Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 22. desember 2024 12:03 Góð vinkona mín kom einhverju sinni með áhugaverðan punkt varðandi jólin. Frá þeim aldri sem við hættum að fá leikföng í jólagjöf breytast jólin og verða aldrei söm. Það er nokkuð til í því. Spenningurinn fyrir gjöfunum minnkar með aldrinum og annað fer að skipta meira máli. Ég á enn fyrstu bókina sem ég las fram á jólanótt. Þetta er Gúmmí-Tarzan eftir Ole Lund Kirkegaard. Miðað við útgáfuár bókarinnar hef ég verið 9 ára gömul. Þegar líður á unglingsár breytast áherslurnar og partý og áramótaböll taka við af hinum hefðbundna jólaanda. Ég á enn jólakort þar sem sendendur bæta við hefðbundnar jólakveðjur „sjáumst á áramótaballinu í Valaskjálf.“ Þarna var ég á lokaári í grunnskóla. Á fullorðinsárum taka við fjölskyldujól með maka og börnum. Síðan vaxa börnin úr grasi og þá þarf að endurskilgreina jólin og jólahefðirnar. En lífið er ekki alveg svona einfalt. Því miður erum við ekki öll svo heppin að eiga kærleiksríkar minningar frá æskujólunum. Erfiðleikar í fjölskyldum eru af ýmsum toga og hjá sumum er aðdragandi jóla stöðug áminning um það sem fór úrskeiðis. Á fullorðinsaldri geta veikindi, skilnaðir, dauðsföll og önnur áföll og erfiðleikar sett strik í reikninginn og við þurfum sífellt að endurskilgreina okkar eigin jólaanda og hvað gefi okkur gleði í aðdraganda jóla og á jólunum sjálfum. Það er auðvelt að sitja í sársaukafullum minningum um fortíðina á þessum árstíma, dvelja við það sem var, er ekki lengur og verður aldrei eins. Til að njóta jólanna sem best er mikilvægt að endurskapa jólin með því að búa til nýjar hefðir með þeim sem við skilgreinum sem okkar nánustu í það og það skiptið. Sumir eiga erfitt með að setja mörk, freistast til að gera eins og aðrir fjölskyldumeðlimir óska að við gerum. Minnumst þess að þetta er okkar tími og við ákveðum hvernig og með hverjum við verjum honum. Sjálf nota ég jólin til að hlaða batteríin og hitta fólk sem ég næ ekki að hitta í dagsins önn. Fyrir mér eru jólin einfaldleikinn. Bókalestur, sjónvarpsáhorf, góður matur og vina og fjölskylduhittingar í bland. Allt frá því að við náum þeim aldri að hætta að fá leikföng í jólagjöf breytast jólin og verða aldrei eins. Kærar minningar okkar um jólin breytast hins vegar ekki og á þessum árstíma er gott að draga fram góðar minningar. Minnum okkur á það sem við höfum og það sem lífið hefur fært okkur í stað þess að minnast þess sem við höfum glatað og misst. Höfundur er sálfræðingur hjá Samkennd Heilsusetri og á Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Góð vinkona mín kom einhverju sinni með áhugaverðan punkt varðandi jólin. Frá þeim aldri sem við hættum að fá leikföng í jólagjöf breytast jólin og verða aldrei söm. Það er nokkuð til í því. Spenningurinn fyrir gjöfunum minnkar með aldrinum og annað fer að skipta meira máli. Ég á enn fyrstu bókina sem ég las fram á jólanótt. Þetta er Gúmmí-Tarzan eftir Ole Lund Kirkegaard. Miðað við útgáfuár bókarinnar hef ég verið 9 ára gömul. Þegar líður á unglingsár breytast áherslurnar og partý og áramótaböll taka við af hinum hefðbundna jólaanda. Ég á enn jólakort þar sem sendendur bæta við hefðbundnar jólakveðjur „sjáumst á áramótaballinu í Valaskjálf.“ Þarna var ég á lokaári í grunnskóla. Á fullorðinsárum taka við fjölskyldujól með maka og börnum. Síðan vaxa börnin úr grasi og þá þarf að endurskilgreina jólin og jólahefðirnar. En lífið er ekki alveg svona einfalt. Því miður erum við ekki öll svo heppin að eiga kærleiksríkar minningar frá æskujólunum. Erfiðleikar í fjölskyldum eru af ýmsum toga og hjá sumum er aðdragandi jóla stöðug áminning um það sem fór úrskeiðis. Á fullorðinsaldri geta veikindi, skilnaðir, dauðsföll og önnur áföll og erfiðleikar sett strik í reikninginn og við þurfum sífellt að endurskilgreina okkar eigin jólaanda og hvað gefi okkur gleði í aðdraganda jóla og á jólunum sjálfum. Það er auðvelt að sitja í sársaukafullum minningum um fortíðina á þessum árstíma, dvelja við það sem var, er ekki lengur og verður aldrei eins. Til að njóta jólanna sem best er mikilvægt að endurskapa jólin með því að búa til nýjar hefðir með þeim sem við skilgreinum sem okkar nánustu í það og það skiptið. Sumir eiga erfitt með að setja mörk, freistast til að gera eins og aðrir fjölskyldumeðlimir óska að við gerum. Minnumst þess að þetta er okkar tími og við ákveðum hvernig og með hverjum við verjum honum. Sjálf nota ég jólin til að hlaða batteríin og hitta fólk sem ég næ ekki að hitta í dagsins önn. Fyrir mér eru jólin einfaldleikinn. Bókalestur, sjónvarpsáhorf, góður matur og vina og fjölskylduhittingar í bland. Allt frá því að við náum þeim aldri að hætta að fá leikföng í jólagjöf breytast jólin og verða aldrei eins. Kærar minningar okkar um jólin breytast hins vegar ekki og á þessum árstíma er gott að draga fram góðar minningar. Minnum okkur á það sem við höfum og það sem lífið hefur fært okkur í stað þess að minnast þess sem við höfum glatað og misst. Höfundur er sálfræðingur hjá Samkennd Heilsusetri og á Reykjalundi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun