Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. janúar 2025 10:15 Eva hefur samið um starfslok hjá Sýn eftir 20 ára feril á miðlum félagsins. Eva Georgs. Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, hefur samið um starfslok hjá Sýn. Hún hefur starfað á stöðinni frá árinu 2005. „Eftir tuttugu ára starf hjá Stöð 2 hef ég samið um starfslok hjá Sýn. Það hefur verið einstakt að fá að vera hluti af því magnaða teymi sem hefur staðið á bakvið fjölmiðla Sýnar á þessum tíma. Það hefur varla komið sá dagur þar sem ég hef ekki hlakkað til að mæta í vinnuna og takast á við verkefnin framundan við hlið frábærra vinnufélaga sem vinna af ástríðu og metnaði alla daga,“ segir Eva. Lítur stolt um öxl Hún sé þakklát fyrir þau tækifæri sem hún hafi fengið til að vaxa og dafna í starfi, fyrst á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, síðar í innlendri þáttagerð og loks sem sjónvarpsstjóri. „Verkefnin hafa verið mörg og ólík en bara á síðasta ári fórum við í endurmörkun á dagskrárstefnu Stöðvar 2, efldum innlenda framleiðslu, opnuðum fréttagluggann, fengum sýningarréttinn að enska boltanum og nú í desember voru fleiri áskrifendur að Stöð 2+ en nokkru sinni fyrr. Ég lít stolt um öxl og óska öllu mínu góða samstarfsfólki hjá Sýn alls hins besta með framhaldið.“ Þrátt fyrir að hafa samið um starfslok tekur Eva fram að þau taki ekki þegar gildi. Hún hafi ekki ráðið sig í annað starf og óráðið sé hvað taki við hjá henni þegar að starfslokum kemur. Þakkar fyrir dýrmætt framlag Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, þakkar Evu fyrir dýrmætt framlag hennar til miðla Sýnar á tuttugu ára starfsferli hennar. „Eva er sterkur leiðtogi, fagmanneskja fram í fingurgóma og hefur veitt okkur sem höfum unnið með henni innblástur með ástríðu sinni. Við óskum Evu alls hins besta í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur næst,“ segir Herdís. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
„Eftir tuttugu ára starf hjá Stöð 2 hef ég samið um starfslok hjá Sýn. Það hefur verið einstakt að fá að vera hluti af því magnaða teymi sem hefur staðið á bakvið fjölmiðla Sýnar á þessum tíma. Það hefur varla komið sá dagur þar sem ég hef ekki hlakkað til að mæta í vinnuna og takast á við verkefnin framundan við hlið frábærra vinnufélaga sem vinna af ástríðu og metnaði alla daga,“ segir Eva. Lítur stolt um öxl Hún sé þakklát fyrir þau tækifæri sem hún hafi fengið til að vaxa og dafna í starfi, fyrst á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, síðar í innlendri þáttagerð og loks sem sjónvarpsstjóri. „Verkefnin hafa verið mörg og ólík en bara á síðasta ári fórum við í endurmörkun á dagskrárstefnu Stöðvar 2, efldum innlenda framleiðslu, opnuðum fréttagluggann, fengum sýningarréttinn að enska boltanum og nú í desember voru fleiri áskrifendur að Stöð 2+ en nokkru sinni fyrr. Ég lít stolt um öxl og óska öllu mínu góða samstarfsfólki hjá Sýn alls hins besta með framhaldið.“ Þrátt fyrir að hafa samið um starfslok tekur Eva fram að þau taki ekki þegar gildi. Hún hafi ekki ráðið sig í annað starf og óráðið sé hvað taki við hjá henni þegar að starfslokum kemur. Þakkar fyrir dýrmætt framlag Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, þakkar Evu fyrir dýrmætt framlag hennar til miðla Sýnar á tuttugu ára starfsferli hennar. „Eva er sterkur leiðtogi, fagmanneskja fram í fingurgóma og hefur veitt okkur sem höfum unnið með henni innblástur með ástríðu sinni. Við óskum Evu alls hins besta í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur næst,“ segir Herdís. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira