Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. janúar 2025 16:00 Allir nema dómstjóri og dómritari tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað. VÍSIR/JÓHANNK Maðurinn sem ákærður er fyrir að bana hjónum í Neskaupstað neitaði sök. Málið var þingfest í dag í Héraðsdómi Austurlands. Maðurinn, sem er Norðfirðingur á fimmtugsaldri, er ákærður fyrir að hafa banað eldri hjónum í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Við þingsetningu málsins neitaði hann sök. Austurfrétt greinir frá þingsetningunni. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi slegið hjónin endurtekið með hamri, þar á meðal í höfuðið. Hjónin hafi hlotið alvarlega áverka, meðal annars ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila. Hjónin létust bæði vegna höfuðáverkanna. Aðeins dómstjóri og dómritari voru á staðnum en sækjandi, lögmaður barna hjónanna, sá ákærði og verjandi hans tóku öll þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Maðurinn var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra en hann hafði keyrt bíl hjónanna frá Neskaupstað til Reykjavíkur. Hann fannst með storknað blóð á fatnaði sínum og ýmsar eigur hjónanna, svo sem bankakort. Samkvæmt heimildum fréttastofu þekkti maðurinn hjónin vel. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að dómkvaddur matsmaður sagði manninn þjást af alvarlegu geðrofi og væri hættulegur öðrum. Ástandið hefði verið langvarandi frá árinu 2015. Samkvæmt fréttastofu RÚV verður þinghald næst þann 16. janúar. Aðalmeðferðin málsins gæti þá verið eftir nokkrar vikur. Maðurinn var einnig ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa verið með fimmtán sentimetra langan hníf meðferðis þann 12. maí 2024. Hann játaði sök en samkvæmt Austurfrétt fór fram á að honum yrði ekki refsað fyrir brotið. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Lögreglumál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni, fræðsla og afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Maðurinn, sem er Norðfirðingur á fimmtugsaldri, er ákærður fyrir að hafa banað eldri hjónum í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Við þingsetningu málsins neitaði hann sök. Austurfrétt greinir frá þingsetningunni. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi slegið hjónin endurtekið með hamri, þar á meðal í höfuðið. Hjónin hafi hlotið alvarlega áverka, meðal annars ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila. Hjónin létust bæði vegna höfuðáverkanna. Aðeins dómstjóri og dómritari voru á staðnum en sækjandi, lögmaður barna hjónanna, sá ákærði og verjandi hans tóku öll þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Maðurinn var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra en hann hafði keyrt bíl hjónanna frá Neskaupstað til Reykjavíkur. Hann fannst með storknað blóð á fatnaði sínum og ýmsar eigur hjónanna, svo sem bankakort. Samkvæmt heimildum fréttastofu þekkti maðurinn hjónin vel. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að dómkvaddur matsmaður sagði manninn þjást af alvarlegu geðrofi og væri hættulegur öðrum. Ástandið hefði verið langvarandi frá árinu 2015. Samkvæmt fréttastofu RÚV verður þinghald næst þann 16. janúar. Aðalmeðferðin málsins gæti þá verið eftir nokkrar vikur. Maðurinn var einnig ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa verið með fimmtán sentimetra langan hníf meðferðis þann 12. maí 2024. Hann játaði sök en samkvæmt Austurfrétt fór fram á að honum yrði ekki refsað fyrir brotið.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Lögreglumál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni, fræðsla og afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23