Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Kristján Már Unnarsson skrifar 29. desember 2024 10:36 Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum. Ekkert gekk að ræsa dísilknúnar varaaflsstöðvar og var miklu frosti kennt um. Það var loks um kvöldmatarleytið í gærkvöldi sem það tókst og takmarkað rafmagn fór að koma á einstaka hluta bæjarins. Um þrjúhundruð manns höfðu þá safnast saman í Godthåbhallen, stærra íþróttahúsinu. Í morgun voru einhverjir bæjarhlutar enn án rafmagns. Víðtæk rafmagnsskömmtun er í gildi og óvíst hvenær mál lagast. Svo takmarkað er varaafl að slökkva þurfti á bæði 4G og 5G-sendum. Þá féllu niður útvarpssendingar KNR, ríkisútvarps Grænlendinga. Nýleg háhýsi í einu úthverfa Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Neyðarstjórn almannavarna í Nuuk var kvödd saman vegna stöðunnar. Biðlaði hún til bæjarbúa að fara sparlega með rafmagn og nota engin orkufrek rafmagnstæki, eins og eldavélar, þvottavélar og uppþvottavélar, samkvæmt frétt KNR. Þó var tekið fram að óþarfi væri að slökkva á jólaljósum enda væru þau flest með sparneytnum led-perum. Þá voru húseigendur beðnir um að huga að frostskemmdum í vatnsleiðslum, að því er fram kemur í frétt Sermitsiaq. Straumrofið er rakið til bilunar í sextíu kílómetra langri háspennulínu milli Nuuk og stærstu virkjunar Grænlands, við Buksefjord. Aðstæður eru þannig að ekki verður hægt að kanna hvar bilunin er fyrr en birtir í dag. Háspennulínan er meðal annars strengd yfir Ameralik-fjörðinn í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu. Uppfært klukkan 15:40. Orkufyrirtæki Grænlands, Nukissiorfiit, tilkynnti fyrir rúmri klukkustund að fullur straumur væri kominn á öll hverfi Nuuk með hjálp varaafls og rafmagnsskömmtun hefði verið aflétt. Enn væri þó unnið að því að finna og lagfæra þá bilun sem varð í flutningslínunni frá virkjuninni í Buksefjord. Grænland Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Almannavarnir Tengdar fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 10. nóvember 2024 07:37 Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Íslenskur verkfræðingur, sem leitt hefur gerð þriggja nýrra flugbrauta á Grænlandi, hefur verið ráðinn til að stýra mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Hann segir Grænland verða grænna. 13. nóvember 2024 21:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Ekkert gekk að ræsa dísilknúnar varaaflsstöðvar og var miklu frosti kennt um. Það var loks um kvöldmatarleytið í gærkvöldi sem það tókst og takmarkað rafmagn fór að koma á einstaka hluta bæjarins. Um þrjúhundruð manns höfðu þá safnast saman í Godthåbhallen, stærra íþróttahúsinu. Í morgun voru einhverjir bæjarhlutar enn án rafmagns. Víðtæk rafmagnsskömmtun er í gildi og óvíst hvenær mál lagast. Svo takmarkað er varaafl að slökkva þurfti á bæði 4G og 5G-sendum. Þá féllu niður útvarpssendingar KNR, ríkisútvarps Grænlendinga. Nýleg háhýsi í einu úthverfa Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Neyðarstjórn almannavarna í Nuuk var kvödd saman vegna stöðunnar. Biðlaði hún til bæjarbúa að fara sparlega með rafmagn og nota engin orkufrek rafmagnstæki, eins og eldavélar, þvottavélar og uppþvottavélar, samkvæmt frétt KNR. Þó var tekið fram að óþarfi væri að slökkva á jólaljósum enda væru þau flest með sparneytnum led-perum. Þá voru húseigendur beðnir um að huga að frostskemmdum í vatnsleiðslum, að því er fram kemur í frétt Sermitsiaq. Straumrofið er rakið til bilunar í sextíu kílómetra langri háspennulínu milli Nuuk og stærstu virkjunar Grænlands, við Buksefjord. Aðstæður eru þannig að ekki verður hægt að kanna hvar bilunin er fyrr en birtir í dag. Háspennulínan er meðal annars strengd yfir Ameralik-fjörðinn í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu. Uppfært klukkan 15:40. Orkufyrirtæki Grænlands, Nukissiorfiit, tilkynnti fyrir rúmri klukkustund að fullur straumur væri kominn á öll hverfi Nuuk með hjálp varaafls og rafmagnsskömmtun hefði verið aflétt. Enn væri þó unnið að því að finna og lagfæra þá bilun sem varð í flutningslínunni frá virkjuninni í Buksefjord.
Grænland Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Almannavarnir Tengdar fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 10. nóvember 2024 07:37 Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Íslenskur verkfræðingur, sem leitt hefur gerð þriggja nýrra flugbrauta á Grænlandi, hefur verið ráðinn til að stýra mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Hann segir Grænland verða grænna. 13. nóvember 2024 21:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 10. nóvember 2024 07:37
Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Íslenskur verkfræðingur, sem leitt hefur gerð þriggja nýrra flugbrauta á Grænlandi, hefur verið ráðinn til að stýra mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Hann segir Grænland verða grænna. 13. nóvember 2024 21:30