Ætlar að hitta kónginn í dag Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2025 09:39 Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands. Facebook Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, mun hitta danska konunginn í dag þó fundurinn verði seinna en til stóð. Hætt var við fund þeirra á mánudaginn, á svipuðum tíma og fregnir bárust af því að Donald Trump yngri væri á leið til Grænlands eftir að faðir hans, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði talað um það að Bandaríkin ættu að eignast eyríkið. Upprunalega átti Egede að funda með Friðrik konungi klukkan tíu í dag, að dönskum tíma, en nú á nýr fundur að eiga sér stað klukkan tvö, samkvæmt frétt DR. Það er klukkan eitt að íslenskum tíma. Það að hætt var við fund Egeda og Friðriks á mánudaginn var af mörgum talið vandræðalegt fyrir kónginn. Sjá einnig: Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Fundurinn mun fara fram í skugga ummæla Trumps frá því í gær þegar hann hótaði því að beita Dani umfangsmiklum tollum til að þvinga þá til að láta Grænland af hendi og neitaði að útiloka að beita hervaldi til að öðlast eyjuna. Sjá einnig: Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Blaðamaður DR náði tali af Egede þegar hann lenti í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hann sagðist líta ummæli Trumps alvarlegum augum. Að öðru leyti tjáði hann sig lítið um ummælin. Áður en Trump neitaði að útiloka hernaðaríhlutun skrifaði Egeda á Facebook að Grænland tilheyrði Grænlendingum. Framtíð Grænlendinga og barátta þeirra um sjálfstæði væri þeirra mál en öðrum, eins og Dönum og Bandaríkjamönnum, væri frjálst að hafa skoðun á stöðu Grænlands. Hann sagði unnið að því á hverjum degi að gera Grænland sjálfstætt og Grænlendingar gætu og ættu að vinna með öðrum ríkjum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sló á svipaða strengi í gær og sagði framtíð Grænlands vera í höndum Grænlendinga. Öll umræða um hana eigi að hefjast og enda í Nuuk. Fréttin hefur verið uppfærð vaðrandi tímamuninn á Íslandi og Danmörku. Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34 Trump yngri á leið til Grænlands Sonur verðandi forseta Bandaríkjanna er á leið til Grænlands. Trump hefur nýlega viðrað aftur hugmyndir sínar um að kaupa Grænland. 6. janúar 2025 22:02 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Upprunalega átti Egede að funda með Friðrik konungi klukkan tíu í dag, að dönskum tíma, en nú á nýr fundur að eiga sér stað klukkan tvö, samkvæmt frétt DR. Það er klukkan eitt að íslenskum tíma. Það að hætt var við fund Egeda og Friðriks á mánudaginn var af mörgum talið vandræðalegt fyrir kónginn. Sjá einnig: Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Fundurinn mun fara fram í skugga ummæla Trumps frá því í gær þegar hann hótaði því að beita Dani umfangsmiklum tollum til að þvinga þá til að láta Grænland af hendi og neitaði að útiloka að beita hervaldi til að öðlast eyjuna. Sjá einnig: Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Blaðamaður DR náði tali af Egede þegar hann lenti í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hann sagðist líta ummæli Trumps alvarlegum augum. Að öðru leyti tjáði hann sig lítið um ummælin. Áður en Trump neitaði að útiloka hernaðaríhlutun skrifaði Egeda á Facebook að Grænland tilheyrði Grænlendingum. Framtíð Grænlendinga og barátta þeirra um sjálfstæði væri þeirra mál en öðrum, eins og Dönum og Bandaríkjamönnum, væri frjálst að hafa skoðun á stöðu Grænlands. Hann sagði unnið að því á hverjum degi að gera Grænland sjálfstætt og Grænlendingar gætu og ættu að vinna með öðrum ríkjum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sló á svipaða strengi í gær og sagði framtíð Grænlands vera í höndum Grænlendinga. Öll umræða um hana eigi að hefjast og enda í Nuuk. Fréttin hefur verið uppfærð vaðrandi tímamuninn á Íslandi og Danmörku.
Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34 Trump yngri á leið til Grænlands Sonur verðandi forseta Bandaríkjanna er á leið til Grænlands. Trump hefur nýlega viðrað aftur hugmyndir sínar um að kaupa Grænland. 6. janúar 2025 22:02 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34
Trump yngri á leið til Grænlands Sonur verðandi forseta Bandaríkjanna er á leið til Grænlands. Trump hefur nýlega viðrað aftur hugmyndir sínar um að kaupa Grænland. 6. janúar 2025 22:02