Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. janúar 2025 13:06 Donald Trump yngri er mættur til Grænlands. Hann er ekki þar í neinum opinberum erindagjörðum, en heimsókn hans hefur engu að síður vakið gríðarlega athygli í ljósi áhuga föður hans á að Bandaríkin taki yfir stjórn Grænlands. AP/Evan Vucci Sonur Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, er á Grænlandi, við litla hrifningu danskra fjölmiðla. Forsetinn verðandi hefur ítrekað lýst yfir áhuga sínum á því að Grænland fari undir stjórn Bandaríkjanna. Trump yngri er ekki á leið á neina opinbera fundi í Grænlandi, en heimsókn hans er þó talin til marks um eftirfylgni föður hans við áður yfirlýstan áhuga á því að Bandaríkin taki yfir stjórn Grænlands, sem nær aftur ársins 2019. Hann lýsti slíkum áhuga síðast yfir skömmu fyrir áramót, og sagði það nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og frelsi heimsins að Bandaríkin tækju við stjórn Grænlands. „Ef og þegar Grænland verður hluti þjóðarinnar“ Í gær birti forsetinn verðandi færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði Grænland ótrúlegan stað. Ef og þegar Grænland yrði hluti Bandaríkjanna myndi hann vernda það frá grimmilegum umheiminum. „Gerum Grænland frábært aftur,“ segir Trump í lok færslunnar. Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands hefur sagt að Grænland sé ekki falt, og lýst því yfir að á árinu verði tekin stór skref í átt að sjálfstæði Grænlands. Í gær afboðaði hann komu sína á fund með Friðrik 10. Danakonungi, en norrænir fjölmiðlar hafa sett þá ákvörðun í samhengi við heimsókn Trumps yngri, og sagt málið hið vandræðalegasta fyrir konunginn. Danskir fjölmiðlar loga Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður er búsett í Danmörku og segir danska miðla einfaldlega loga vegna málsins. Stærstu fjölmiðlar landsins séu með fréttavaktir þar sem greint sé frá öllum vendingum tengdum heimsókn Trump yngri. „Jafnvel þótt ekki sé um opinbera heimsókn að ræða. Þetta hefur vakið gríðarlega athygli.“ Margítrekað hafi verið sagt að Grænland sé ekki til sölu, en málið hafi vakið upp miklar umræður í dönsku þjóðfélagi, rétt eins og á Grænlandi. Grænlandi gert hærra undir höfði á merkinu Elín Margrét segir málið nokkuð snúið fyrir dönsk stjórnvöld og Friðrik konung, en eins og áður sagði aflýsti formaður landsstjórnar Grænlands fundi sínum með honum. „Hann er víst engu að síður á leiðinni til Danmerkur og svörin voru þau að ekki væri pláss fyrir fund með konungi í dagbók formanns landsstjórnarinnar.“ Skjaldamerki Danmerkur fyrir (t.v.) og eftir breytingu. Nú hafa ísbjörninn sem táknar Grænland og hrúturinn sem táknar Færeyjar verið stækkaðir og fengið hvor sinn sess í merkinu, í stað þess að hvíla undir þremur krúnum. Það eina sem liggi fyrir sé að hann muni sækja nýársmóttöku hjá samfélagi Grænlendinga í Kaupmannahöfn á fimmtudag. „Á móti hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla að Friðrik Danakonungur hefur látið breyta skjaldarmerkinu, til að endurspegla betur Grænland og Færeyjar,“ segir Elín Margrét. Kallað eftir skýrri afstöðu forsætisráðherrans Þá hafi stjórnarandstaðan á danska þinginu, sem og fjölmiðlar, kallað eftir skýrari afstöðu Mette Frederiksen forsætisráðherra og stjórnar hennar til brambolts þeirra Trump-feðga á norðurslóðum. „Þetta er auðvitað ákveðin jafnvægisleikur sem danska stjórnin þarf að leika í þessu sambandi. Það er auðvitað lítil stemning fyrir því meðal Grænlendinga að dönsk stjórnvöld séu að hlutast of mikið til um innanríkismál á Grænlandi. Grænlendingar hafa kallað eftir auknu sjálfstæði og ákvörðunarrétti um sín eigin mál.“ Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Sjá meira
Trump yngri er ekki á leið á neina opinbera fundi í Grænlandi, en heimsókn hans er þó talin til marks um eftirfylgni föður hans við áður yfirlýstan áhuga á því að Bandaríkin taki yfir stjórn Grænlands, sem nær aftur ársins 2019. Hann lýsti slíkum áhuga síðast yfir skömmu fyrir áramót, og sagði það nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og frelsi heimsins að Bandaríkin tækju við stjórn Grænlands. „Ef og þegar Grænland verður hluti þjóðarinnar“ Í gær birti forsetinn verðandi færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði Grænland ótrúlegan stað. Ef og þegar Grænland yrði hluti Bandaríkjanna myndi hann vernda það frá grimmilegum umheiminum. „Gerum Grænland frábært aftur,“ segir Trump í lok færslunnar. Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands hefur sagt að Grænland sé ekki falt, og lýst því yfir að á árinu verði tekin stór skref í átt að sjálfstæði Grænlands. Í gær afboðaði hann komu sína á fund með Friðrik 10. Danakonungi, en norrænir fjölmiðlar hafa sett þá ákvörðun í samhengi við heimsókn Trumps yngri, og sagt málið hið vandræðalegasta fyrir konunginn. Danskir fjölmiðlar loga Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður er búsett í Danmörku og segir danska miðla einfaldlega loga vegna málsins. Stærstu fjölmiðlar landsins séu með fréttavaktir þar sem greint sé frá öllum vendingum tengdum heimsókn Trump yngri. „Jafnvel þótt ekki sé um opinbera heimsókn að ræða. Þetta hefur vakið gríðarlega athygli.“ Margítrekað hafi verið sagt að Grænland sé ekki til sölu, en málið hafi vakið upp miklar umræður í dönsku þjóðfélagi, rétt eins og á Grænlandi. Grænlandi gert hærra undir höfði á merkinu Elín Margrét segir málið nokkuð snúið fyrir dönsk stjórnvöld og Friðrik konung, en eins og áður sagði aflýsti formaður landsstjórnar Grænlands fundi sínum með honum. „Hann er víst engu að síður á leiðinni til Danmerkur og svörin voru þau að ekki væri pláss fyrir fund með konungi í dagbók formanns landsstjórnarinnar.“ Skjaldamerki Danmerkur fyrir (t.v.) og eftir breytingu. Nú hafa ísbjörninn sem táknar Grænland og hrúturinn sem táknar Færeyjar verið stækkaðir og fengið hvor sinn sess í merkinu, í stað þess að hvíla undir þremur krúnum. Það eina sem liggi fyrir sé að hann muni sækja nýársmóttöku hjá samfélagi Grænlendinga í Kaupmannahöfn á fimmtudag. „Á móti hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla að Friðrik Danakonungur hefur látið breyta skjaldarmerkinu, til að endurspegla betur Grænland og Færeyjar,“ segir Elín Margrét. Kallað eftir skýrri afstöðu forsætisráðherrans Þá hafi stjórnarandstaðan á danska þinginu, sem og fjölmiðlar, kallað eftir skýrari afstöðu Mette Frederiksen forsætisráðherra og stjórnar hennar til brambolts þeirra Trump-feðga á norðurslóðum. „Þetta er auðvitað ákveðin jafnvægisleikur sem danska stjórnin þarf að leika í þessu sambandi. Það er auðvitað lítil stemning fyrir því meðal Grænlendinga að dönsk stjórnvöld séu að hlutast of mikið til um innanríkismál á Grænlandi. Grænlendingar hafa kallað eftir auknu sjálfstæði og ákvörðunarrétti um sín eigin mál.“
Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Sjá meira