Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. desember 2024 15:07 Mótmælendur, sem margir hafa fengið synjun á greiðsluþátttöku, tóku höndum saman í sumar. getty Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. Brian Thompson forstjóri UnitedHealthcare var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan-eyju í New York borg á miðvikudaginn þar sem Thompson var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Svo virðist sem voðaverkið hafi verið þaulskipulagt en á myndskeiði af atvikinu má sjá manninn bíða eftir Thompson áður en hann skýtur hann í bakið með skammbyssu með hljóðdeyfi. Morðinginn er nú talinn hafa haldið í rútu til Atlanta. Stóru miðlarnir vestanhafs beina nú kastljósinu á baráttu fólks gegn stóru tryggingafélögunum, sem velta billjörðum dala árlega á sama tíma og greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu er oft hafnað. Algengt er að við höfnun sé vísað til svokallaðs fyrirframleyfis (e. Prior authorisation), klásúlu í tryggingaskilmálum sem gerir tryggingafélögum kleift að skoða þá meðferð sem til greina kemur áður en greiðsluþátttaka er samþykkt. „Sendi samúðarkveðju og fyrirframleyfi“. Þessi kveðja er algeng meðal netverja sem margir hverjir virðast ekki hafa mikla samúð með forstjóranum Brian Thompson og fjölskyldu hans. Fyrirtækinu UnitedHealthcare og þeirra vinnubrögðum hefur lengi verið mótmælt. Á heitum sumardegi í Minesota í júlí síðastliðnum söfnuðust til að mynda fleiri en hundrað manns saman til að mótmæla tryggingaskilmálum sem leiða til þess að tryggðir sjúklingar fá höfnun um greiðsluþátttöku. „UnitedHealthcare hafnar þjónustu,“ stóð á skilti mótmælenda sem margir höfðu fengið höfnun á greiðsluþátttöku. Ellefu þeirra voru handteknir fyrir að stöðva umferð fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins. Mótmælendur stöðvuðu umferð fyrir utan höfuðstöðvarnar.getty „Þeim er synjað um þjónustu, og svo þurfa þau að fara í gegnum kæruferli sem er gríðarlega erfitt að hafa betur í,“ er haft eftir Unai Montes-Irueste, sem starfað hefur í hópi sjálboðaliða til hjálpar þeim sem standa í stappi við tryggingafélög. Frá Minesota í sumar.getty Þessi umræða hefur farið á flug eftir launmorðið sem mikið hefur verið fjallað um. Eins og áður segir er enn er leitað morðingjans, sem skildi eftir sig skilaboð á skothylkjum sem urðu eftir á vettvangi morðsins. Orðin „Defend“, „deny“ og „depose“ eða „Verja“, „tefja“ og „setja af“, stóðu á hylkjunum og er talið vísa til aðferða tryggingafélaga við synjun á bótaskyldu. Að öðru leyti er lítið vitað um mótíf morðingjans, sem einhverjir telja að sé atvinnumaður, ráðinn til þess að fremja verknaðinn. Fyrir liggur sömuleiðis að Thompson hafði fengið hótanir í aðdraganda morðsins. „Það höfðu verið einhverjar hótanir,“ tjáði eiginkona hans Paulette Thompson fjölmiðlum í síðustu viku. „Eitthvað tengt skorti á heilbrigðisþjónustu? Ég þekki ekki smáatriðin,“ er haft eftir henni. Í umfjöllun BBC er sömuleiðis haft eftir manni að nafni Philip Klein, sem sinnti öryggisgæslu Thopsson upp úr aldamótum. Hann kveðst forviða á því að forstjórinn hafi ekki verið með öryggisgæslu í New York. „Það er mikil reiði í Bandaríkjunum núna,“ er haft eftir Klein. „Fyrirtæki verða að vakna og átta sig á því að forsvarsmenn fyrirtækja gætu verið elt uppi á hverri stundu“. Bandaríkin Heilsa Heilbrigðismál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Brian Thompson forstjóri UnitedHealthcare var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan-eyju í New York borg á miðvikudaginn þar sem Thompson var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Svo virðist sem voðaverkið hafi verið þaulskipulagt en á myndskeiði af atvikinu má sjá manninn bíða eftir Thompson áður en hann skýtur hann í bakið með skammbyssu með hljóðdeyfi. Morðinginn er nú talinn hafa haldið í rútu til Atlanta. Stóru miðlarnir vestanhafs beina nú kastljósinu á baráttu fólks gegn stóru tryggingafélögunum, sem velta billjörðum dala árlega á sama tíma og greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu er oft hafnað. Algengt er að við höfnun sé vísað til svokallaðs fyrirframleyfis (e. Prior authorisation), klásúlu í tryggingaskilmálum sem gerir tryggingafélögum kleift að skoða þá meðferð sem til greina kemur áður en greiðsluþátttaka er samþykkt. „Sendi samúðarkveðju og fyrirframleyfi“. Þessi kveðja er algeng meðal netverja sem margir hverjir virðast ekki hafa mikla samúð með forstjóranum Brian Thompson og fjölskyldu hans. Fyrirtækinu UnitedHealthcare og þeirra vinnubrögðum hefur lengi verið mótmælt. Á heitum sumardegi í Minesota í júlí síðastliðnum söfnuðust til að mynda fleiri en hundrað manns saman til að mótmæla tryggingaskilmálum sem leiða til þess að tryggðir sjúklingar fá höfnun um greiðsluþátttöku. „UnitedHealthcare hafnar þjónustu,“ stóð á skilti mótmælenda sem margir höfðu fengið höfnun á greiðsluþátttöku. Ellefu þeirra voru handteknir fyrir að stöðva umferð fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins. Mótmælendur stöðvuðu umferð fyrir utan höfuðstöðvarnar.getty „Þeim er synjað um þjónustu, og svo þurfa þau að fara í gegnum kæruferli sem er gríðarlega erfitt að hafa betur í,“ er haft eftir Unai Montes-Irueste, sem starfað hefur í hópi sjálboðaliða til hjálpar þeim sem standa í stappi við tryggingafélög. Frá Minesota í sumar.getty Þessi umræða hefur farið á flug eftir launmorðið sem mikið hefur verið fjallað um. Eins og áður segir er enn er leitað morðingjans, sem skildi eftir sig skilaboð á skothylkjum sem urðu eftir á vettvangi morðsins. Orðin „Defend“, „deny“ og „depose“ eða „Verja“, „tefja“ og „setja af“, stóðu á hylkjunum og er talið vísa til aðferða tryggingafélaga við synjun á bótaskyldu. Að öðru leyti er lítið vitað um mótíf morðingjans, sem einhverjir telja að sé atvinnumaður, ráðinn til þess að fremja verknaðinn. Fyrir liggur sömuleiðis að Thompson hafði fengið hótanir í aðdraganda morðsins. „Það höfðu verið einhverjar hótanir,“ tjáði eiginkona hans Paulette Thompson fjölmiðlum í síðustu viku. „Eitthvað tengt skorti á heilbrigðisþjónustu? Ég þekki ekki smáatriðin,“ er haft eftir henni. Í umfjöllun BBC er sömuleiðis haft eftir manni að nafni Philip Klein, sem sinnti öryggisgæslu Thopsson upp úr aldamótum. Hann kveðst forviða á því að forstjórinn hafi ekki verið með öryggisgæslu í New York. „Það er mikil reiði í Bandaríkjunum núna,“ er haft eftir Klein. „Fyrirtæki verða að vakna og átta sig á því að forsvarsmenn fyrirtækja gætu verið elt uppi á hverri stundu“.
Bandaríkin Heilsa Heilbrigðismál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira