Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Jón Þór Stefánsson skrifar 9. desember 2024 22:06 Konan var ekin niður á bílastæði skólans. Myndin er úr safni. Getty Tryggingafélagið VÍS, Vátryggingafélag Íslands, hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu konu sem fór fram á að félagið myndi greiða henni tæplega 6,5 milljónir króna, auk vaxta, vegna slyss sem hún varð fyrir. Konan vildi raunar fá tæplega ellefu milljónir, en hafði þegar fengið 4,6 milljónir greiddar. Slysið sem málið varðar átti sér stað í byrjun marsmánaðar 2019 á bílastæði skóla þar sem konan stundaði nám í bílamálun og bifreiðasmíði. Bíl skólafélaga hennar var ekið á hana. Hún fór upp á vélarhlíf bílsins og féll síðan af honum á götuna. Konan fékk högg á hné og áverka á mjóbaki og mjöðm. Óumdeilt var í málinu að hún hafði hlotið áverka í slysinu sem hafa valdið varanlegu líkamstjóni og það hafi skert getu hennar til að afla tekna til framtíðar. En samkvæmt matsgerð var varanleg örorka hennar sjö prósent. Í matsgerðinni var lagt til grundvallar að hefði konan ekki lent í slysinu hefði hún lokið náminu og nýtt sér þá menntun til að afla tekna. Þegar matgerðin var gerð hafði konan ekki komist á samning eftir að hafa lokið bóklegu námi. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykajvíkur.Vísir/Vilhelm Matsmenn komust að þeirri niðurstöðu að vegna skerðingar á álagsgetu og úthaldsþoli gæti starf við bílamálun og bifreiðasmíði verið erfitt þar sem það getur verið líkamlega krefjandi. Í stefnu konunnar vildi hún fá greiðslur bóta fyrir varanlega örorku en útreikningur bótafjárhæðarinnar var miðaður við meðaltekjur iðnmenntaðra við blikksmíði og plötusmíði árið 2019. Hún sagði rétt að taka mið af þessu þar sem námslök hennar í faginu voru fyrirsjáanleg. VÍS taldi svo ekki vera. Fram kemur í dómi héraðsdóms að konan hafi verið búin með 118 einingar af 129 í bóklegum hluta námsins í bifreiðasímiði, en hún hafði ekki hafið starfsþjálfun sem telur níutíu einingar. Hún var því í heildina búin með 54 prósent tilskilinna eininga. Það var niðurstaða héraðsdóms að námslok konunnar hefðu ekki verið fyrirsjáanleg á slysdegi. Því var VÍS sýknað af kröfum konunnar. Dómsmál Tryggingar Skóla- og menntamál Bílar Bílastæði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Slysið sem málið varðar átti sér stað í byrjun marsmánaðar 2019 á bílastæði skóla þar sem konan stundaði nám í bílamálun og bifreiðasmíði. Bíl skólafélaga hennar var ekið á hana. Hún fór upp á vélarhlíf bílsins og féll síðan af honum á götuna. Konan fékk högg á hné og áverka á mjóbaki og mjöðm. Óumdeilt var í málinu að hún hafði hlotið áverka í slysinu sem hafa valdið varanlegu líkamstjóni og það hafi skert getu hennar til að afla tekna til framtíðar. En samkvæmt matsgerð var varanleg örorka hennar sjö prósent. Í matsgerðinni var lagt til grundvallar að hefði konan ekki lent í slysinu hefði hún lokið náminu og nýtt sér þá menntun til að afla tekna. Þegar matgerðin var gerð hafði konan ekki komist á samning eftir að hafa lokið bóklegu námi. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykajvíkur.Vísir/Vilhelm Matsmenn komust að þeirri niðurstöðu að vegna skerðingar á álagsgetu og úthaldsþoli gæti starf við bílamálun og bifreiðasmíði verið erfitt þar sem það getur verið líkamlega krefjandi. Í stefnu konunnar vildi hún fá greiðslur bóta fyrir varanlega örorku en útreikningur bótafjárhæðarinnar var miðaður við meðaltekjur iðnmenntaðra við blikksmíði og plötusmíði árið 2019. Hún sagði rétt að taka mið af þessu þar sem námslök hennar í faginu voru fyrirsjáanleg. VÍS taldi svo ekki vera. Fram kemur í dómi héraðsdóms að konan hafi verið búin með 118 einingar af 129 í bóklegum hluta námsins í bifreiðasímiði, en hún hafði ekki hafið starfsþjálfun sem telur níutíu einingar. Hún var því í heildina búin með 54 prósent tilskilinna eininga. Það var niðurstaða héraðsdóms að námslok konunnar hefðu ekki verið fyrirsjáanleg á slysdegi. Því var VÍS sýknað af kröfum konunnar.
Dómsmál Tryggingar Skóla- og menntamál Bílar Bílastæði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira