Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar 18. desember 2024 09:32 Í svartasta skammdeginu höldum við upp á jólin. Fyrir suma eru þau trúarhátíð, fyrir aðra ljósahátíð. Það skiptir í rauninni ekki máli hvort er, því jólin eiga að miðla hamingju og kærleika, segir einhvers staðar, áreiðanlega á góðum stað. Við reynum öll að uppfylla jóladrauminn, sem flestir hafa þó ólíka sýn á. Útfærslan er svo eftir smekk og behag. Ég vil byrja, áður en ég fer að tala um fatlað fólk og öryrkja, að segja hvað við hvað við Ísleningar getum eið stoltir af velferðarkrfinu okkar, bæði, mennta- og heilbrigðiskerfum. Efnahgsleg misskipting en foreldrar stóðu sína plikt Ef ég fjalla fyrst örstutt um menntakerfið þá vil ég byrja á sjálfri mér. Ég átti kost á mjög góðri grunnmenntun og hef sömuleiðis átt kost á fjölbreyttu háskólanámi. Ég lærði fyrst til kennarans og kenndi í nokkur ár og þau ár mótuðu mig mikið. Ég hef því verið beggja vegna borðsins, reyndi sjálf hversu viðamikið og krefjandi kennarahlutverkið er og blæs því á kenningar Viðskiptaráðs. Ég kenndi 6-7 ára börnum fyrir tæpum 30 árum og kynntist kjörum foreldra þeirra.Trúið mér, að allir foreldrarnir sem ég kynntist vildu standa sína plikt þegar kom að námi barna sinna án tillits til síns efnahags. Misskipting í samfélaginu var ljós öllum þeim sem vildu vita í skólunum almennt. Og ef eitthvað er þá hefur efnahagsleg misskipting og stéttaskiptingin aukist í samfélaginu frá þessum tíma. En þegar öllu var á botninn hvolft þá voru allir foreldrar að reyna sitt besta, óháð tekjum. Góð reynsla af heilbrigðiskerfinu Næst ætla ég að fjalla um heilbrigðiskerfið en þar hef ég verið stórnotandi frá síðan ég var 18 ára og tel mig hafa hafa þar góða reynslu. Ég hef hitt og kynnst urmul af frábærum læknum, geðlæknum, sálfræðingum, taugalæknum, flinkum sjúkraþjálfurum, félagsráðgöfum, námsráðgjöfum og svo má lengi telja. Auðvitað kemur fyrir að starfsfólk heilbrigðiskerfisins eigi misjafna daga en heilt yfir hef ég fengið mjög góða þjónustu auk þess sem hún er gjaldfrí, þökk sé sköttunum, okkar félagslega jöfnunartæki. Og þrátt fyrir allt og allt, þegar öllu er á botninn hvolft, að heilbrgiðisstarfsfólk að reyna að gera sitt besta. Það eru ekki allir að besta sig „í örorkukerfinu“ Og þá að öryrkjum en þeim hef nokkrum kynnst á lífsleiðinni. Þetta er fólk sem ber harm sinn í hljóði, á sér fáa málsvara og í lífsbaráttu sinni allri hefur ekki hátt. Mér kemur líka til hugar þegar síbyljan um öryrkja byrjar ljóð, Davíðs Stefánssonar en ég birti hér tvö erindi. Konan sem kyndir ofninn minn. Ég veit, að hún á sorgir,en segir aldrei neittþó sé hún dauðaþreytt,hendur hennar sótugarog hárið illa greitt.Hún fer að engu óð,er öllum mönnum góðog vinnur verk sín hljóð.Sumir skrifa í öskunaöll sín bestu ljóð. Ég veit, að þessi konaer vinafá og snauðaf veraldlegum auð,að launin, sem hún fær,eru last og daglegt brauð.En oftast er það sá,sem allir kvelja og smá,sem mesta mildi á.-Fáir njóta eldanna,sem fyrstir kveikja þá. Ég bað mömmu oft að syngja þetta fyrir mig fyrir svefninn. „Konan sem er svo fátæk og allir eru svo vondir við” sagði barnið ég. Í dag, þegar ég les þetta ljóð yfir, finnst mér stundum að þar sé að finna anda þess og veruleika sem öryrkjar búa við – en vðhorfið breytist svo aðeins ef notuð eru orðin fólk með fötlun og verður jákvæðara. Og þegar kemur að „öryrkjakerfinu” – þá segi ég sem notandi í því í 25 ár – að þegar öllu er á botninn er hvolft þá getur „öryrkjakerfið” verið betra, sérstaklega fjárhagslega en þar eru alltof margar gloppur. Það er sama hvernig maður sveiflar sér í núverandi kerfi þá fær maður alltaf sömu niðurstöðu, sem að meðaltali er um 300 þúsund kr. í ráðstöfunartekjur vegna fáranlega lágra skerðingarviðmiða. Nú á nýtt örorkukerfi að taka gildi 1. september 2025 og verður fróðlegt að sjá hvernig það kemur út, vonandi eru bara allir þar gera besta. En ekkert um það fyrr en þá! Ég vil þó hrósa Tryggingastofnun ríkis, TR, fyrir sífellt betra viðmót við viðskiptavini sína og með þessu áframhaldi stefnir hún hraðbyri í að verða þjónustustofnun í stað kerfiskassa. Að lokum óska ég ykkur öllum hamingjuríkra og ekki síst kærleiksríka jóla (Það er nú oft sagt að kærleikurinn kosti ekki neitt en hamingjuna er ef til vill dálítið erfiðara að finna!) Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Í svartasta skammdeginu höldum við upp á jólin. Fyrir suma eru þau trúarhátíð, fyrir aðra ljósahátíð. Það skiptir í rauninni ekki máli hvort er, því jólin eiga að miðla hamingju og kærleika, segir einhvers staðar, áreiðanlega á góðum stað. Við reynum öll að uppfylla jóladrauminn, sem flestir hafa þó ólíka sýn á. Útfærslan er svo eftir smekk og behag. Ég vil byrja, áður en ég fer að tala um fatlað fólk og öryrkja, að segja hvað við hvað við Ísleningar getum eið stoltir af velferðarkrfinu okkar, bæði, mennta- og heilbrigðiskerfum. Efnahgsleg misskipting en foreldrar stóðu sína plikt Ef ég fjalla fyrst örstutt um menntakerfið þá vil ég byrja á sjálfri mér. Ég átti kost á mjög góðri grunnmenntun og hef sömuleiðis átt kost á fjölbreyttu háskólanámi. Ég lærði fyrst til kennarans og kenndi í nokkur ár og þau ár mótuðu mig mikið. Ég hef því verið beggja vegna borðsins, reyndi sjálf hversu viðamikið og krefjandi kennarahlutverkið er og blæs því á kenningar Viðskiptaráðs. Ég kenndi 6-7 ára börnum fyrir tæpum 30 árum og kynntist kjörum foreldra þeirra.Trúið mér, að allir foreldrarnir sem ég kynntist vildu standa sína plikt þegar kom að námi barna sinna án tillits til síns efnahags. Misskipting í samfélaginu var ljós öllum þeim sem vildu vita í skólunum almennt. Og ef eitthvað er þá hefur efnahagsleg misskipting og stéttaskiptingin aukist í samfélaginu frá þessum tíma. En þegar öllu var á botninn hvolft þá voru allir foreldrar að reyna sitt besta, óháð tekjum. Góð reynsla af heilbrigðiskerfinu Næst ætla ég að fjalla um heilbrigðiskerfið en þar hef ég verið stórnotandi frá síðan ég var 18 ára og tel mig hafa hafa þar góða reynslu. Ég hef hitt og kynnst urmul af frábærum læknum, geðlæknum, sálfræðingum, taugalæknum, flinkum sjúkraþjálfurum, félagsráðgöfum, námsráðgjöfum og svo má lengi telja. Auðvitað kemur fyrir að starfsfólk heilbrigðiskerfisins eigi misjafna daga en heilt yfir hef ég fengið mjög góða þjónustu auk þess sem hún er gjaldfrí, þökk sé sköttunum, okkar félagslega jöfnunartæki. Og þrátt fyrir allt og allt, þegar öllu er á botninn hvolft, að heilbrgiðisstarfsfólk að reyna að gera sitt besta. Það eru ekki allir að besta sig „í örorkukerfinu“ Og þá að öryrkjum en þeim hef nokkrum kynnst á lífsleiðinni. Þetta er fólk sem ber harm sinn í hljóði, á sér fáa málsvara og í lífsbaráttu sinni allri hefur ekki hátt. Mér kemur líka til hugar þegar síbyljan um öryrkja byrjar ljóð, Davíðs Stefánssonar en ég birti hér tvö erindi. Konan sem kyndir ofninn minn. Ég veit, að hún á sorgir,en segir aldrei neittþó sé hún dauðaþreytt,hendur hennar sótugarog hárið illa greitt.Hún fer að engu óð,er öllum mönnum góðog vinnur verk sín hljóð.Sumir skrifa í öskunaöll sín bestu ljóð. Ég veit, að þessi konaer vinafá og snauðaf veraldlegum auð,að launin, sem hún fær,eru last og daglegt brauð.En oftast er það sá,sem allir kvelja og smá,sem mesta mildi á.-Fáir njóta eldanna,sem fyrstir kveikja þá. Ég bað mömmu oft að syngja þetta fyrir mig fyrir svefninn. „Konan sem er svo fátæk og allir eru svo vondir við” sagði barnið ég. Í dag, þegar ég les þetta ljóð yfir, finnst mér stundum að þar sé að finna anda þess og veruleika sem öryrkjar búa við – en vðhorfið breytist svo aðeins ef notuð eru orðin fólk með fötlun og verður jákvæðara. Og þegar kemur að „öryrkjakerfinu” – þá segi ég sem notandi í því í 25 ár – að þegar öllu er á botninn er hvolft þá getur „öryrkjakerfið” verið betra, sérstaklega fjárhagslega en þar eru alltof margar gloppur. Það er sama hvernig maður sveiflar sér í núverandi kerfi þá fær maður alltaf sömu niðurstöðu, sem að meðaltali er um 300 þúsund kr. í ráðstöfunartekjur vegna fáranlega lágra skerðingarviðmiða. Nú á nýtt örorkukerfi að taka gildi 1. september 2025 og verður fróðlegt að sjá hvernig það kemur út, vonandi eru bara allir þar gera besta. En ekkert um það fyrr en þá! Ég vil þó hrósa Tryggingastofnun ríkis, TR, fyrir sífellt betra viðmót við viðskiptavini sína og með þessu áframhaldi stefnir hún hraðbyri í að verða þjónustustofnun í stað kerfiskassa. Að lokum óska ég ykkur öllum hamingjuríkra og ekki síst kærleiksríka jóla (Það er nú oft sagt að kærleikurinn kosti ekki neitt en hamingjuna er ef til vill dálítið erfiðara að finna!) Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun