Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar 20. desember 2024 13:00 Nú fara hinir heilögu jóladagar að skella á. Stressið fer vonandi að minnka á flestum heimilum. Búið er að stilla upp vel skreyttum jólagjöfum undir jólatréð og fjölskyldur gefa sér tíma i að njóta samverunnar við tindrandi jólaljós, huggulega jólatónlist og lokkandi ilm úr eldhúsinu. Eða er það alltaf raunin? Jóladagarnir skella á, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Desember kemur, alveg eins og aðrir mánuðir, við höfum ekkert um það að segja. Allt planið, allir dagarnir, jólapeysudagur, sparinesti, jólaball, kirkjuheimsóknir, jólaleikritin, kósýdagur, jólavinaleikir, jólahlaðborð, jólaglöggið, jólatónleikarnir og allt hitt. Svo kemur að hinum heilögu jóladögum og við erum búin á líkama og sál. Börn og fullorðnir. Ár eftir ár. Næstu jól verðum við á Tene! Það er þekkt fyrirbæri að Janúar sé leiðinlegasti mánuður ársins. Langur, leiðinlegur, dimmur og bara alls ekkert í gangi. Síðan kemur febrúar, ekki er hann skárri, þó hann sé styttri. Ekkert að frétta. Mars fylgir i kjölfarið og hann getur verið bæði ágætur eða langur og leiðinlegur. Fer eftir því hvar páskarnir lenda.Þegar betur er að gáð höfum við þarna rúma/tæpa þrjá mánuði þar sem er orðið samfélagslega samþykkt að hata. Kannski ósjálfráð leið til þess að hægja á eftir jólahátíðina? En ef við breytum þessu og minnkum álagið i desember í leiðinni? Minnka álag og lengja gleði? Er það ekki eitthvað? Skellum í kósýdag með sparinesti aðra vikuna í janúar þegar jólaljósin fara að dofna og það er búið að hirða upp jólatrén. Tökum þriðju vikuna í janúar og hendum í leynivinaleik í vinnunni, endum svo á góðum happy eftir vinnu á föstudeginum. Höfum ljótupeysu keppni í febrúar og bjóðum í matarboð. Gerum vetrarleikrit um snjókallinn sem bráðnaði, eða um hvað janúar var langur. Við getum nefnilega fundið jólaandann og upplifað jólagleðina sem anda og gleði ótengt mánuði. Það þarf bara aðeins að endurskoða. Með þessu er ekki verið að segja að sleppa öllu í desember og bara liggja upp i sófa og bíða eftir að jólaandinn komi sjálfkrafa yfir. Heldur að dreifa álaginu og þannig halda i gleðina lengur. Auðvitað gerum við allskonar jólalegt í desember, en pössum álagið á okkur, börnin okkar og annað samferða fólk, Hlustum á hjartað, sálina og líkamann okkar og segjum stopp þegar við finnum að við þurfum þess. Hinir heilögu jóladagar skella á, sama hvað. Ef við dreifum álaginu getum við kannski notið þeirra betur og farið bara hress og kát inn í nýtt ár. Munum að það er i lagi að hægja á. Það gerir það samt engin fyrir okkur, við verðum að gera það sjálf.Jólin eru kertaljós og knús! Tökum utan um hvort annað, njótum líðandi stundar eins og við getum og munum að það er bara allt í lagi að líða allskonar og það koma fleiri mánuðir eftir desember! Höfundur er áhugakona um rólegheit og janúaraðdáandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú fara hinir heilögu jóladagar að skella á. Stressið fer vonandi að minnka á flestum heimilum. Búið er að stilla upp vel skreyttum jólagjöfum undir jólatréð og fjölskyldur gefa sér tíma i að njóta samverunnar við tindrandi jólaljós, huggulega jólatónlist og lokkandi ilm úr eldhúsinu. Eða er það alltaf raunin? Jóladagarnir skella á, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Desember kemur, alveg eins og aðrir mánuðir, við höfum ekkert um það að segja. Allt planið, allir dagarnir, jólapeysudagur, sparinesti, jólaball, kirkjuheimsóknir, jólaleikritin, kósýdagur, jólavinaleikir, jólahlaðborð, jólaglöggið, jólatónleikarnir og allt hitt. Svo kemur að hinum heilögu jóladögum og við erum búin á líkama og sál. Börn og fullorðnir. Ár eftir ár. Næstu jól verðum við á Tene! Það er þekkt fyrirbæri að Janúar sé leiðinlegasti mánuður ársins. Langur, leiðinlegur, dimmur og bara alls ekkert í gangi. Síðan kemur febrúar, ekki er hann skárri, þó hann sé styttri. Ekkert að frétta. Mars fylgir i kjölfarið og hann getur verið bæði ágætur eða langur og leiðinlegur. Fer eftir því hvar páskarnir lenda.Þegar betur er að gáð höfum við þarna rúma/tæpa þrjá mánuði þar sem er orðið samfélagslega samþykkt að hata. Kannski ósjálfráð leið til þess að hægja á eftir jólahátíðina? En ef við breytum þessu og minnkum álagið i desember í leiðinni? Minnka álag og lengja gleði? Er það ekki eitthvað? Skellum í kósýdag með sparinesti aðra vikuna í janúar þegar jólaljósin fara að dofna og það er búið að hirða upp jólatrén. Tökum þriðju vikuna í janúar og hendum í leynivinaleik í vinnunni, endum svo á góðum happy eftir vinnu á föstudeginum. Höfum ljótupeysu keppni í febrúar og bjóðum í matarboð. Gerum vetrarleikrit um snjókallinn sem bráðnaði, eða um hvað janúar var langur. Við getum nefnilega fundið jólaandann og upplifað jólagleðina sem anda og gleði ótengt mánuði. Það þarf bara aðeins að endurskoða. Með þessu er ekki verið að segja að sleppa öllu í desember og bara liggja upp i sófa og bíða eftir að jólaandinn komi sjálfkrafa yfir. Heldur að dreifa álaginu og þannig halda i gleðina lengur. Auðvitað gerum við allskonar jólalegt í desember, en pössum álagið á okkur, börnin okkar og annað samferða fólk, Hlustum á hjartað, sálina og líkamann okkar og segjum stopp þegar við finnum að við þurfum þess. Hinir heilögu jóladagar skella á, sama hvað. Ef við dreifum álaginu getum við kannski notið þeirra betur og farið bara hress og kát inn í nýtt ár. Munum að það er i lagi að hægja á. Það gerir það samt engin fyrir okkur, við verðum að gera það sjálf.Jólin eru kertaljós og knús! Tökum utan um hvort annað, njótum líðandi stundar eins og við getum og munum að það er bara allt í lagi að líða allskonar og það koma fleiri mánuðir eftir desember! Höfundur er áhugakona um rólegheit og janúaraðdáandi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun