Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Árni Sæberg skrifar 6. desember 2024 16:44 Kristrún er bjartsýn fyrir stjórnarmyndunarviðræðum. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafi þegar rætt ýmis málefni, bæði sameiginlega fleti og ágreiningsmál. „Það hefur bara gengið vel. Við erum lausnamiðaðar. Það verða alltaf einhverjar málamiðlanir. En við erum auðvitað mjög meðvitaðir um stöðuna í efnahagslífinu akkúrat núna. Það er ljóst að ríkið er búið að vera rekið á yfirdrætti í of langan tíma og það þarf að taka til hendinni,“ segir Kristrún. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við Kristrúnu á Alþingi eftir að stjórnarmyndunarfundum lauk síðdegis. Hægt að styðja við fólk innan marka Kristrún segir markmið Flokks fólksins um að koma á lágmarks örorku- og ellilífeyrisbótum upp á 450 þúsund krónur, án allra skerðinga meðal annars hafa verið rætt. Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður Flokks fólksins sagði í samtali við Vísi í gær að það væri ófrávíkjanleg krafa flokksins að útrýma fátækt hér á landi. Flokkurinn væri þó málamiðlunarflokkur. „Við höfum rætt ýmislegt, þessu tengt og öðru. Við erum auðvitað bara allar að horfa á þetta sem sameiginlegt verkefni. Það þarf að finna lendingu sem hentar þeim ramma sem við erum að vinna undir. Efnahagsmálin eru mjög stór partur af þessu. Það er hægt að gera ýmislegt fyrir hópa, til dæmis sem Flokkur fólksins hefur einblínt á, sem getur stutt verulega við þann hóp en gera það innan ákveðinna marka.“ Nánari útfærslur fái að bíða þar til lengra væri komið í viðræðunum. Lykilatriðið núna væri að þær væru sammála um hvert þær stefni innan breiðu markanna. Sameiginlegu línurnar farnar að teiknast upp Kristrún segir að sameiginlegar línur stjórnarmyndunarviðræðanna farnar að teiknast upp. „Ég held að það segi sig sjálft, það að við séum byrjuð að ræða af fullri alvöru um álitamál, segir allt sem segja þarf. Við erum búin að landa stóru línunum, við erum að tala okkur í gegnum álitamálin og erum nú þegar komin á þann stað að ýmislegt er leyst.“ Annað væri enn til umræðu en þær teldu sig geta náð málamiðlunum og eðlilegri lendingu. Ætla að tryggja áframhaldandi lækkun vaxta Hún segir fullsnemmt að tala um það sem þegar hafi verið leitt til lykta í viðræðunum, samhengi hlutanna skipti máli hvað það varðar. „Stóra samhengið sem við erum að horfa á og göngum inn í þessar viðræður út frá, það eru ríkisfjármálin. Við vitum hvað það skiptir þjóðina miklu máli að við sjáum áframhaldandi hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta og við ætlum að tryggja að svo verði.“ Formennirnir þrír funduðu með fulltrúum fjármála- og efnahagsráðuneytisins í gær. Kristrún segir að þeir hafi farið yfir stöðu þjóðarbúsins og eftir þá yfirferð væri ljóst að taka þurfi til hendinni. Vongóð Kristrún var beðin um að segja hversu vongóð hún er fyrir því að Valkyrjunum svo kölluðu takist að mynda ríkisstjórn, á skalanum einn upp í tíu. „Ég er bara vongóð, ég ætla að leyfa mér að segja það. Við erum allar að fara inn í þetta lausnamiðaðar, meðvitaðar um stöðu mála, meðvitaðar um að hlusta á þjóðina. Á þessum tímapunkti getum við ekki úttalað okkur um endanlega lendingu en við erum enn þá bjartsýnar og vongóðar.“ Eru engin ágreiningsmál sem hafa komið upp? „Jú, það hafa komið upp ágreiningsmál. Það er mjög eðlilegt í þriggja flokka viðræðum, að það séu ágreiningsmál. En það er líka ábyrgðarhluti að gera talað sig í gegnum það. Ég held það sé ábyrgðarhluti að þjóðin átti sig á því að það muni alltaf vera málamiðlanir, það er bara spurning hvernig við komumst að því og hvernig fólk getur tjáð sig og talað saman.“ Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Varaformaður Samfylkingarinnar verður formanninum Kristrúnu Frostadóttur innan handar í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. Hann segir einhug í formönnum um að koma viðræðunum alla leið. 3. desember 2024 20:44 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
„Það hefur bara gengið vel. Við erum lausnamiðaðar. Það verða alltaf einhverjar málamiðlanir. En við erum auðvitað mjög meðvitaðir um stöðuna í efnahagslífinu akkúrat núna. Það er ljóst að ríkið er búið að vera rekið á yfirdrætti í of langan tíma og það þarf að taka til hendinni,“ segir Kristrún. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við Kristrúnu á Alþingi eftir að stjórnarmyndunarfundum lauk síðdegis. Hægt að styðja við fólk innan marka Kristrún segir markmið Flokks fólksins um að koma á lágmarks örorku- og ellilífeyrisbótum upp á 450 þúsund krónur, án allra skerðinga meðal annars hafa verið rætt. Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður Flokks fólksins sagði í samtali við Vísi í gær að það væri ófrávíkjanleg krafa flokksins að útrýma fátækt hér á landi. Flokkurinn væri þó málamiðlunarflokkur. „Við höfum rætt ýmislegt, þessu tengt og öðru. Við erum auðvitað bara allar að horfa á þetta sem sameiginlegt verkefni. Það þarf að finna lendingu sem hentar þeim ramma sem við erum að vinna undir. Efnahagsmálin eru mjög stór partur af þessu. Það er hægt að gera ýmislegt fyrir hópa, til dæmis sem Flokkur fólksins hefur einblínt á, sem getur stutt verulega við þann hóp en gera það innan ákveðinna marka.“ Nánari útfærslur fái að bíða þar til lengra væri komið í viðræðunum. Lykilatriðið núna væri að þær væru sammála um hvert þær stefni innan breiðu markanna. Sameiginlegu línurnar farnar að teiknast upp Kristrún segir að sameiginlegar línur stjórnarmyndunarviðræðanna farnar að teiknast upp. „Ég held að það segi sig sjálft, það að við séum byrjuð að ræða af fullri alvöru um álitamál, segir allt sem segja þarf. Við erum búin að landa stóru línunum, við erum að tala okkur í gegnum álitamálin og erum nú þegar komin á þann stað að ýmislegt er leyst.“ Annað væri enn til umræðu en þær teldu sig geta náð málamiðlunum og eðlilegri lendingu. Ætla að tryggja áframhaldandi lækkun vaxta Hún segir fullsnemmt að tala um það sem þegar hafi verið leitt til lykta í viðræðunum, samhengi hlutanna skipti máli hvað það varðar. „Stóra samhengið sem við erum að horfa á og göngum inn í þessar viðræður út frá, það eru ríkisfjármálin. Við vitum hvað það skiptir þjóðina miklu máli að við sjáum áframhaldandi hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta og við ætlum að tryggja að svo verði.“ Formennirnir þrír funduðu með fulltrúum fjármála- og efnahagsráðuneytisins í gær. Kristrún segir að þeir hafi farið yfir stöðu þjóðarbúsins og eftir þá yfirferð væri ljóst að taka þurfi til hendinni. Vongóð Kristrún var beðin um að segja hversu vongóð hún er fyrir því að Valkyrjunum svo kölluðu takist að mynda ríkisstjórn, á skalanum einn upp í tíu. „Ég er bara vongóð, ég ætla að leyfa mér að segja það. Við erum allar að fara inn í þetta lausnamiðaðar, meðvitaðar um stöðu mála, meðvitaðar um að hlusta á þjóðina. Á þessum tímapunkti getum við ekki úttalað okkur um endanlega lendingu en við erum enn þá bjartsýnar og vongóðar.“ Eru engin ágreiningsmál sem hafa komið upp? „Jú, það hafa komið upp ágreiningsmál. Það er mjög eðlilegt í þriggja flokka viðræðum, að það séu ágreiningsmál. En það er líka ábyrgðarhluti að gera talað sig í gegnum það. Ég held það sé ábyrgðarhluti að þjóðin átti sig á því að það muni alltaf vera málamiðlanir, það er bara spurning hvernig við komumst að því og hvernig fólk getur tjáð sig og talað saman.“
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Varaformaður Samfylkingarinnar verður formanninum Kristrúnu Frostadóttur innan handar í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. Hann segir einhug í formönnum um að koma viðræðunum alla leið. 3. desember 2024 20:44 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
„Menn ætla sér alla leið með þetta“ Varaformaður Samfylkingarinnar verður formanninum Kristrúnu Frostadóttur innan handar í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. Hann segir einhug í formönnum um að koma viðræðunum alla leið. 3. desember 2024 20:44