Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2025 12:01 BBC og Liverpool Echo eru meðal miðla sem hafa fjallað um árásina. Vísir Ungur stuðningsmaður Liverpool frá Blönduósi lenti í öndunarvél á sjúkrahúsi eftir að hópur manna og unglinga réðst á hann að tilefnislausu í miðborg Liverpool í fyrrinótt. Hann er útskrifaður af sjúkrahúsi og stefnir á stórleik um helgina, að sögn föður hans. Björn Ívar Jónsson, 21 árs gamall Blönduósingur, fór til Liverpool í fjölskylduferð til þess að vera viðstaddur nágrannaslag Liverpool og Manchester United á Anfield á sunnudag. Hann var á leið út af pöbb í miðborginni skömmu eftir miðnætti á aðfararnótt fimmtudags þegar karlmaður og hópur unglinga réðst skyndilega á hann að tilefnislausu. Hann var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús með höfuðáverka og var um tíma tengdur í öndunarvél, að sögn Jóns Arnar Stefánssonar, föður hans. „Ég var bara staddur heima á Blönduósi í fyrrakvöld og við fengum hringingu um eittleytið. Þá var hann bara meðvitundarlaus á götunni og fluttur með sjúkrabíl. Svo fer hann bara upp á spítala og tengdur við öndunarvél og var þar yfir nóttina í krítísku ástandi til að byrja með,“ segir Jón Örn við Vísi. Björn Ívar var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Fyrir utan höfuðáverkann hlaut hann smávægilega skurði. Jón Örn segir að sonur sinn sé heilsuhraustur og í góðu standi. Hann muni hins vegar ekki eftir árásinni sjálfur. Hann var kominn upp á hótel í Liverpool þegar Vísir náði sambandi við föður hans nú í morgun. Árásin átti sér stað á Hanover-stræti nærri gatnamótum Church-strætis í miðborg Liverpool. Myndin er frá öðrum stað í miðborginni.Vísir/Getty Sleginn á leið út af pöbb Árásin átti sér stað fyrir utan vínveitingahús sem Björn Ívar fór inn á með bróður sínum og kærustu hans í fyrrakvöld. „Þegar hann kemur út af vínveitingahúsi er ráðist á hliðina á honum og hann bara sleginn miðað við lýsingar hjá rannsóknarlögreglunni í Bretlandi,“ segir Jón Örn. Bjössi Jóns, eins og hann kallar sig, á góðri stundu fyrir framan veggmynd af Jürgen Klopp, fyrrverandi stjóra Liverpool.Björn Ívar Jónsson Þegar bróðir hans ætlaði út sjálfur hafi hann hringt í Björn Ívar en þá hafi kona svarað í símann. Hún var önnur tveggja eldri kvenna sem komu að Birni Ívari meðvitundarlausum í götunni og reyndu að aðstoða hann. „Hún sagði að hann lægi bara og að hún væri að reyna að aðstoða hann. Hann hljóp náttúrulega bara út, fann hann og fór með honum upp eftir,“ segir Jón Örn sem pantaði sér flugfar út um leið og hann fékk fréttirnar. Flestir unglinganna frá Manchester Jón Örn segir að lögreglan hafi verið fljót að hafa upp á árásarmönnunum með því að leggjast yfir upptökur úr öryggismyndavélum í miðborginni. Árásin hafi verið algerlega tilefnislaus. Sjö manns voru handteknir grunaðir um að ráðast á Björn Ívar, sex þeirra unglingar á aldrinum fimmtán til átján ára. Samkvæmt skriflegu svari lögreglunnar á Merseyside við fyrirspurn Vísis hefur 38 ára gömlum karlmanni verið sleppt og ungmenninn sex eru laus gegn tryggingu. Samkvæmt frétt staðarblaðsins Liverpool Echo er fullorðni karlmaðurinn frá Bootle, nágrannabæ Liverpool, en fimm unglinganna frá Manchester eða Salford sem er hluti af stærra Manchester-svæðinu. Lögreglan segir í svari til Vísis að ekkert bendi til þess að fótboltarígur hafi átt þátt í árásinni. Björn Ívar og fjölskylda fer á Anfield, heimavöll Liverpool, til að sjá heimamenn spila við erkifjendurna Manchester United á sunnudag.Vísir/EPA Læknirinn ábyrgðist að hann kæmist á leikinn Leikurinn sem Björn Ívar ætlaði á fer fram sídegis á sunnudaginn og segir Jón Örn að hann nái honum. „Læknirinn á sjúkrahúsinu sagðist tryggja það. Hann á sjálfur ársmiða á Anfield og hann ætlaði að gera allt sem hann gæti að koma honum á völlinn. Ef allt um þryti fengi hann ársmiðann hjá honum. Þannig að við tökum leikinn,“ segir Jón Örn. Stórliðin tvö sem etja kappi á sunnudaginn eiga nokkuð ólíku gengi að fagna þessa dagana. Liverpool trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en Mancester United er í fjórtánda sætinu, aðeins sjö stigum yfir fallsvæðinu. Enski boltinn Bretland Húnabyggð Íslendingar erlendis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Björn Ívar Jónsson, 21 árs gamall Blönduósingur, fór til Liverpool í fjölskylduferð til þess að vera viðstaddur nágrannaslag Liverpool og Manchester United á Anfield á sunnudag. Hann var á leið út af pöbb í miðborginni skömmu eftir miðnætti á aðfararnótt fimmtudags þegar karlmaður og hópur unglinga réðst skyndilega á hann að tilefnislausu. Hann var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús með höfuðáverka og var um tíma tengdur í öndunarvél, að sögn Jóns Arnar Stefánssonar, föður hans. „Ég var bara staddur heima á Blönduósi í fyrrakvöld og við fengum hringingu um eittleytið. Þá var hann bara meðvitundarlaus á götunni og fluttur með sjúkrabíl. Svo fer hann bara upp á spítala og tengdur við öndunarvél og var þar yfir nóttina í krítísku ástandi til að byrja með,“ segir Jón Örn við Vísi. Björn Ívar var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Fyrir utan höfuðáverkann hlaut hann smávægilega skurði. Jón Örn segir að sonur sinn sé heilsuhraustur og í góðu standi. Hann muni hins vegar ekki eftir árásinni sjálfur. Hann var kominn upp á hótel í Liverpool þegar Vísir náði sambandi við föður hans nú í morgun. Árásin átti sér stað á Hanover-stræti nærri gatnamótum Church-strætis í miðborg Liverpool. Myndin er frá öðrum stað í miðborginni.Vísir/Getty Sleginn á leið út af pöbb Árásin átti sér stað fyrir utan vínveitingahús sem Björn Ívar fór inn á með bróður sínum og kærustu hans í fyrrakvöld. „Þegar hann kemur út af vínveitingahúsi er ráðist á hliðina á honum og hann bara sleginn miðað við lýsingar hjá rannsóknarlögreglunni í Bretlandi,“ segir Jón Örn. Bjössi Jóns, eins og hann kallar sig, á góðri stundu fyrir framan veggmynd af Jürgen Klopp, fyrrverandi stjóra Liverpool.Björn Ívar Jónsson Þegar bróðir hans ætlaði út sjálfur hafi hann hringt í Björn Ívar en þá hafi kona svarað í símann. Hún var önnur tveggja eldri kvenna sem komu að Birni Ívari meðvitundarlausum í götunni og reyndu að aðstoða hann. „Hún sagði að hann lægi bara og að hún væri að reyna að aðstoða hann. Hann hljóp náttúrulega bara út, fann hann og fór með honum upp eftir,“ segir Jón Örn sem pantaði sér flugfar út um leið og hann fékk fréttirnar. Flestir unglinganna frá Manchester Jón Örn segir að lögreglan hafi verið fljót að hafa upp á árásarmönnunum með því að leggjast yfir upptökur úr öryggismyndavélum í miðborginni. Árásin hafi verið algerlega tilefnislaus. Sjö manns voru handteknir grunaðir um að ráðast á Björn Ívar, sex þeirra unglingar á aldrinum fimmtán til átján ára. Samkvæmt skriflegu svari lögreglunnar á Merseyside við fyrirspurn Vísis hefur 38 ára gömlum karlmanni verið sleppt og ungmenninn sex eru laus gegn tryggingu. Samkvæmt frétt staðarblaðsins Liverpool Echo er fullorðni karlmaðurinn frá Bootle, nágrannabæ Liverpool, en fimm unglinganna frá Manchester eða Salford sem er hluti af stærra Manchester-svæðinu. Lögreglan segir í svari til Vísis að ekkert bendi til þess að fótboltarígur hafi átt þátt í árásinni. Björn Ívar og fjölskylda fer á Anfield, heimavöll Liverpool, til að sjá heimamenn spila við erkifjendurna Manchester United á sunnudag.Vísir/EPA Læknirinn ábyrgðist að hann kæmist á leikinn Leikurinn sem Björn Ívar ætlaði á fer fram sídegis á sunnudaginn og segir Jón Örn að hann nái honum. „Læknirinn á sjúkrahúsinu sagðist tryggja það. Hann á sjálfur ársmiða á Anfield og hann ætlaði að gera allt sem hann gæti að koma honum á völlinn. Ef allt um þryti fengi hann ársmiðann hjá honum. Þannig að við tökum leikinn,“ segir Jón Örn. Stórliðin tvö sem etja kappi á sunnudaginn eiga nokkuð ólíku gengi að fagna þessa dagana. Liverpool trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en Mancester United er í fjórtánda sætinu, aðeins sjö stigum yfir fallsvæðinu.
Enski boltinn Bretland Húnabyggð Íslendingar erlendis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira