Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. janúar 2025 20:38 Lögregla hafði í nógu að snúast á árinu. Mynd úr safni. Vísir/Arnar Rúmlega 148 þúsund mál voru skráð hjá lögreglu árið 2024 og hafa aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál á einu ári. Þá var lagt hald á óvenju mikið magn af MDMA og maríjúana. Rétt rúmlega tólf þúsund hegningarlagabrot voru skráð. Á nýliðnu ári voru sjö mál þar sem grunur lék á manndrápi. Alls létust átta einstaklingar í þessum málum. Ekki hafa verið skráð fleiri manndráp á einu ári frá árinu 2000. Sú tölfræði fer eftir höfðatölu en 2,1 á hverja hundrað þúsund íbúa létust í manndrápsmálum. Hlutfallið var næst hæst um aldamótin eða 1,8 á hverja hundrað þúsund íbúa. Samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglunnar var heildarfjöldi ofbeldismála var lægri en síðustu þrjú ár. Meiriháttar og stórfelld ofbeldisbrot voru um fimmtungi fleiri en árin 2021 til 2023. Alls voru 215 stórfelld ofbeldisbrot en voru þau 144 að meðaltali síðustu þrjú ár. Kynferðisbrot á árinu voru 365 en gert er ráð fyrir fleiri brotum þar sem kynferðisbrot séu almennt tilkynnt vikum eða mánuðum eftir atvikið. Fjöldi heimilisofbeldamála helst í stað miðað við síðustu ár eða um 1120 brot. Flest brot eru af hendi maka og þar á eftir fyrrverandi maka. Margfalt meira magn af MDMA en áður Lögregla og tollgæslan lagði hald á óvenju mikið af maríjúana á árinu eða 283 kílógrömm. Einnig var lagt hald á óvenju mikið magn af metamfetamín kristöllum eða alls 7 kílógrömm. MDMA stykkin voru þá margfalt fleiri en árin áður, alls 23 þúsund stykki en lögregla og tollgæsla lögðu hald á tvö þúsund stykki árið áður. Fíkniefnabrot voru um sautján hundruð talsins. Af þeim voru um 270 brot vegna sölu og dreifingar fíkniefna og brot sem varða framleiðslu fíkniefna um fimmtíu talsins. Flest fíkniefnabrot voru vegna vörslu og meðferðar fíkniefna eða 1046 brot. Þeim fækkaði um ellefu prósent milli ára. Fjörutíu prósenta aukning var í ránum en voru þau 108 talsins. Þá fjölgaði innbrotum um sex prósent. Flest brot áttu sér stað á laugardögum Rétt rúmlega tólf þúsund hegningarlagabrot voru skráð á árinu og áttu þau sér flest stað á laugardögum, alls 1945 brot. Fjörutíu prósent skráðra hegningarbrota voru í umdæmi lögreglustöðvar eitt. Sú stöð sinnir stórum hluta Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæ. Sérsveitin var kölluð út alls 478 sinnum vegna tilkynninga um vopn á vettvangi en í þriðjungi útkalla var um að ræða hníf eða eggvopn. Samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglu árið 2024 leita 31 prósent landsmanna til lögreglu árlega. Flestir hafa samband í gegnum Neyðarlínuna, hringja í lögreglu eða fara á lögreglustöð. Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglan Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Á nýliðnu ári voru sjö mál þar sem grunur lék á manndrápi. Alls létust átta einstaklingar í þessum málum. Ekki hafa verið skráð fleiri manndráp á einu ári frá árinu 2000. Sú tölfræði fer eftir höfðatölu en 2,1 á hverja hundrað þúsund íbúa létust í manndrápsmálum. Hlutfallið var næst hæst um aldamótin eða 1,8 á hverja hundrað þúsund íbúa. Samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglunnar var heildarfjöldi ofbeldismála var lægri en síðustu þrjú ár. Meiriháttar og stórfelld ofbeldisbrot voru um fimmtungi fleiri en árin 2021 til 2023. Alls voru 215 stórfelld ofbeldisbrot en voru þau 144 að meðaltali síðustu þrjú ár. Kynferðisbrot á árinu voru 365 en gert er ráð fyrir fleiri brotum þar sem kynferðisbrot séu almennt tilkynnt vikum eða mánuðum eftir atvikið. Fjöldi heimilisofbeldamála helst í stað miðað við síðustu ár eða um 1120 brot. Flest brot eru af hendi maka og þar á eftir fyrrverandi maka. Margfalt meira magn af MDMA en áður Lögregla og tollgæslan lagði hald á óvenju mikið af maríjúana á árinu eða 283 kílógrömm. Einnig var lagt hald á óvenju mikið magn af metamfetamín kristöllum eða alls 7 kílógrömm. MDMA stykkin voru þá margfalt fleiri en árin áður, alls 23 þúsund stykki en lögregla og tollgæsla lögðu hald á tvö þúsund stykki árið áður. Fíkniefnabrot voru um sautján hundruð talsins. Af þeim voru um 270 brot vegna sölu og dreifingar fíkniefna og brot sem varða framleiðslu fíkniefna um fimmtíu talsins. Flest fíkniefnabrot voru vegna vörslu og meðferðar fíkniefna eða 1046 brot. Þeim fækkaði um ellefu prósent milli ára. Fjörutíu prósenta aukning var í ránum en voru þau 108 talsins. Þá fjölgaði innbrotum um sex prósent. Flest brot áttu sér stað á laugardögum Rétt rúmlega tólf þúsund hegningarlagabrot voru skráð á árinu og áttu þau sér flest stað á laugardögum, alls 1945 brot. Fjörutíu prósent skráðra hegningarbrota voru í umdæmi lögreglustöðvar eitt. Sú stöð sinnir stórum hluta Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæ. Sérsveitin var kölluð út alls 478 sinnum vegna tilkynninga um vopn á vettvangi en í þriðjungi útkalla var um að ræða hníf eða eggvopn. Samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglu árið 2024 leita 31 prósent landsmanna til lögreglu árlega. Flestir hafa samband í gegnum Neyðarlínuna, hringja í lögreglu eða fara á lögreglustöð.
Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglan Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira