Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. desember 2024 16:31 Menningarnótt hefur verið fastur liður í borginni frá árinu 1996. vísir/vilhelm Breytingar á hlaupaleiðum Reykjavíkurmaraþons og kvölddagskrá Menningarnætur voru samþykktar á fundi borgarráðs í gær eftir tillögum starfshóps Reykjavíkurborgar. Á meðal þess sem var samþykkt var að tónleikar við Arnarhól myndi ljúka klukkustund fyrr, klukkan 22 en ekki 23. Breytingarnar eru sagðar vera gerðar meðal annars með hliðsjón af öryggi íbúa og gesta. Þetta kemur fram í tilkynningu borgarinnar þar sem greint er frá niðurstöðum „starfshóps um endurskoðun á skipulagi Menningarnætur og Reykjavíkurmaraþons“ sem voru samþykktar. Menningarnótt er afmælishátíð borgarinnar og hefur verið haldin frá árinu 1996. Reykjavíkurmaraþoninu hefur verið haldið frá árinu 1984 og hefur vacið ár frá ári. Til marks um það er tala þátttakenda, þeir voru 214 árið 1984 en 14.646 í ár. Endamark maraþonsins hefur hingað til verið á Lækjargötu, en nú er lagt til að það verði fært á Geirsgötu.vísir/vilhelm Fyrrnefndum starfshóp var ætlað að greina vinnu brogarinnar í tengslum við viðburðarhaldið og greina kosti og gala. Hópurinn lagði til eftirfarandi tillögur til breytinga: Að hlaupaleiðum Reykjavíkurmaraþonsins verði breytt. Endamarkið verði fært frá Lækjargötu yfir í Geirsgötu til að auðvelda flæði fólks um Lækjargötu og takmarka umferð þungavinnuvéla sem fylgja frágangi hlaupsins. Að skemmtiskokk verði fært úr Þingholtunum í Gamla vesturbæinn til að létta á flóknum götulokunum í Þingholtunum, þar sem einnig eru götulokanir vegna Menningarnæturdagskrár, og auka öryggi almennings og lágmarka óþægindi íbúa í tengslum við aðgengi. Að dagskrá Menningarnætur ljúki formlega klukkustund fyrr en áður. Tónleikar við Arnarhól skuli ljúka með flugeldasýningu kl. 22.00 í stað 23.00. Að í aðdraganda hátíðarhaldanna verði farið í herferð þar sem forvarnaskilaboðum verður komið vel á framfæri. Að lagt verði til aukið fjármagn til gæslu og í kynningar sem lið í forvarnarstarfi. „Í framhaldi er lagt er til að stofnaður verði starfshópur til að skoða framtíðarfyrirkomulag viðburða í miðborg Reykjavíkur með tilliti til öryggismála, Borgarlínu og annarra skipulagsmála. Lagðar verða skýrar línur um hvernig viðburðahald fer fram í miðborginni, hvernig hægt er viðhalda áhugaverðu menningarlífi í borginni en á sama tíma gæti fyllsta öryggis íbúa og framtíðarsýn mótuð,“ segir í lok tilkynningar. Menningarnótt Reykjavík Tónleikar á Íslandi Reykjavíkurmaraþon Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Breytingarnar eru sagðar vera gerðar meðal annars með hliðsjón af öryggi íbúa og gesta. Þetta kemur fram í tilkynningu borgarinnar þar sem greint er frá niðurstöðum „starfshóps um endurskoðun á skipulagi Menningarnætur og Reykjavíkurmaraþons“ sem voru samþykktar. Menningarnótt er afmælishátíð borgarinnar og hefur verið haldin frá árinu 1996. Reykjavíkurmaraþoninu hefur verið haldið frá árinu 1984 og hefur vacið ár frá ári. Til marks um það er tala þátttakenda, þeir voru 214 árið 1984 en 14.646 í ár. Endamark maraþonsins hefur hingað til verið á Lækjargötu, en nú er lagt til að það verði fært á Geirsgötu.vísir/vilhelm Fyrrnefndum starfshóp var ætlað að greina vinnu brogarinnar í tengslum við viðburðarhaldið og greina kosti og gala. Hópurinn lagði til eftirfarandi tillögur til breytinga: Að hlaupaleiðum Reykjavíkurmaraþonsins verði breytt. Endamarkið verði fært frá Lækjargötu yfir í Geirsgötu til að auðvelda flæði fólks um Lækjargötu og takmarka umferð þungavinnuvéla sem fylgja frágangi hlaupsins. Að skemmtiskokk verði fært úr Þingholtunum í Gamla vesturbæinn til að létta á flóknum götulokunum í Þingholtunum, þar sem einnig eru götulokanir vegna Menningarnæturdagskrár, og auka öryggi almennings og lágmarka óþægindi íbúa í tengslum við aðgengi. Að dagskrá Menningarnætur ljúki formlega klukkustund fyrr en áður. Tónleikar við Arnarhól skuli ljúka með flugeldasýningu kl. 22.00 í stað 23.00. Að í aðdraganda hátíðarhaldanna verði farið í herferð þar sem forvarnaskilaboðum verður komið vel á framfæri. Að lagt verði til aukið fjármagn til gæslu og í kynningar sem lið í forvarnarstarfi. „Í framhaldi er lagt er til að stofnaður verði starfshópur til að skoða framtíðarfyrirkomulag viðburða í miðborg Reykjavíkur með tilliti til öryggismála, Borgarlínu og annarra skipulagsmála. Lagðar verða skýrar línur um hvernig viðburðahald fer fram í miðborginni, hvernig hægt er viðhalda áhugaverðu menningarlífi í borginni en á sama tíma gæti fyllsta öryggis íbúa og framtíðarsýn mótuð,“ segir í lok tilkynningar.
Menningarnótt Reykjavík Tónleikar á Íslandi Reykjavíkurmaraþon Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira