Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar 14. desember 2024 14:00 Höfundur Narníubókanna, C.S Lewis, var ekki aðeins einn þekktasti rithöfundur síðustu aldar, hann var líka einn öflugasti málsvari kristinnar trúar á Englandi, og þótt víðar væri leitað. Hann hafði sérstakt lag á því að útskýra trúna og koma henni skýrt til skila, þó án þess að einfalda hana um of. Bók hans „Mere Christianity” þykir afbragðsgóður inngangur að kristni en hún er byggð á útvarpsávörpum sem Lewis flutti á BBC á árunum 1941-1944. Í bókinni má finna röksemdafærslu sem Lewis kallar „Lygari, brjálæðingur, Drottinn” (e. Liar, Lunatic, Lord) en þar ritar Lewis m.a eftirfarandi: Ég vil með öllu móti reyna að koma í veg fyrir að fólk tali svona kjánalega um Krist: „Ég er sammála því að Jesús hafi verið góður siðspekingur, en ég get ekki með nokkru móti trúað fullyrðingu hans að hann sé Drottinn sjálfur.” Þetta er einmitt það sem við ættum alls ekki að segja. Maður sem væri ekki annað og meira en maður, og segði þá hluti sem Jesús sagði, væri ekki góður siðspekingur. Hann væri annað hvort brjálæðingur - sambærilegur við mann sem segði þér að hann væri spælegg - eða eitthvað mun verra, djöfullinn sjálfur. Þú verður einfaldlega að velja: annað hvort var og er maðurinn sá sem hann sagðist vera, eða hann var brjálæðingur, eða jafnvel eitthvað þaðan af verra. Þú getur sagt flóninu að þegja, hrækt á hann og drepið hann, eða þú getur kastað þér að fótum hans og kallað hann Drottinn, en sleppum þeirri dæmalausu vitleysu að hann hafi verið góður kennari af holdi og blóði. Sá valmöguleiki er einfaldlega ekki í boði! Það var ekki ætlan hans. Það er mér nokkuð augljóst að hann var hvorki brjálæðingur né illmenni og þess vegna, eins ótrúlega og jafnvel ógvekjandi það kann að hljóma, þá verð ég að sætta mig við það að Kristur hafi verið og sé sjálfur Guð. Það er því miður þannig að þessi „dæmalausa vitleysa” eins og Lewis kallar hana þ.e sú hugmynd að Kristur hafi fyrst og fremst verið góður kennari tröllríður allri umræðu um kristni á landinu í dag, jafnvel meðal þeirra sem vilja gera trúnni hátt undir höfði. Það er helst rætt um menningarlega arfleifð og hin góðu áhrif sem kristnin hefur haft á land og þjóð, svona rétt eins og við höfum bara rambað á einhverja ótrúlega góða heimspeki fyrir tilviljun sem hafi síðan reynst okkur vel í gegnum tíðina. Samkvæmt þessum þankagangi, er fyrst og fremst mikilvægt að kenna kristinfræði í skólum vegna menningarlegrar arfleiðar, söguskilnings, og góðra áhrifa, en ekki vegna þess að Kristur hafi risið upp frá dauðum, og að trú á hann og rétt breytni, séu lykillinn að eilífu lífi. En, eins og Lewis sýndi fram á, þá heldur þessi hugsun ekki vatni: annað hvort var og er Kristur sá sem hann sagðist vera, eða við getum gleymt því sem hann boðar. Hvaða kennivald hefur hann annars, og hvað erindi ættu orð hans að eiga við okkur í dag, umfram orð annarra? Það er auðvitað rétt að kristin menning á Íslandi er mikilvæg og hefur afar góð áhrif á samfélagið, jafnvel í því ylvolga formi sem hún birtist okkur yfirleitt í dag. Það er líka rétt, að þekking á henni er lykillinn að skilningi á bæði sögu okkar og listum, en hvort tveggja eru þó aum rök fyrir því að börnum sé kennd kristinfræði, eða að okkur beri að gera kristni hátt undir höfði. Slík nytjahyggjurök leiða menn raunar á villigötur, enda er alltaf hægt að færa rök fyrir því að eitthvað annað sé gagnlegra og betra, og þá eftir hinum síbreytilegu og afstæðu viðmiðum hvers tíma. Hinn alvitri Guð býr utan tíma og rúms, og hann breytist ekki. Við verðum því að fara varlega og draga kristnina ekki niður í svað samtímans og hinna veraldlegu raka. Trúin okkar er yfirnáttúruleg, og á að vera yfir það hafin, eða eins og Páll postuli ritaði í fyrra bréfi sínu til Kórintumanna: „Ef von vor til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumkunarverðastir allra manna.” Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Menning Bókmenntir Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Sjá meira
Höfundur Narníubókanna, C.S Lewis, var ekki aðeins einn þekktasti rithöfundur síðustu aldar, hann var líka einn öflugasti málsvari kristinnar trúar á Englandi, og þótt víðar væri leitað. Hann hafði sérstakt lag á því að útskýra trúna og koma henni skýrt til skila, þó án þess að einfalda hana um of. Bók hans „Mere Christianity” þykir afbragðsgóður inngangur að kristni en hún er byggð á útvarpsávörpum sem Lewis flutti á BBC á árunum 1941-1944. Í bókinni má finna röksemdafærslu sem Lewis kallar „Lygari, brjálæðingur, Drottinn” (e. Liar, Lunatic, Lord) en þar ritar Lewis m.a eftirfarandi: Ég vil með öllu móti reyna að koma í veg fyrir að fólk tali svona kjánalega um Krist: „Ég er sammála því að Jesús hafi verið góður siðspekingur, en ég get ekki með nokkru móti trúað fullyrðingu hans að hann sé Drottinn sjálfur.” Þetta er einmitt það sem við ættum alls ekki að segja. Maður sem væri ekki annað og meira en maður, og segði þá hluti sem Jesús sagði, væri ekki góður siðspekingur. Hann væri annað hvort brjálæðingur - sambærilegur við mann sem segði þér að hann væri spælegg - eða eitthvað mun verra, djöfullinn sjálfur. Þú verður einfaldlega að velja: annað hvort var og er maðurinn sá sem hann sagðist vera, eða hann var brjálæðingur, eða jafnvel eitthvað þaðan af verra. Þú getur sagt flóninu að þegja, hrækt á hann og drepið hann, eða þú getur kastað þér að fótum hans og kallað hann Drottinn, en sleppum þeirri dæmalausu vitleysu að hann hafi verið góður kennari af holdi og blóði. Sá valmöguleiki er einfaldlega ekki í boði! Það var ekki ætlan hans. Það er mér nokkuð augljóst að hann var hvorki brjálæðingur né illmenni og þess vegna, eins ótrúlega og jafnvel ógvekjandi það kann að hljóma, þá verð ég að sætta mig við það að Kristur hafi verið og sé sjálfur Guð. Það er því miður þannig að þessi „dæmalausa vitleysa” eins og Lewis kallar hana þ.e sú hugmynd að Kristur hafi fyrst og fremst verið góður kennari tröllríður allri umræðu um kristni á landinu í dag, jafnvel meðal þeirra sem vilja gera trúnni hátt undir höfði. Það er helst rætt um menningarlega arfleifð og hin góðu áhrif sem kristnin hefur haft á land og þjóð, svona rétt eins og við höfum bara rambað á einhverja ótrúlega góða heimspeki fyrir tilviljun sem hafi síðan reynst okkur vel í gegnum tíðina. Samkvæmt þessum þankagangi, er fyrst og fremst mikilvægt að kenna kristinfræði í skólum vegna menningarlegrar arfleiðar, söguskilnings, og góðra áhrifa, en ekki vegna þess að Kristur hafi risið upp frá dauðum, og að trú á hann og rétt breytni, séu lykillinn að eilífu lífi. En, eins og Lewis sýndi fram á, þá heldur þessi hugsun ekki vatni: annað hvort var og er Kristur sá sem hann sagðist vera, eða við getum gleymt því sem hann boðar. Hvaða kennivald hefur hann annars, og hvað erindi ættu orð hans að eiga við okkur í dag, umfram orð annarra? Það er auðvitað rétt að kristin menning á Íslandi er mikilvæg og hefur afar góð áhrif á samfélagið, jafnvel í því ylvolga formi sem hún birtist okkur yfirleitt í dag. Það er líka rétt, að þekking á henni er lykillinn að skilningi á bæði sögu okkar og listum, en hvort tveggja eru þó aum rök fyrir því að börnum sé kennd kristinfræði, eða að okkur beri að gera kristni hátt undir höfði. Slík nytjahyggjurök leiða menn raunar á villigötur, enda er alltaf hægt að færa rök fyrir því að eitthvað annað sé gagnlegra og betra, og þá eftir hinum síbreytilegu og afstæðu viðmiðum hvers tíma. Hinn alvitri Guð býr utan tíma og rúms, og hann breytist ekki. Við verðum því að fara varlega og draga kristnina ekki niður í svað samtímans og hinna veraldlegu raka. Trúin okkar er yfirnáttúruleg, og á að vera yfir það hafin, eða eins og Páll postuli ritaði í fyrra bréfi sínu til Kórintumanna: „Ef von vor til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumkunarverðastir allra manna.” Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun