Segir Grænland ekki falt Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2024 15:01 Múte Bourup Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, vill ekki verða Bandaríkjamaður. Vísir/EPA Formaður landsstjórnar Grænlands segir landið ekki til sölu eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti vakti aftur máls á eignarhaldi eyjunnar. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins segir Bandaríkjaher ekki geta verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði. Trump blés í glæður eins þeirra furðumála sem einkenndu fyrri forsetatíð hans þegar hann tilkynnti um tilnefningu sína til næsta sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku í gær. Þar sagði hann að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi væru alger nauðsyn með tilliti til þjóðaröryggis Bandaríkjanna og frelsis í heiminum. Milliríkjadeila koma upp árið 2019 þegar upplýst varð að Trump hefði ítrekað spurst fyrir um möguleikann á að Bandaríkin keyptu Grænland af Danmörku. Hann aflýsti heimsókn til Danmerkur eftir að forsætisráðherra landsins sagði hugmyndina fráleita. Hugmyndin virðist ekki mælast betur fyrir nú ef marka má orð Múte Bouroup Egede, formanns grænlensku landsstjórnarinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Grænland er okkar. Við erum ekki til sölu og við verðum aldrei til sölu. Við megum ekki tapa langvinnri frelsisbaráttu okkar,“ sagði Egede vegna ummæla Trump í dag. Bandaríkjaher hefur aðstöðu í Pituffik-herstöðinni, sem áður var kennd við Thule, á norðvesturströnd Grænlands. Rasmus Jarlov, þingmaður Íhaldsflokksins og formaður varnarmálanefndar danska þingsins, sagði framtíð hennar í hættu ef Bandaríkjastjórn ætlaði að ásælast danskt landsvæði. „Það verður að banna og mæta aðgerðum Bandaríkjanna að því leyti sem þær beinast að því að ná völdum yfir dönsku yfirráðasvæði. Þá geta þau ekki verið þarna yfir höfuð,“ sagði Jarlov á samfélagsmiðlinum X. Grænland Bandaríkin Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi eru algerlega nauðsynleg, að mati Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur. Fyrri hugmyndir Trump um kaup á Grænlandi voru hlegnar út af borðinu. 23. desember 2024 09:22 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Trump blés í glæður eins þeirra furðumála sem einkenndu fyrri forsetatíð hans þegar hann tilkynnti um tilnefningu sína til næsta sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku í gær. Þar sagði hann að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi væru alger nauðsyn með tilliti til þjóðaröryggis Bandaríkjanna og frelsis í heiminum. Milliríkjadeila koma upp árið 2019 þegar upplýst varð að Trump hefði ítrekað spurst fyrir um möguleikann á að Bandaríkin keyptu Grænland af Danmörku. Hann aflýsti heimsókn til Danmerkur eftir að forsætisráðherra landsins sagði hugmyndina fráleita. Hugmyndin virðist ekki mælast betur fyrir nú ef marka má orð Múte Bouroup Egede, formanns grænlensku landsstjórnarinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Grænland er okkar. Við erum ekki til sölu og við verðum aldrei til sölu. Við megum ekki tapa langvinnri frelsisbaráttu okkar,“ sagði Egede vegna ummæla Trump í dag. Bandaríkjaher hefur aðstöðu í Pituffik-herstöðinni, sem áður var kennd við Thule, á norðvesturströnd Grænlands. Rasmus Jarlov, þingmaður Íhaldsflokksins og formaður varnarmálanefndar danska þingsins, sagði framtíð hennar í hættu ef Bandaríkjastjórn ætlaði að ásælast danskt landsvæði. „Það verður að banna og mæta aðgerðum Bandaríkjanna að því leyti sem þær beinast að því að ná völdum yfir dönsku yfirráðasvæði. Þá geta þau ekki verið þarna yfir höfuð,“ sagði Jarlov á samfélagsmiðlinum X.
Grænland Bandaríkin Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi eru algerlega nauðsynleg, að mati Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur. Fyrri hugmyndir Trump um kaup á Grænlandi voru hlegnar út af borðinu. 23. desember 2024 09:22 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi eru algerlega nauðsynleg, að mati Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur. Fyrri hugmyndir Trump um kaup á Grænlandi voru hlegnar út af borðinu. 23. desember 2024 09:22