Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. desember 2024 22:45 Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigand og stjórnandi Sæmarks. Eva Björk Ægisdóttir Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigandi Sæmarks, fær 20 milljónir ekki greiddar frá Elísabetu Erlu Dungal, fyrrverandi viðskiptafélaga hans. Sigurður Gísli hélt því fram að um peningalán til hennar hafi verið að ræða, sem henni hafi borið að endurgreiða, en var ekki talinn hafa fært nægilegar sönnur fyrir því. Þetta er niðurstaða Landsréttar, en fyrr hafði héraðsdómur komist að öndverðri niðurstöðu og dæmt Elísabetu Erlu til að endurgreiða Sigurði milljónirnar tuttugu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nafn Sigurðar Gísla ratar í dómstóla, eða fréttir. Á síðasta ári var hann dæmdur til að greiða tæpan hálfan milljarð í tekjuskatt og útsvar, vegna áranna 2010-2016, í máli sem nefnt hefur verið sem eitt af umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafi komið hér á landi. Í dómi Landsréttar var sumsé tekist á um eðli greiðslunnar. Elísabet Erla hélt því fram að um væri að ræða greiðslu frá Sigurði vegna viðskipta sem hann hafi tekið þátt í ásamt henni og eiginmanni hennar. Nánar tiltekið einkahlutafélaginu Desk sem var ætlað að halda utan um rekstur Northern Seafood ehf. Sigurður hafi hins vegar ekki viljað að aðkoma sín að félaginu væri opinber þar sem hann hafi rekið annað félag í samkeppnisrekstri. Sigurður mótmælti því og byggði á því að um hafi verið að ræða peningalán sem beri að endurgreiða í samræmi við meginreglur samninga- og kröfuréttar. Engin gögn styðji umþrætta aðkomu hans að Northern Seafood ehf. eða Desk ehf. Fyrir Landsrétti voru lögð fram SMS-gögn sem sýndu að minnsta kosti fram á viðskiptasamband Sigurðar og eiginmanns Elísabetar. Hins vegar lágu engin gögn fyrir um eignarhlutinn sem Elísabet byggði á fyrir dómstólum. Aftur á móti hafði Sigurður sjálfur, sem hélt því fram að hann hafi í kaffispjalli við eiginmann Elísabetar samþykkt að veita þeim hjónum 20.000.000 króna lán, engin gögn lagt fram sem styðja við þær fullyrðingar. Að því virtu var talið að Elísabet hafi leitt líkur að því að hin umdeilda greiðsla eigi rætur að rekja til viðskipta sem Sigurður tók þátt í. Það hafi því fallið í hlut Sigurðar að sýna fram á að fremur hafi verið um að ræða peningalán sem áfrýjanda beri að endurgreiða. Niðurstaða réttarins var því sú að Elísabet var sýkn af kröfum Sigurðar um endurgreiðslu tuttugu milljóna króna. Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar, en fyrr hafði héraðsdómur komist að öndverðri niðurstöðu og dæmt Elísabetu Erlu til að endurgreiða Sigurði milljónirnar tuttugu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nafn Sigurðar Gísla ratar í dómstóla, eða fréttir. Á síðasta ári var hann dæmdur til að greiða tæpan hálfan milljarð í tekjuskatt og útsvar, vegna áranna 2010-2016, í máli sem nefnt hefur verið sem eitt af umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafi komið hér á landi. Í dómi Landsréttar var sumsé tekist á um eðli greiðslunnar. Elísabet Erla hélt því fram að um væri að ræða greiðslu frá Sigurði vegna viðskipta sem hann hafi tekið þátt í ásamt henni og eiginmanni hennar. Nánar tiltekið einkahlutafélaginu Desk sem var ætlað að halda utan um rekstur Northern Seafood ehf. Sigurður hafi hins vegar ekki viljað að aðkoma sín að félaginu væri opinber þar sem hann hafi rekið annað félag í samkeppnisrekstri. Sigurður mótmælti því og byggði á því að um hafi verið að ræða peningalán sem beri að endurgreiða í samræmi við meginreglur samninga- og kröfuréttar. Engin gögn styðji umþrætta aðkomu hans að Northern Seafood ehf. eða Desk ehf. Fyrir Landsrétti voru lögð fram SMS-gögn sem sýndu að minnsta kosti fram á viðskiptasamband Sigurðar og eiginmanns Elísabetar. Hins vegar lágu engin gögn fyrir um eignarhlutinn sem Elísabet byggði á fyrir dómstólum. Aftur á móti hafði Sigurður sjálfur, sem hélt því fram að hann hafi í kaffispjalli við eiginmann Elísabetar samþykkt að veita þeim hjónum 20.000.000 króna lán, engin gögn lagt fram sem styðja við þær fullyrðingar. Að því virtu var talið að Elísabet hafi leitt líkur að því að hin umdeilda greiðsla eigi rætur að rekja til viðskipta sem Sigurður tók þátt í. Það hafi því fallið í hlut Sigurðar að sýna fram á að fremur hafi verið um að ræða peningalán sem áfrýjanda beri að endurgreiða. Niðurstaða réttarins var því sú að Elísabet var sýkn af kröfum Sigurðar um endurgreiðslu tuttugu milljóna króna.
Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira