hefði verið starfsmönnum skólans þungbært. Jafnframt sagði Björn að búið væri að breyta verklagi þannig þetta kæmi ekki fyrir aftur. Langanesbyggð Dómsmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Fjárhættuspil Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Þetta kemur fram í viðbótarskjali við ákæru málsins sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar segir að rannsókn málsins hafi leitt í ljós að greiðslurnar hafi aðallega farið til Betsson og Digimedia. Betsson er fræg veðmálasíða og Digimedia rekur margar leikja- og veðmálasíður á netinu. Bæði Betsson og Digimedia eru starfrækt frá Möltu. Greint var frá máli konunnar í maí á síðasta ári. Þá kom fram að hún væri ákærð fyrir að draga að sér rúmlega 8,6 milljónir króna þegar hún starfaði sem skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn í 74 færslum frá árinu 2016 til 2020. Upphæðirnar komu að mestu leyti frá reikningum skólans, en nokkrar komu af reikningi félagsmiðstöðvar skólans. Í viðbótarskjalinu sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að í sex tilfellum hafi millifærslur konunnar verið vegna kostnaðar sem hún greiddi af reikningi sínum. Vegna þess hefur ákæruvaldið dregið tæplega 2,5 milljónir af upprunalegu ákærufjárhæðinni. Þegar málið kom upp sagði Björn S. Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, að málið hefði verið starfsmönnum skólans þungbært. Jafnframt sagði Björn að búið væri að breyta verklagi þannig þetta kæmi ekki fyrir aftur.
Langanesbyggð Dómsmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Fjárhættuspil Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira