Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2025 09:50 Dagur segist hafa verið reiðubúinn til að taka við embætti þingflokksformanns. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa gert ráð fyrir því að verða þingflokksformaður flokksins. Guðmundur Ari Sigurjónsson var kjörinn formaður þingflokksins í gær. Kristrún Frostadóttir lagði til á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í gær að Guðmundur Ari yrði formaður, auk þess sem Arna Lára Jónsdóttir yrði varaformaður og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari þingflokks. Tillögurnar voru einróma samþykktar. Fer til annarra verkefna Í samtali við Morgunblaðið segir Dagur, sem hafði ítrekað verið nefndur sem mögulegur þingflokksformaður, að hann hafi verið tilbúinn til að takast á við það verkefni. „Ekki spurning um það, og gerði alveg ráð fyrir því. Þannig að ég fer til annara verkefna,“ hefur Mogginn eftir Degi. Þar nefnir hann þó ekki hvaða verkefni er um að ræða, en enn á eftir að raða niður í nefndir þingsins, bæði almennum nefndarmönnum en einnig formönnum. Formaðurinn segir samstöðu í þingflokknum Það fór hátt í kosningabaráttunni þegar Kristrún fullvissaði mögulegan kjósanda flokksins, sem var ósáttur við að Dagur væri í þingframboði, um að Dagur væri „aukaleikari“ og yrði ekki ráðherra. Nú er ljóst að hann fær ekki heldur ábyrgðarstöðu í stjórn þingflokksins. Fréttastofa ræddi við Guðmund Ara í gær, eftir að ljóst varð að hann yrði þingflokksformaður. Þá var hann meðal annars spurður hvernig Dagur hefði tekið þeim tíðindum. Guðmundur Ari svaraði því til að mikil samstaða hafi verið innan þingflokksins. „Og engin önnur tillaga sem barst á fundinum eða neitt svoleiðis. Þannig að það er bara mikil samstaða í þingflokknum,“ sagði Guðmundur Ari í gær. Fréttastofa hefur ekki náð í Dag nú í morgun. Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Guðmundur Ari Sigurjónsson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur verið útnefndur þingflokksformaður flokksins. Tillaga Kristrúnar Frostadóttur þess efnis var samþykkt á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í dag. Dagur B. Eggertsson kemst ekki á blað í stjórn þingflokksins. 7. janúar 2025 14:34 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Sjá meira
Kristrún Frostadóttir lagði til á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í gær að Guðmundur Ari yrði formaður, auk þess sem Arna Lára Jónsdóttir yrði varaformaður og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari þingflokks. Tillögurnar voru einróma samþykktar. Fer til annarra verkefna Í samtali við Morgunblaðið segir Dagur, sem hafði ítrekað verið nefndur sem mögulegur þingflokksformaður, að hann hafi verið tilbúinn til að takast á við það verkefni. „Ekki spurning um það, og gerði alveg ráð fyrir því. Þannig að ég fer til annara verkefna,“ hefur Mogginn eftir Degi. Þar nefnir hann þó ekki hvaða verkefni er um að ræða, en enn á eftir að raða niður í nefndir þingsins, bæði almennum nefndarmönnum en einnig formönnum. Formaðurinn segir samstöðu í þingflokknum Það fór hátt í kosningabaráttunni þegar Kristrún fullvissaði mögulegan kjósanda flokksins, sem var ósáttur við að Dagur væri í þingframboði, um að Dagur væri „aukaleikari“ og yrði ekki ráðherra. Nú er ljóst að hann fær ekki heldur ábyrgðarstöðu í stjórn þingflokksins. Fréttastofa ræddi við Guðmund Ara í gær, eftir að ljóst varð að hann yrði þingflokksformaður. Þá var hann meðal annars spurður hvernig Dagur hefði tekið þeim tíðindum. Guðmundur Ari svaraði því til að mikil samstaða hafi verið innan þingflokksins. „Og engin önnur tillaga sem barst á fundinum eða neitt svoleiðis. Þannig að það er bara mikil samstaða í þingflokknum,“ sagði Guðmundur Ari í gær. Fréttastofa hefur ekki náð í Dag nú í morgun.
Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Guðmundur Ari Sigurjónsson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur verið útnefndur þingflokksformaður flokksins. Tillaga Kristrúnar Frostadóttur þess efnis var samþykkt á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í dag. Dagur B. Eggertsson kemst ekki á blað í stjórn þingflokksins. 7. janúar 2025 14:34 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Sjá meira
Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Guðmundur Ari Sigurjónsson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur verið útnefndur þingflokksformaður flokksins. Tillaga Kristrúnar Frostadóttur þess efnis var samþykkt á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í dag. Dagur B. Eggertsson kemst ekki á blað í stjórn þingflokksins. 7. janúar 2025 14:34