Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2024 10:17 Karlmaðurinn sem er ákærður í málinu huldi andlit sitt þegar hann gekk fram hjá ljósmyndara Vísis í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, 12. desember 2024. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð yfir karlmanni sem er ákærður fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu og áreita unglingsson hennar og vinkonu sem eru einnig andlega fötluð hófst í gær. Réttarhöldin eru lokuð en maðurinn var verslunarstjóri þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Karlmaður frá Akranesi er ákærður fyrir fjölda grófra kynferðisbrota gegn konunni. Hann er meðal annars ákærður fyrir að neyða son hennar til þess að fylgjast með þegar hann nauðgaði móður hans. Þá er hann ákærður fyrir að hafa látið aðra karla sem hann átti í samskiptum við á samfélagsmiðlum nauðga konunni. Brotin eru sögð hafa átt sér stað á árunum 2016 til 2020. Maðurinn hafi komið nokkrum sinnum í mánuði að jafnaði heim til konunnar og brotið gegn henni og nýtt sér að hún gæti ekki spornað gegn því vegna andlegrar fötlunar sinnar. Hann hafi jafnframt nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun sem yfirmaður hennar. Fyrir utan að neyða son konunnar til þess að fylgjast með því þegar hann nauðgaði henni er maðurinn ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn syninum. Hún fólst meðal annars í því að maðurinn spurði piltinn ítrekað út í kynlífs hans og gefið honum leiðbeiningar á því sviði. Grófasta brotið af því tagi átti sér stað undir lok árs 2020 þegar maðurinn er ákærður fyrir að hafa farið inn í herbergi sonar konunnar þar sem hann var að stunda kynlíf með annarri konu á bak við luktar dyr. Maðurinn hafi farið upp að konunni þar sem hún lá nakin í rúmi piltsins og fært hönd sína nálægt kynfærum. Þá hafi hann gefið piltinum leiðbeiningar um hvernig hann ætti að veita konunni munnmök. Maðurinn var verslunarstjóri þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Hann braut á henni um fimm ára skeið samkvæmt ákæru.Vísir/Vilhelm Hinir mennirnir ekki ákærðir Maðurinn er sakaður um að hafa notfært sér að parið gat ekki spornað gegn verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Ríkisútvarpið segir að sá ákærði hafi verið verslunarstjóri í stórri matvöruverslun í Reykjavík þegar brotin voru framin. Honum hafi verið sagt upp samdægurs þegar lögregla hafði samband við stjórnendur fyrirtækisins. Þrír karlmenn sem sá ákærði bauð heim til konunnar til þess að nauðga henni eru ekki ákærðir í málinu. Saksóknari í málinu vísaði til þess að þinghaldið væri lokað um hvers vegna hann gæti ekki veitt neinar upplýsingar um á hverju það stæði. Aðalmeðferðin, sem hófst í gær, er sögð eiga að taka þrjá daga. Dómsmál Kynferðisofbeldi Akranes Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Karlmaður frá Akranesi er ákærður fyrir fjölda grófra kynferðisbrota gegn konunni. Hann er meðal annars ákærður fyrir að neyða son hennar til þess að fylgjast með þegar hann nauðgaði móður hans. Þá er hann ákærður fyrir að hafa látið aðra karla sem hann átti í samskiptum við á samfélagsmiðlum nauðga konunni. Brotin eru sögð hafa átt sér stað á árunum 2016 til 2020. Maðurinn hafi komið nokkrum sinnum í mánuði að jafnaði heim til konunnar og brotið gegn henni og nýtt sér að hún gæti ekki spornað gegn því vegna andlegrar fötlunar sinnar. Hann hafi jafnframt nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun sem yfirmaður hennar. Fyrir utan að neyða son konunnar til þess að fylgjast með því þegar hann nauðgaði henni er maðurinn ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn syninum. Hún fólst meðal annars í því að maðurinn spurði piltinn ítrekað út í kynlífs hans og gefið honum leiðbeiningar á því sviði. Grófasta brotið af því tagi átti sér stað undir lok árs 2020 þegar maðurinn er ákærður fyrir að hafa farið inn í herbergi sonar konunnar þar sem hann var að stunda kynlíf með annarri konu á bak við luktar dyr. Maðurinn hafi farið upp að konunni þar sem hún lá nakin í rúmi piltsins og fært hönd sína nálægt kynfærum. Þá hafi hann gefið piltinum leiðbeiningar um hvernig hann ætti að veita konunni munnmök. Maðurinn var verslunarstjóri þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Hann braut á henni um fimm ára skeið samkvæmt ákæru.Vísir/Vilhelm Hinir mennirnir ekki ákærðir Maðurinn er sakaður um að hafa notfært sér að parið gat ekki spornað gegn verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Ríkisútvarpið segir að sá ákærði hafi verið verslunarstjóri í stórri matvöruverslun í Reykjavík þegar brotin voru framin. Honum hafi verið sagt upp samdægurs þegar lögregla hafði samband við stjórnendur fyrirtækisins. Þrír karlmenn sem sá ákærði bauð heim til konunnar til þess að nauðga henni eru ekki ákærðir í málinu. Saksóknari í málinu vísaði til þess að þinghaldið væri lokað um hvers vegna hann gæti ekki veitt neinar upplýsingar um á hverju það stæði. Aðalmeðferðin, sem hófst í gær, er sögð eiga að taka þrjá daga.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Akranes Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira