Vill að stjórn FH fari frá Jón Þór Stefánsson skrifar 20. desember 2024 08:52 Sigurður P. Sigmundsson er formaður frjálsíþróttadeildar FH. Vísir/Vilhelm Sigurður P. Sigmundsson, formaður frjálsíþróttadeildar FH, segir að stjórn félagsins verði að fara frá nú í kjölfar þess greint hefur verið frá skýrslu Deloitte sem var unnin fyrir Hafnafjarðarbæ. Þar kom fram að fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúsið Skessuna hafi farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir. „Þetta er bara skelfilegt að horfa upp á þetta og ég segi bara stjórnin þarf að fara frá,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar rak Sigurður málið stuttlega. Nú sé komin upp sú staða að ef bærinn kaupi ekki knatthúsið verði félagið gjaldþrota. „Það er náttúrulega stóralvarlegt mál. Félagið er að verða hundrað ára eftir fimm ár, fornfrægt félag.“ Bærinn hafi því beðið um umrædda skýrslu frá Deloitte. „Þá kemur náttúrulega í ljós að það er búið að hlaða inn á Skessuna byggingakostnaði sem stenst ekkert, eins og 120 til 130 milljónir sem hafa runnið til knattspyrnudeildar FH sem byggingakostnaður. Auðvitað gera menn athugasemdir við þetta.“ Að sögn Sigurðar hefur komið fram að það skorti mikið á gegnsæi í bókhaldi félagsins „Það segir sig sjálft að það er einhver veruleg óreiða í bókhaldinu,“ segir Sigurður sem segir að sér finnist hvað alvarlegast að þarna hafi komið fram hlutir sem ekki komu fram í ársreikningum. Hann segir að þess vegna þurfi að rannsaka málið betur. Skýrslan nái fimm ár aftur í tímann, en að mati Sigurðar er ástæða til að skoða tuttugu ár aftur í tímann. Bræðurnir Jón Rúnar og Viðar Halldórssynir hafa verið í lykilhlutverki hjá FH yfir þennan tíma og komið að byggingu tveggja knatthúsa til viðbótar á svæðinu. „Það sem við viljum í frjálsíþróttadeildinni er að það sé allt uppi á borðum og stjórnunarhættir í Kaplakrika og rekstrarfyrirkomulagið sé gagnsætt, og eins og lög og reglur segja til um.“ FH Fótbolti Hafnarfjörður Frjálsar íþróttir Byggingariðnaður Bítið Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
„Þetta er bara skelfilegt að horfa upp á þetta og ég segi bara stjórnin þarf að fara frá,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar rak Sigurður málið stuttlega. Nú sé komin upp sú staða að ef bærinn kaupi ekki knatthúsið verði félagið gjaldþrota. „Það er náttúrulega stóralvarlegt mál. Félagið er að verða hundrað ára eftir fimm ár, fornfrægt félag.“ Bærinn hafi því beðið um umrædda skýrslu frá Deloitte. „Þá kemur náttúrulega í ljós að það er búið að hlaða inn á Skessuna byggingakostnaði sem stenst ekkert, eins og 120 til 130 milljónir sem hafa runnið til knattspyrnudeildar FH sem byggingakostnaður. Auðvitað gera menn athugasemdir við þetta.“ Að sögn Sigurðar hefur komið fram að það skorti mikið á gegnsæi í bókhaldi félagsins „Það segir sig sjálft að það er einhver veruleg óreiða í bókhaldinu,“ segir Sigurður sem segir að sér finnist hvað alvarlegast að þarna hafi komið fram hlutir sem ekki komu fram í ársreikningum. Hann segir að þess vegna þurfi að rannsaka málið betur. Skýrslan nái fimm ár aftur í tímann, en að mati Sigurðar er ástæða til að skoða tuttugu ár aftur í tímann. Bræðurnir Jón Rúnar og Viðar Halldórssynir hafa verið í lykilhlutverki hjá FH yfir þennan tíma og komið að byggingu tveggja knatthúsa til viðbótar á svæðinu. „Það sem við viljum í frjálsíþróttadeildinni er að það sé allt uppi á borðum og stjórnunarhættir í Kaplakrika og rekstrarfyrirkomulagið sé gagnsætt, og eins og lög og reglur segja til um.“
FH Fótbolti Hafnarfjörður Frjálsar íþróttir Byggingariðnaður Bítið Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira