Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. janúar 2025 20:38 Lögregla hafði í nógu að snúast á árinu. Mynd úr safni. Vísir/Arnar Rúmlega 148 þúsund mál voru skráð hjá lögreglu árið 2024 og hafa aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál á einu ári. Þá var lagt hald á óvenju mikið magn af MDMA og maríjúana. Rétt rúmlega tólf þúsund hegningarlagabrot voru skráð. Á nýliðnu ári voru sjö mál þar sem grunur lék á manndrápi. Alls létust átta einstaklingar í þessum málum. Ekki hafa verið skráð fleiri manndráp á einu ári frá árinu 2000. Sú tölfræði fer eftir höfðatölu en 2,1 á hverja hundrað þúsund íbúa létust í manndrápsmálum. Hlutfallið var næst hæst um aldamótin eða 1,8 á hverja hundrað þúsund íbúa. Samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglunnar var heildarfjöldi ofbeldismála var lægri en síðustu þrjú ár. Meiriháttar og stórfelld ofbeldisbrot voru um fimmtungi fleiri en árin 2021 til 2023. Alls voru 215 stórfelld ofbeldisbrot en voru þau 144 að meðaltali síðustu þrjú ár. Kynferðisbrot á árinu voru 365 en gert er ráð fyrir fleiri brotum þar sem kynferðisbrot séu almennt tilkynnt vikum eða mánuðum eftir atvikið. Fjöldi heimilisofbeldamála helst í stað miðað við síðustu ár eða um 1120 brot. Flest brot eru af hendi maka og þar á eftir fyrrverandi maka. Margfalt meira magn af MDMA en áður Lögregla og tollgæslan lagði hald á óvenju mikið af maríjúana á árinu eða 283 kílógrömm. Einnig var lagt hald á óvenju mikið magn af metamfetamín kristöllum eða alls 7 kílógrömm. MDMA stykkin voru þá margfalt fleiri en árin áður, alls 23 þúsund stykki en lögregla og tollgæsla lögðu hald á tvö þúsund stykki árið áður. Fíkniefnabrot voru um sautján hundruð talsins. Af þeim voru um 270 brot vegna sölu og dreifingar fíkniefna og brot sem varða framleiðslu fíkniefna um fimmtíu talsins. Flest fíkniefnabrot voru vegna vörslu og meðferðar fíkniefna eða 1046 brot. Þeim fækkaði um ellefu prósent milli ára. Fjörutíu prósenta aukning var í ránum en voru þau 108 talsins. Þá fjölgaði innbrotum um sex prósent. Flest brot áttu sér stað á laugardögum Rétt rúmlega tólf þúsund hegningarlagabrot voru skráð á árinu og áttu þau sér flest stað á laugardögum, alls 1945 brot. Fjörutíu prósent skráðra hegningarbrota voru í umdæmi lögreglustöðvar eitt. Sú stöð sinnir stórum hluta Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæ. Sérsveitin var kölluð út alls 478 sinnum vegna tilkynninga um vopn á vettvangi en í þriðjungi útkalla var um að ræða hníf eða eggvopn. Samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglu árið 2024 leita 31 prósent landsmanna til lögreglu árlega. Flestir hafa samband í gegnum Neyðarlínuna, hringja í lögreglu eða fara á lögreglustöð. Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglan Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Á nýliðnu ári voru sjö mál þar sem grunur lék á manndrápi. Alls létust átta einstaklingar í þessum málum. Ekki hafa verið skráð fleiri manndráp á einu ári frá árinu 2000. Sú tölfræði fer eftir höfðatölu en 2,1 á hverja hundrað þúsund íbúa létust í manndrápsmálum. Hlutfallið var næst hæst um aldamótin eða 1,8 á hverja hundrað þúsund íbúa. Samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglunnar var heildarfjöldi ofbeldismála var lægri en síðustu þrjú ár. Meiriháttar og stórfelld ofbeldisbrot voru um fimmtungi fleiri en árin 2021 til 2023. Alls voru 215 stórfelld ofbeldisbrot en voru þau 144 að meðaltali síðustu þrjú ár. Kynferðisbrot á árinu voru 365 en gert er ráð fyrir fleiri brotum þar sem kynferðisbrot séu almennt tilkynnt vikum eða mánuðum eftir atvikið. Fjöldi heimilisofbeldamála helst í stað miðað við síðustu ár eða um 1120 brot. Flest brot eru af hendi maka og þar á eftir fyrrverandi maka. Margfalt meira magn af MDMA en áður Lögregla og tollgæslan lagði hald á óvenju mikið af maríjúana á árinu eða 283 kílógrömm. Einnig var lagt hald á óvenju mikið magn af metamfetamín kristöllum eða alls 7 kílógrömm. MDMA stykkin voru þá margfalt fleiri en árin áður, alls 23 þúsund stykki en lögregla og tollgæsla lögðu hald á tvö þúsund stykki árið áður. Fíkniefnabrot voru um sautján hundruð talsins. Af þeim voru um 270 brot vegna sölu og dreifingar fíkniefna og brot sem varða framleiðslu fíkniefna um fimmtíu talsins. Flest fíkniefnabrot voru vegna vörslu og meðferðar fíkniefna eða 1046 brot. Þeim fækkaði um ellefu prósent milli ára. Fjörutíu prósenta aukning var í ránum en voru þau 108 talsins. Þá fjölgaði innbrotum um sex prósent. Flest brot áttu sér stað á laugardögum Rétt rúmlega tólf þúsund hegningarlagabrot voru skráð á árinu og áttu þau sér flest stað á laugardögum, alls 1945 brot. Fjörutíu prósent skráðra hegningarbrota voru í umdæmi lögreglustöðvar eitt. Sú stöð sinnir stórum hluta Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæ. Sérsveitin var kölluð út alls 478 sinnum vegna tilkynninga um vopn á vettvangi en í þriðjungi útkalla var um að ræða hníf eða eggvopn. Samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglu árið 2024 leita 31 prósent landsmanna til lögreglu árlega. Flestir hafa samband í gegnum Neyðarlínuna, hringja í lögreglu eða fara á lögreglustöð.
Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglan Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira