Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. desember 2024 20:03 Gylfi Garðarson, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur segir best ef fulltrúi frá borginni gæti skoðað aðstæður í götunni enda trúi hann því ekki að málið snúi um viljaleysi. vísir Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans hefur aldrei séð annan eins fjölda hálkuslysa á skömmum tíma, en flughált er víða. Íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur segir farir sínar ekki sléttar af hálkuvörnum borgarinnar. Ef það er eitthvað fast í hendi í þessu lífi þá er það að ár hvert um vetur virðist spretta upp umræða um vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar. Sá tími er runninn upp en í gær baðst borgin velvirðingar á hálkuaðstæðum sem stafa af því að „röð veðurfræðilegra atvika orsakaði það að erfiður klaki myndaðist á stígakerfinu“ líkt og segir í tilkynningu. „Eins og sést núna þá hefur verið hálka undanfarna daga og hérna megin þar sem ég bý þar er staðan svona eins og sést en hinu megin við götuna þar er allt hreint,“ segir Gylfi Garðarson, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur. Það er vegna þess að undir gangstétt hinu megin við götuna er snjóbræðslukerfi og því engin hálka á stéttinni, líkt og sést í sjónvarpsfréttinni. Engu að síður kom bíll frá borginni og saltaði auða stéttina í morgun. Gylfi segir aðra sögu að segja af gangstéttinni hinu megin við götuna. Þar er snjór og mikil hálka en bíll borgarinnar hvorki saltaði stéttina né ruddi snjóinn þar í morgun. „En svo sjáum við hann hins vegar bruna á góðri ferð hér hinu megin því það er svo auðvelt. Þar er enginn snjór eða klaki.“ Um viðvarandi vanda sé að ræða sem íbúar hafi kvartað undan í mörg ár. „Já, það er búið að reyna ýmislegt... bæði á samfélagsmiðlum og hafa samband beint við viðeigandi stofnanir en það virðist ekki ná í gegn.“ Ástandið á Grenimel virðist ekki einsdæmi. Sama sjón er í næstu götum auk þess sem íbúi í miðborginni kvartaði undan sambærilegu í íbúahópi í morgun og annar við Ásvallagötu. Eins og sést er mikið salt á auða stígnum.facebook Yfirlæknir á bráðamóttökunni segist aldrei hafa séð annan eins fjölda hálkuslysa og nú. „Staðan er þung á bráðamóttökunni. Hér komu síðasta sólarhringinn um sextíu einstaklingar út af hálkuslysum sem er það mesta sem við höfum séð hér á þessari deild,“ sagði Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku segist aldrei hafa séð annað eins á deildinni.vísir/baldur Talsvert sé um beinbrot en nokkuð um að fólk hljóti höfuðhögg. Ýmislegt sé hægt að gera til fyrirbyggja slys. „Já við erum Íslendingar og ættum að vera búin að læra á hálkuna. Fólk þarf að fara varlega, nota mannbrota en ég held að heimili, einstaklingar og fyrirtæki ættu að huga að hálkuvörnum hver í sínu umhverfi.“ Veður Reykjavík Færð á vegum Landspítalinn Snjómokstur Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Ef það er eitthvað fast í hendi í þessu lífi þá er það að ár hvert um vetur virðist spretta upp umræða um vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar. Sá tími er runninn upp en í gær baðst borgin velvirðingar á hálkuaðstæðum sem stafa af því að „röð veðurfræðilegra atvika orsakaði það að erfiður klaki myndaðist á stígakerfinu“ líkt og segir í tilkynningu. „Eins og sést núna þá hefur verið hálka undanfarna daga og hérna megin þar sem ég bý þar er staðan svona eins og sést en hinu megin við götuna þar er allt hreint,“ segir Gylfi Garðarson, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur. Það er vegna þess að undir gangstétt hinu megin við götuna er snjóbræðslukerfi og því engin hálka á stéttinni, líkt og sést í sjónvarpsfréttinni. Engu að síður kom bíll frá borginni og saltaði auða stéttina í morgun. Gylfi segir aðra sögu að segja af gangstéttinni hinu megin við götuna. Þar er snjór og mikil hálka en bíll borgarinnar hvorki saltaði stéttina né ruddi snjóinn þar í morgun. „En svo sjáum við hann hins vegar bruna á góðri ferð hér hinu megin því það er svo auðvelt. Þar er enginn snjór eða klaki.“ Um viðvarandi vanda sé að ræða sem íbúar hafi kvartað undan í mörg ár. „Já, það er búið að reyna ýmislegt... bæði á samfélagsmiðlum og hafa samband beint við viðeigandi stofnanir en það virðist ekki ná í gegn.“ Ástandið á Grenimel virðist ekki einsdæmi. Sama sjón er í næstu götum auk þess sem íbúi í miðborginni kvartaði undan sambærilegu í íbúahópi í morgun og annar við Ásvallagötu. Eins og sést er mikið salt á auða stígnum.facebook Yfirlæknir á bráðamóttökunni segist aldrei hafa séð annan eins fjölda hálkuslysa og nú. „Staðan er þung á bráðamóttökunni. Hér komu síðasta sólarhringinn um sextíu einstaklingar út af hálkuslysum sem er það mesta sem við höfum séð hér á þessari deild,“ sagði Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku segist aldrei hafa séð annað eins á deildinni.vísir/baldur Talsvert sé um beinbrot en nokkuð um að fólk hljóti höfuðhögg. Ýmislegt sé hægt að gera til fyrirbyggja slys. „Já við erum Íslendingar og ættum að vera búin að læra á hálkuna. Fólk þarf að fara varlega, nota mannbrota en ég held að heimili, einstaklingar og fyrirtæki ættu að huga að hálkuvörnum hver í sínu umhverfi.“
Veður Reykjavík Færð á vegum Landspítalinn Snjómokstur Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira