Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2024 15:01 Elon Musk og Donald Trump. Getty/Brandon Bell Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur varað þingmenn Repúblikanaflokksins við því að reyna að standa í vegi þeirra sem Donald Trump, verðandi forseti, tilnefnir í embætti. Annars muni hann beita auðæfum sínum og áhrifum gegn þeim. Musk stofnaði pólitíska aðgerðanefnd fyrir forsetakosningarnar í nóvember og varði um þrjátíu milljörðum króna í að hjálpa Trump að ná kjöri. Eftir kosningarnar hét Musk svo því að beita aðgerðanefnd sinni með umfangsmiklum hætti í forvali Repúblikanaflokksins fyrir næstu þingkosningar, sem haldnar verða eftir tvö ár. Síðar brást Musk við fréttum um að hann myndi mögulega styðja mótframbjóðendur gegn þingmönnum sem neita að styðja þá sem Trump tilnefnir til embætta og sagði auðjöfurinn þá að það væri eina leiðin til bregðast við slíku. AP fréttaveitan segir svo að Musk og auðjöfurinn Vivek Ramaswamy, sem eiga saman að leiða viðleitni Trumps til að draga úr regluverki og skera verulega niður í opinberum rekstri, hafi varað þingmenn sérstaklega við því að standa gegn þeirri vinnu. Marjorie Taylor Greene, umdeild þingkona Repúblikanaflokksins, sagði auðjöfrana hafa sagt frá því að þeir héldu út lista yfir „óþæga“ og „þæga“ þingmenn, hvernig þeir greiddu atkvæði og hvernig þeir vörðu almannafé. Erfitt að skera niður Musk og Ramaswamy eiga að leiða einskonar stofnun sem kallast Department of Government Efficiency, eða DOGE í höfuðið á grínrafmynd sem Musk hefur áhuga á, og veita ráðamönnum ráðleggingar um reglugerðir sem fella eigi úr gildi og hvernig spara eigi í rekstri ríkisins. Saman hafa þeir heitið umfangsmiklum niðurskurði og vilja segja upp fjölda opinbera starfsmanna í Bandaríkjunum. Hvernig þeir ætla að gera það liggur þó ekki fyrir enn. Þá heimsóttu þeir Musk og Ramaswamy þinghús Bandaríkjanna í síðustu viku, þar sem þeir ræddu við þingmenn Repúblikanaflokksins og munu þeir þá hafa varað þá við því að standa í vegi þeirra. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings heldur utan um fjárútlát ríkisins og óvíst er hversu mikinn áhuga þingmenn hafa á því að gefa það vald frá sér. Þá hefur ítrekað í gegnum árin reynst erfitt að skera niður þegar kemur að útgjöldum ríkisins og er þetta ekki í fyrsta sinn sem til stendur að reyna það. Þá fela opinber útgjöld oftar en ekki í sér myndun starfa í umdæmum þingmanna, sem þeim er oft illa við að skera niður af ótta við að kjósendur refsi þeim. Þurfa stuðning allra Þá er einnig útlit fyrir því að Musk og Ramaswamy muni þurfa stuðning allra þingmanna Repúblikanaflokksins til að skera niður en meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni dróst saman í kosningunum. Útlit er fyrir að þingið muni skiptast 220-215 á milli flokka næstu tvö árin. Einhverjir sérfræðingar og innanbúðarmenn í Repúblikanaflokknum hafa áhyggjur af hótunum Musks. Einn þeirra sagði í samtali við AP að ef auðjöfurinn færi að grafa undan Repúblikönum væri það líklegt til að enda með því að Demókrati taki sæti þeirra tilteknu þingmanna. Betra væri að Musk færi á eftir þingmönnum Demókrataflokksins í kjördæmum þar sem Trump vann Joe Biden. Það væri líklegra til að reynast Repúblikanaflokknum vel. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Elon Musk Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Musk stofnaði pólitíska aðgerðanefnd fyrir forsetakosningarnar í nóvember og varði um þrjátíu milljörðum króna í að hjálpa Trump að ná kjöri. Eftir kosningarnar hét Musk svo því að beita aðgerðanefnd sinni með umfangsmiklum hætti í forvali Repúblikanaflokksins fyrir næstu þingkosningar, sem haldnar verða eftir tvö ár. Síðar brást Musk við fréttum um að hann myndi mögulega styðja mótframbjóðendur gegn þingmönnum sem neita að styðja þá sem Trump tilnefnir til embætta og sagði auðjöfurinn þá að það væri eina leiðin til bregðast við slíku. AP fréttaveitan segir svo að Musk og auðjöfurinn Vivek Ramaswamy, sem eiga saman að leiða viðleitni Trumps til að draga úr regluverki og skera verulega niður í opinberum rekstri, hafi varað þingmenn sérstaklega við því að standa gegn þeirri vinnu. Marjorie Taylor Greene, umdeild þingkona Repúblikanaflokksins, sagði auðjöfrana hafa sagt frá því að þeir héldu út lista yfir „óþæga“ og „þæga“ þingmenn, hvernig þeir greiddu atkvæði og hvernig þeir vörðu almannafé. Erfitt að skera niður Musk og Ramaswamy eiga að leiða einskonar stofnun sem kallast Department of Government Efficiency, eða DOGE í höfuðið á grínrafmynd sem Musk hefur áhuga á, og veita ráðamönnum ráðleggingar um reglugerðir sem fella eigi úr gildi og hvernig spara eigi í rekstri ríkisins. Saman hafa þeir heitið umfangsmiklum niðurskurði og vilja segja upp fjölda opinbera starfsmanna í Bandaríkjunum. Hvernig þeir ætla að gera það liggur þó ekki fyrir enn. Þá heimsóttu þeir Musk og Ramaswamy þinghús Bandaríkjanna í síðustu viku, þar sem þeir ræddu við þingmenn Repúblikanaflokksins og munu þeir þá hafa varað þá við því að standa í vegi þeirra. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings heldur utan um fjárútlát ríkisins og óvíst er hversu mikinn áhuga þingmenn hafa á því að gefa það vald frá sér. Þá hefur ítrekað í gegnum árin reynst erfitt að skera niður þegar kemur að útgjöldum ríkisins og er þetta ekki í fyrsta sinn sem til stendur að reyna það. Þá fela opinber útgjöld oftar en ekki í sér myndun starfa í umdæmum þingmanna, sem þeim er oft illa við að skera niður af ótta við að kjósendur refsi þeim. Þurfa stuðning allra Þá er einnig útlit fyrir því að Musk og Ramaswamy muni þurfa stuðning allra þingmanna Repúblikanaflokksins til að skera niður en meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni dróst saman í kosningunum. Útlit er fyrir að þingið muni skiptast 220-215 á milli flokka næstu tvö árin. Einhverjir sérfræðingar og innanbúðarmenn í Repúblikanaflokknum hafa áhyggjur af hótunum Musks. Einn þeirra sagði í samtali við AP að ef auðjöfurinn færi að grafa undan Repúblikönum væri það líklegt til að enda með því að Demókrati taki sæti þeirra tilteknu þingmanna. Betra væri að Musk færi á eftir þingmönnum Demókrataflokksins í kjördæmum þar sem Trump vann Joe Biden. Það væri líklegra til að reynast Repúblikanaflokknum vel.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Elon Musk Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira